Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2005, Blaðsíða 27
DV Bílar MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER2005 27 Bónið ver lakkið og skerpir lit Lakkið er ein mikilvægasta tæringarvörn bíls og því meira sem lakk slitnar því mattara verður það og því meiri hætta er á upphlaupi meðtil- heyrandi ryðskemmdum. Óhreinindi loða betur við mattan flöt en gljáandi og vegna þess að óhreinindi draga í sig raka og salt myndast margfalt ákjósanlegri skilyrði fyrir ryðtæringu á möttum fleti en á fleti sem er gljáandi og háll. Með bílabóni er vörn lakksins haldið við. Þegar bón er borið á flötinn og látið stirðna sest það í hrufurnar og skemmdirnar, sem við greinum ekki með berum augum. Þegar flöturinn er síðan núinn með mjúkum klút er hluti bónsins fjarlægður. Eftir á fletinum verður bón sem fyllt hefur upp rispur og aðrar ójöfnur. Með því að slétta flötinn með bóninu fær hann á sig gljáa. Sléttur gljáandi flötur hrindir frá sér vatni og óhreinindi festast síður á honum. Auk þess að verja lakkið með gljáa skerpir bón lit með því að gefa honum dýpt. Bónaður bíll er því ekki einungis betur varinn gegn tæringu en óbónaður heldur er hann einnig glæsilegri. 111 8 1 í • ökumaður handskipt milli gíra þegar honum sýnist. Tiptronic-skiptingm er þannig hönnuð að bfllinn „lærir" akst- urslag ökumannsins og stillir sMpti- punktana eftir því. Með Tiptronic virka hefur ökumaðurinn jafnframt rafknúna beinskiptingu eins og í Formúlu 1 keppnisbíl. Skiptirinn er á stýrinu og þarf ökumaður ekki annað en að ýta á+eða - til að skipta upp eða niður. Tiptronic-sjálfskiptingu stjóm- ar tölva og notar til þess ýmsar breytur svo sem snúningshraða vélar, álag, spólvörn o.fl. til þess að tryggja há- marksveggrip og bestu aksturseigin- leika við ólfkar aðstæður. Bremsukerf- ið í Cayenne er öflugra en í nokkrum öðrum sportjeppa á markaðnum. Gripstjórn og læsingar Lága drifið er valið með rofa við hlið gírstangar. í lága drifi virka nokk- ur kerfi samtímis: Gripstjórnin CPTM = Porsche Traction Management) velur sjálfvirkt viðeigandi gír og stýrir drif- læsingum með til þess gerðu forriti. í Cayenne Turbo breytir gripstýringin ABS-læsivörn, spólvörn og loftfjöðrun fyrir torfæruakstur um leið og lága drifið er valið. Porsche 'er fyrstur bfla- framleiðenda ril að bjóða samstætt kerfi af þessari gerð - þ.e. drifstýringu fyrir torfæruakstur þar sem sjálfvirkni kemur í veg fyrir mistök. PORSCHE CAVENNE Alvorujeppi með 5,6 sek. viðbragð Torf ærutröll með 450 hestafla Twin Turbo Verðfrákr. 5.890.000 ***** ,r- fö\ ^ ^o ( i PORSCHE CAYENNE V8-VÉLIN 450 ha V8 Twin Turbo-vélin ( Cayenne er að öllu leyti úr áli, vatns- kæld með 90* blokkarhorni.Vélin skilar 100 hö og 137 Nm á hvem Iftra slagrýmis, svo notaður sé mæli- kvarði vélahönnuða. Smurkerfið er án biðu (dry sump) sem tryggirfullkomna smurningu án tillits til stöðu b(lsins,t.d. þegar ekið er lengri tíma (miklum halla. Vélstýrikerfið (Motronic ME 7.1.1) er með innbyggt bilanagreiningarkerfi. Kveikjulaust neistakerfi og bein tölvustýrð insprautun heldur afgasmengun innan marka sem taka gildi 2007. Heddineru kapítuli út af fyrir sig; 4 ventlar fyrir hvern sílindra og tveir kambásar (hvoru heddi. Heddin eru í tveimur sjálfstæðum hlutum; sá neðri inniheldur brunahólf, ventla/ spíssa, kerti og kælivatnskápu en sá efri er með olíukælda kambásana. Kostur: Jafnari varmaþensla og auð- veldara viðhald. Kambar útventlanna eru innbyrðis með mismunandi form sem mýkir ganginn, eykur afl og sparneytni. Útventlar eru með sódiumkælda hausa. Kambásar sogventla breytast sjálf- virkt og stýra opnun ventlanna þannig að jafnt flæði sé inn (bruna- hólf hvert sem álag er og hver sem snúningshraðinn er.Árangurinn er m.a.mjög lítil afgasmengun. Sé torfæra slfk að eitt eða fleiri hjól eru á loftí beitir drifstýringin læsing- um fjórhjóladrifsins þannig að bíilinn stöðvast ekki - hann hefur alltaf veg- grip á einhverju hjólanna svo fremi þau séu ekki ölí á lofti samtfmis. 