Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2005, Blaðsíða 35
SKRSTA KVIKMYNDAHÚS UNDSINS • HAOATOROI • S. 530 I9IÍ • www.hoikolablo.it
400 kr. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR kl: 12 UM HELGINA í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
U'/IÉ rss_____________
"SOMAR DÚfOR ÉTA BRAWMYtSHUR.
ASRAR SKAPA WWW’
HADEGtSBIO
SERHVER DRAUMUR
Á SÉR UPPHAF
' | ikí
of íiöf.v |>ú til aó staldra vió!
Ii!T*TíWZTr
ÁLFABAKKI
GOAL
MUST LOVE DOGS
THE 40 YEAR OLD VIRGIN
THE 40 YEAR OLD VIRGIN
VALIANTfsl.ini
SKYHIGH
CHARLIE & THE CHOCOLATE FACTORY
STRÁKARNIR OKKAR
RACING STRIPES ísl. tol
KL 5.30-8-10.30
KL 3.45-6-8.15-10.30
KL 5.30-8-10.30 B.1.14
KL 5.30-8-10.30
KL 3.40
KL 3.45-6
KL 3.45-6-8.15-10.30
KL 8-10.30 B.1.14
.RINGLAN ( 588 0800 (' \
KEFLAVÍK
GOAL KL8
THEMAN KL8
AKUREYRI
KRINGLAN
GOAL
THECAVE
VALIANT ísl. tol
VALIANT enskt tol
CHARLIE & THE CHOCOLATE FACTORY
STRÁKARNIR OKKAR
KL. 5.30-8-10.30
KL1030 B.I.I6
KL6
KL 8
KL8
KL10 8.1.14
MUST LOVE DOGS KL 6-8-10.10
THE 40 YEAR OLD VIRGIN KL 5.40-8-10.20 B.l. 14óio
CHARLIE & THE CHOCOUTE FACTORY KL 5.45
STRÁKARNIR OKKAR KL 8 B.I.Móto
REYKJAVIK INTERNATIONAL FILM FESTIVAL
MOOLAADE KL5.40 NOBODY KNOWS KL10
STRINGS KL 8 THEHOLYGIRL KL10
AKUREYRI ( 461 4666_______KEFLAVÍK ( 421 1170
GOAL KL 8-10.15
THE 40 YEAR OLD VIRGIN KL. 8-10.15
„Red Eye er ótrúlega
dæmigerð spennumynd.
y
Red Eye Ótrúlegar
klisjur reka hver aöra.
Hollywood er í kreppu. Þetta hef-
ur komið fram í skrifum kvikmynda-
gagnrýnenda og vísar til samdráttar í
bíósókn Bandaríkjamanna. Ekki er
það efnhagsástandið sem er að hrella
kvikmyndaframleiðendur, heldur
einfaldlega er farið að slá í formúluna
sem var fullkomnuð af þeim kump-
ánum Don Simpson og Jerry Bruck-
heimer íyrir um tuttugu árum síðan,
þ.e. þessi dæmigerði þriggja þátta
handritsstrúktúr með fjórum (man
reyndar ekki alveg hvað mörgum)
„söguhvörfum'1 sem kenndur er í
kvikmyndaskólum og hefur verið lyk-
illinn að mörgum stórmyndunum í
gegnum árin. Myndir eru orðnar of
fyrirsjáanlegar og almenningur vill fá
að sjá eitthvað nýtt.
Leikstjóri með góða
spjaldskrá
Þessi staðreynd blasir við mér
þegar ég sé Red Eye. Spennumynd,
gerð af sálfræðingnum og hryllings-
myndagúrúinum Wes Craven,
manninum sem skapaði Freddy Kru-
ger og Hills Have Eyes-seríuna og
leikstýrði Scream. Hann hefur stund-
um verið nokkuð frumlegur, sérstak-
lega í hinni stórskemmtilegu Wes
Craven’s New Nightmare, þar sem
hann sjálfur breytist í hrollvekjandi
hrotta, yfirbugaður af sköpunarverki
sínu Freddy Kruger.
Hótelstýra í háska
En hann hefur líka gert hræðilegar
myndir og margar þeirra hafa komið
úr ólfldegustu átt. Red Eye er ótrúlega
dæmigerð spennumynd. Hún fjallar
um hótelstýru sem flýgur til Miami
frá Dallas, þar sem hún var viðstödd
jarðarför ömmu sinnar (!). Þar hittir
hún hrotta sem skipar henni að
hringja eitt símtal, annars muni hann
láta drepa pabba hennar.
