Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 Menning DV Er íslenska f ramfaratunga? A FJÓRÐU viku hafa staðiö yfir skrif hóps bókmenntamanna (Lesbók Mogga. Startið fengu þeir þeg- ar bókmennta- hátið fór í gang: Stefán Máni, Kristján B. Jón- asson þróunar- stjóri Eddu, Jón Kalmann, Eiríkur Guð- mundsson og Hermann Stef- ' N Eirikur I Guðmundsson ánsson hafa allir lagt sitt til málanna f miklu fjaðrafoki. f endurliti er eigin- lega skárra að líta á þessa flugelda- sýningu sem ritæfingar en mark- tækar umræður um bókmenntir. ÞESSIGAURAGANGUR - þvf ekki taka kvenskáldin til máls á þessum vettvangi - hélt áfram á laugardag. Jón Kalmann aftur og sfnu skýrari en f fyrra sinnið og umorðar gamla skilgreiningu Kierkegaards um fronfkerinn og efann sem grund- * Ludwig Wetzig þýðandi úr fslensku kastar sér inn I hringiðuna frá Þýskalandi og veri hann velkominn, og Guðni Elfsson, stærsti aðdáandi DV, seglst bara ekkert skilja í neinu - arnsúgur skáldanna sé bara loft - er kannski ekkert að skilja f fjaðrafokinu annað en að þeir Lftill ogTrftill hafa ekki enn tlnt sér f sæng og kodda. EN ÍGEGNUM fjasið allt skfn að bekkurinn sem kallast á á sfðum Lesbókar - gott ef þeir sátu ekki allir I bókmenntafræðinni á sama tíma á Melunum - viðurkennir bara einn heim. Sinn heim. (bókmenntum eins og öðrum listum eru heimarnir margir og í þeim ríkir ekki alræði. Bæði lesendur og höfundar eru sprelllifandi, kennimenn og tísku- páfar ýmist ganga eða hlaupa um sviðið og (hverju horni má Kta hauga af ólfkum bókmenntum. Heimur bókmenntanna er ekki einn, þeir eru margir. ERÞAÐTlLVIUUNaðein mynd sameinar þessa stráka í umræðunni, sterkari en herbergið, byrgið og kjallarlnn: gamla pinnöppið. Vict- oria Beckham sem . ekkert les nema sínar bókmenntir (glans- tfmaritum, hold- dregna hofróðan og tlskugálan Posh. Og er sá heimur ekki eftirtektarverður Ifka, á sinn hátt, með s(num frásögnum og ævintýrum, helgi- myndum og bann- svæðum? Hvað er hollara fyrir bók- menntafræðinginn en að sækja þangað með Hölderlin eða Rilke f rassvasanum í pocket- útgáfu? Halló. Victoria Beckham Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is Hádegisfyrirlestraróð Sagnfræðingafélagsins sem ber yfirskriftina „Hvað eru framfarir?" heidur áf ram á morgun á nýjum stað en á sama tíma og venjulega, kl. 12.10, i sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Þar mun Haraldur Bernharðsson mái- fræðingur fiytja erindi sem hann nefnir „Er ís- lenska framfaramál?" og varpar fram ýms spurningum: Töluðu islendingar einhverr gullaldarmál? Ef svo er, höfum við þá glat Eru málbreytmgar alltaf óæskilegar? Fela þær óhjákvæmiiega i sér hnignun tungumálsins? E, í sér framfarir? Aðgangur er ókeypis og öilum heimill 7- [¦J 17T«jFl'Jillúí JjhVíjlí L» ÍTl)» f3 II Umskurður var efni einnar þeirra mynda sem hér voru á ferð í síðustu viku og fleiri hefðu mátt sjá. Snipp snapp snípur „Afrískar bíómyndir verða að vera pólitískar. Þær hafa ekki efhi á því að vera það ekki," sagði Samba Gadjigo, einn aðstand- enda Moolaadé í pallborðsum- ræðum á undan sýningu mynd- arinnar. Þegar mannréttinda- brotin eru alls staðar í kringum þig er það ekki spurning um pólítíska afstöðu að mótmæla, það er ómanneskjulegt að gera það ekki. Og þau mannréttindabrot sem fjallað er um hér viðgangast enn þann dag í dag á milljónum kvenna um alla álfuna. Kynfæri þeirra eru skorin af, sumar þeirra láta lífið í aðgerðinni og aðrar deyja af barnsburði seinna meir þar sem leggöng þeirra geta ekki vfkkað. Allar verða þær óhæfar um að njóta kynferðislegrar full- lTSs nægingar á lífsleiðinni. Viðfangs- efhið er vissulega ógeðfellt. Þeim mun meira kemur á óvart að Sembene hafi tekist að gera kvikmynd sem tekst að skemmta