100% millidrifslæsinguna má setja á með því að styðja öðru sinni á lágadrifs- hnappinn. Og eins og áður var nefht má beita loftfjöðruninni í Cayenne Turbo til að ná enn betra gripi í torfær- um. Sérstök mismunardrifslæsing er fáanleg fyrir afturdrifið. Sú læsing er merkileg að því leyti að hún getur bæði verið sjálfvirk eða með hand- virku vali og ökumaður getur valið mismunandi mikla læsingu eftir því sem hann telurhentugast, þ.e. allt að 100%. Til að læsa afturdrifi 100% þarf ökumaðurinn að styðja á lágadrifs- hnappinn þrisvar. Með afturdrifið læst að fullu er girt fyrir að nokkurt hjólanna geti spólað hvort sem veg- grip þess er mikið, lítið eða ekkert. Til að auka stöðugleika bflsins í akstri á háfum vegi beitir tölva driflæsingu afturdrifsins á sjálfvirkan hátt t.d. 60%. Mismunandi drif búnaður og fjöðrun Ástæða er til að taka það fram að Porsche Cayenne, sem er af tveimur I Cayenne Turbo er stór I bfll, hjólhafið er 2,855 m ] og eígin þyngd 2355 kg. I Stærðin leynir á sér, t.d. er \breiddbllsinsl93m. grunngerðum; S með V6 340 ha vél og Turbo með V8 450 ha vél, er með mis- munandi drifbúnaði og mismunandi fjöðrun eftír því hvað kaupandinn vel- ur og eftir því hvor gerðin er valin. Þannig má segja að hvern Cayenne getir kaupandi fengið klæðskera- saumaðan að eigin óskum. Cayenne (eins og VW Touareg) er hannaður af Porsche. Cayenne er framleiddur að miklu leyti af Volks- wagen en tölvu- og öryggisbúnaður er frá Porsche. Efhr að hafa séð grind og yfirbyggingu Cayenne framleidda í verksmiðjum VW í Bratislava í Slóvak- íu hefur sú skoðun undirritaðs styrkts, að „íslensk ryðvöm" ofan á þá vönd- uðu tæringarvöm, sem þessir hlutir fá á framleiðslustigi, geti einungis verið tilskaða. Cayenne Turbo V8 er með tveimur pústþjöppum. Geti einhver jeppi á markaðnum státað af sambærilegri torfærugetu leikur hann það varla eft- ir að fara á 266 km hraða á hraðbraut- um Evrópu án þess að hljóð inni í bfln- um mælist meira í BMW 750. Hámark- stog er 620 Nm á öllu bilinu frá 2250 og upp í 4750 sm. Eyðsla 450 ha Cayenne Turbo er um 18 lítrar í borgarakstri, um 13 lítrar í lengri akstri en meðal- eyðsla í blönduðum akstri er 15,6 lítr- ar. Dráttargeta er 3500 kg. leoemm.com Nissan Pivo Nýjasta nýtt frá Nissan. Egglaga rafmagnsbíll frá Nissan Á nýjunda áratug síðustu aldar kom Nissan fram á sjónar- sviðið með hugmynd að egglaga hönnun á Nissan Micra en hug- myndin var ekki þróuð frekar. Renault tók aftur á móti hug- myndinni opnum örmum og þróaði útlitið fyrir Clio. Tuttugu árum síðar er Nissan komið aftur í slaginn og ætlar sér að koma á móts við fjölgandi bíla- eign með hönnun á liprum egg- laga rafrnagnsbfl sem nefndur er Nissan Pivo. v ¦—i / lllllii. ¦ %-.-¦"¦-¦'-—*-:-*¦" =••> -mrníiis Skoda Octavia Vinsælasti blll Skoda- verksmiöjanna frá upphafí. Skoda Octavia vinsælastir Á fréttavef Skoda í Tékklandi kemur fram að meiri eftirspurn er eftir Skoda Octavia-skutbfl- um en áætlanir gerðu ráð fyrir. Því hefur verið ákveðið að auka framleiðsluna og verða þrjú þúsund fleiri bflar smíðaðir það sem eftir er af árinu en áður var ætlunin. Þar segir einnig að Skoda Octavia sé vinsælasti bfll Skoda-verksmiðjanna frá upp- hafi. í Þýskalandi einu hafi í águstmánuði selst 32.924 Oktavíur. Ný kynslóð Skoda Octavia kom fram á sjónarsviðið í ágúst- mánuði í fyrra og skutbílsútgáfa nýju kynslóðarinnar í janúar á þessu ári. Framleiðslu á eldri gerðinni er þó enn haldið áfram undir gerðarheitinu Octavia Tour. LIFECar Vistvænn sportbtllI'takt við nýja tlma. Fyrsti umhverfisvæni sportbílinn MMC, í samvinnu við QinetiQ, Cranfield- og Oxford- háskóla, BOC og OSCar, áætlar að þróa fyrsta umhverfisvæna sportbfiinn sem mun ganga á ' eldsneyti sem breytir vetoi í raf- magn. Bifreiðin sem hlotið hefur nafhið LIFECar mun verða afar hljóðlát og vistvæn því eini út- blástur hennar verður vatns- gufa. Gert er ráð fyrir að verkefhið muni taka um tvö og hálft ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.