Er þetta bíómynd?
Þetta er vissulega söguþráður sem
gengur þokkalega upp og stundum
koma atriði þar sem maður verður
pínuspenntur, en það gerist Ifka í
gömlum Colombo-þáttum. Það er í
raun ótrúlegt að þetta skuli vera bíó-
mynd en ekki sjónvarpsmynd. Ótrú-
legar klisjur reka hver aðra og áhorf-
andinn er skilinn eftir með þá tilfinn-
Red Eye
Sýnd í Smárabiói, Laugarásbíói
og Borgarbiói, Akureyri
Leikstjóri: Wes Craven .
Aðalhlutverk:
Rachel McAdams, \
Cillian Murphy.
^_________
Siqurjón fór í bíó
ingu að skárra hefði verið að sitja
heima og horfa á CSI.
Það hljóta að vera að koma nýir
tímar í Hollywood. Ég bara trúi ekki
öðru.
Sigurjón Kjartansson
Stevie Wonder
gæti fengið sjón
Blindi tónlistarmaðurinn
Stevie Wonder gæti fengið sjón-
ina á næstunni. Stevie er nú 55
ára en hann hefur verið blindur
firá því hann var ungbarn. Lækn-
ar halda því samt fram að þeir
gætu gert honum kleift að sjá
með nýrri örtækni. „Ég hef farið í
rannsóknir og þetta virðist allt
líta vel út,“ segir blinda stjarnan
vongóð.
McCartney lætur
KFC heyra það
Hinn aðlaði tónlistarmaður
Paul McCartney lét forsvars-
menn bandarísku skyndibita-
keðjunnar KFC heyra það fyrir
skömmu. Paul er mikill dýra-
vemdunarsinni og hefur oft
gagnrýnt þessa
sörnu aðila fyr-
irillameð-
ferð á dýr-
um. í opnu
bréfi sem
hatm sendi
yfirmanni
fyrirtæksins
segirhann
meðal arrnars:
„Ef þið mynduð með-
höndla hunda eða ketti eins og
þið farið með kjúklinga væri ekki
spuming um að þið yrðuð kærð-
ir fyrir misþyrmingar á dýrum.
Ég er grænmetisæta og veit að
litlir ungar finna fyrir ótta og
kvölum. Rannsóknir hafa sýnt að
þessi dýr sýna tilfinningar og eru
eins greind og spendýr, þar með
taldir kettir og hundar.“
Romeo miðjusonur Beckham-hjónanna hefur verið með mjög háan hita
Beckham-hjónin óttast um heilsu Romeo
Stjömuparið David og Victoria
Beckham þustu með þriggja ára
son sinn Romeo á sjúkrahús í Ma-
dríd í fyrrakvöld. Þetta er í annað
skipti sem hjónin þurfa að leita á
spítala á aðeins fjórum dögum.
Sonur þeirra Romeo, sem er
miðjubam þeirra hjóna, var með
mjög háan hita þegar komið var
með hann á sjúkrahúsið og er
þetta í annað skipti á fjórum dög-
um sem hiti hans rýkur upp. Hon-
um var haldið þar yfir nótt til frek-
ari athugunar. David og Victoria
em að vonum áhyggjufull en verið
er að rannsaka hvað orsakað geti
þessi hitaköst.
Fyrirhugað var að fjölskyldufað-
irinn David Beckham færi til Eng-
lands á næstunni til að æfa með
landsliðinu fyrir leik gegn Austur-
ríkismönnum. David segist þó ekki
geta hugsað sér að fara eitt eða
neitt á meðan sonur hans er með
42 stiga hita og lái honum hver
sem vill.
Vinm þeirra hjóna segir þau
óttast mjög um heilsufar Romeos.
„Þau em mjög hrædd. David hefúr
alltaf sagt að það eina sem skipti
hann meira máli en fótbolti sé fjöl-
skyldan."
Síðustu fregnir greindu frá því
að Romeo litli væri nú á batavegi
en það var aðeins f ágúst sem móð-
ir hans þurfti að fara með hann
bráðamót-
töku vegna
svipaðra ein-
kenna.
Áhyggjufullir for-
eldrar Beckham seg-
ist ekki geta hugsað
sér að fara til Eng-
lands á meðan sonur
hans er veikur.
i