áhorfendum án þess að draga úr boðskapnum. Moolaadé er ekki heimildarmynd, hér er hið alltof aðkallandi viðfangsefni fært í líki skáldskapar sem getur, þrátt fyrir allt, verið áhrifamesta aðferðin til að fjalla um raunveruleikann. Collé hefur þegar misst eina dóttur sökum umskurðar og þurfti vegna eigin aðgerðar að fæða aðra með keisaraskurði. Þegar fjórar stelpur í þorpinu neita að gangast undir limlest- ingamar tekur hún þær undir vemdarvæng sinn. Tvær aðrar stelpur fremja sjálfsmorð til að komast hjá hryllingnum. Á end- anum þarf hún að þola svipu- högg þar sem tilgangur hennar virðist svo miklu skýrari heldur en sama aðför að Jesú í The Passion, og fórnin þeim mun mikilvægari, dramatíkin meiri. Þetta er fyrsta al-afríska bíó- myndin sem undirritaður man eftir að hafa séð í bíói hérlendis. Engir hvítir menn þvælast fyrir framan eða aftan linsuna, sem gerir það að verkum að maður fær allt annað sjónarhom en maður er vanur að fá, og verður myndin mun áhugaverðari fyrir vikið. Fyrir utan meginþemað veitir sagan manni innsýn í líf fólks í Vestur-Afríku sem maður fær sjaldan kost á sjá. . Það er til dæmis áhugavert að meðan flestar myndir gerðar af iðnaðarþjóðfélögum taka af- t ^S K^í \ íf Moolaadé Senegal Leikstjóri: Ousmane Sembene Kvikmyndir stöðu með ættbálknum eða smá- þorpinu gegn nútímavæðing- unni vegna nostalgíu yfir því sem er glatað, en var kannski aldrei það gott til að byrja með, er mál- ið hér litið öðmm augum. íhalds- semi og hjátrú samfélagsins eru þau illu öfl sem franskmenntað- ur höfðingjasonur og veraldar- vanur kaupmaður, persónur sem yfirleitt eru sýndar í verra ljósi, þurfa að kljást við. Meira að segja sjónvarpið er holdtekning upp- lýsinga og framfara, sem og út- vörpin sem karlmennimir taka af konunum. Aðrar myndir Sembenes hafa mun blendnari sýn á innreið nú- tímans í ættbálkasamfélögin, en í Moolaadé virðast þau þó vera til hins betra. Það er ekki hægt að loka sig af frá nútímanum enda- laust, og sumir hlutir er þess virði að breyta þeim. Sembene er 82 ára gamall, barðist með herjum frjálsra Frakka í seinni heimsstyrjöld og hefur verið að skrifa skáldsögur og gera kvikmyndir í hálfa öld. Með Moolaadé sýnir hann að hann hefur enn meira að segja en flestir. En hann gleymir þó ekki fyrstu reglu góðs kvikmyndar- gerðarmanns, að færa boðskap- inn í skemmtilegan og aðgengi- legan búning. Valui Gunnarsson Tvær frægar sálumessur Tvær frægustu sálumessur tón- listarsögunnar verða fluttar á tón- leikum Mótettukórs Hallgríms- kirkju á allra heilagra messu, sunnudaginn 6. nóvember. Á allraheilagra messu í fyrra söng kórinn sálumessur eftir Gabriel Fauré og Maurice Duruflé við orgelundirleik Mattiasar Wagers og uppskar mikið lof. Nú verður hin undurfagra sálu- messa Faurés flutt á ný í sjald- heyrðum hljómsveitarbúningi, og aftur mun tær rödd drengja- sópransins Isaks Rfkharðssonar hljóma í Pie Jesu-kaflanum alþekkta. Seinna verk tónleikanna er hin víðfræga sálumessa Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Megin- ástæðan fyrir því að sálumessan nýtur stöðugra vinsælda er sú að hún hefur að geyma óviðjafnan- lega tilkomumikla tónlist. Sálu- messan verður flutt til minningar um snillinginn Mozart, en 250 ár verða liðin frá fæðingu hans 27. janúar nk. Flytjendur á tónleikunum auk Mótettukórs og Kammersveitar Hallgrímskirkju og ísaks Rfkhárðs- sonar eru einsöngvararnir Pascale Schulze-Schmidt sópran, Alina Dubik alt, Gunnar Guðbjömsson tenór og Andreas Schmidt bassi. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Miðasala er hafin í Hallgríms- kirkju. (sak Ríkarðsson sópr- an Tromp íslensku Óper- unnar og Mótettukórsins á þessu hausti. DV-mynd Stefán

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.