Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 35
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 35 Bjó við ofbeldi í sjö ár ir. Og kannski aðferð til að ná til fólks,“ segir hún. Þessi tími í tilhugalíflnu var góð- ur. Fyrirboði þess sem verða vildi var ekki ljós en Halla segir að eftir á að hyggja hafi verið ýmislegt sem henni hafi fundist einkennilegt og ekki al- veg verið sátt við. „Ég afsakaði það hins vegar svo að hann ætti erfitt vegna lát föður hans. Hann talaði til dæmis mjög oft niður til fólks, var fljótur að reiðast ef hlutimir gengu ekki eins og hann vildi og dæmdi aðra mjög hart.“ Lagði hendur á fyrrverandi sambýliskonu Halla nefiiir einnig hve henni hafi þótt vænt um að hann skyldi ekki láta fötlun hennar skipta máli. Tal- aði þvert á móti um hve hann elskaði hana og hve falleg hún væri. Það skipti hann sko ekki máli þótt hún ættí erfitt með gang og gætí ekki hreyft sig á sama hraða og aðrir. „Svo var mér sagt að hann hafi lagt hendur á fyrrverandi sambýliskonu og ég nefndi það við hann. Hann hafði ekki heyrt annan eins þvætt- ing, það hefði verið á hinn veginn. Hún hefði ráðist á hann og hann orðið að verja sig. Og ég trúði hon- um,“ segir hún og riijar upp hvemig hann eftir þetta markvisst reyndi að útiloka vini hennar frá henni. Og tókst það því smátt og smátt ein- angraðist Halla ein með verðandi manni sínum. Hún segir hann alltaf f/Þú veist að ég get drepið þig efég vil og fengið samt forræði yfir börnunum?" hafa haft skýringar á reiðum hönd- um við öllu sem orkaði tvímælis. Yf- irleitt hafi allt verið öðrum að kenna en ekki honum. Þau giftu sig sumarið á eftir með pompi og prakt. f veislunni voru yfir 200 manns og brúðurinn unga geisl- aði af hamingju við hlið mannsins sem hún elskaði. „Já, allt leit þetta nógu vel út," segir Halla. „Sannar- lega var þetta fullkomið að sjá en við fórum í brúðkaupsferð til Bandaríkj- anna en þar á hann móðurfólk. Við vorum líka búin að kaupa okkur íbúð í Grafarvogi og þetta var full- komið." Allt í einu orðin heimsk í Ameríkuferðinni eftir brúð- kaupið, fór þess fyrst að gæta sem framundan var. „Þá fór ég að finna fyrir því að hann talaði niður til mín, fyrst þegar við vorum ein en seinna þegar aðrir heyrðu. Einkennandi var líka hvemig hann gerði mig ringlaða með því að standa fast á því að ég hafi ekki sagt honum þetta eða hitt. Ég átti til dæmis að hafa blekkt hann og gert lítíð úr veikindum mínum. Ég var líka allt í einu orðin heimsk í stað þess að vera klár og vel gefin eins og hann hafði alltaf haldið fram. Þá var ég lygari og hann neitaði að eitthvað sem hann hafði sagt væri rétt. Hann hefði aldrei sagt neitt í þeim dúr. Ég varð ringluð og skildi hvorki upp né niður í neinu,“ segir Halla og getur þess að fyrir hjóna- band hafi þau ekki búið saman og því hafi hún túlkað þetta sem svo að þetta væm byrjunarörðugleikar. „Ég man að einu sinni kallaði hann mig hóm, ég sem aldrei hafði verið við karlmann kennd fyrr en ég kynntíst honum. Og hann vissi það vel. Hann hélt því líka fram að lítil hreyfingar- geta mín væri tilkomin af letí en ekki sársauka eða veikindum. En ég sló á þetta og trúði að hann þyrftí bara að slaka á og átta sig," segir hún og get- ur ekki annað en hrist höfuðið yfir bamaskap sjálfrar sín. Áberandi var einnig fyrstu mán- uðina í hjónabandinu hve honum lá mikið í mun að gera Höllu að sjúk- lingi. Hjálpartæki sem hún hafði ekki einu sinni hugleitt að hún þyrftí á að halda vom allt í einu orðin rnjög mikilvæg fyrir hana. „Hann gerði allt til að minnka mig því þetta var ekki af umhyggju fyrir mér. Ég var farin að trúa hinu og þessu sem mér hafði ekki flögrað í hug og smátt og smátt fannst mér æ minna til mín koma. Allt sem fór úrskeiðis var mér að kenna, sama hvað það var. Ég trúði að það sem hann sagði væri rétt og að ég vaeri baggi á honum." Sparkaði í hundinn Nokkrum mánuðum eftir brúð- kaupið missti hann vinnuna og þá fyrst fór að síga á ógæfuhliðina. „Það byijaði með smáhrindingum en ekki grófu ofbeldi. En smáhrindingar sem ég varð fyrir virkuðu öðruvísi á mig en aðra. Það þurftí ekki mikið að ýta við mér til að ég misstí jafnvægið og kenndi mjög til. Við vorum með h'tinn hund á þessu tímabili og að sparka í hundinn var eitthvað sem hann vissi að mér þætti leitt. Það gerði hann samviskulaust þegar mikið gekk á. Ekkert afþessuerhægt að flokka sem gróft, líkamlegt of- beldi en allt hafði það eigi að síður mikil áhrif á mig,“ segir Halla. Veturinn eftir giftinguna kom að því að Halla kynntíst hnefa eigin- mannsins fyrir alvöru. Hún segir að ekki hafi tilefnið verið mikið en hún var að koma heim seint um kvöld og festí bílinn f snjó. „Honum var óskaplega illa við að vera vakinn, varð alltaf mjög agressívur og pirrað- ur. Þama þurfti ég að hringja heim og biðja hann að koma og hjálpa mér. Hann kom eftir nokkra bið og tókst ekki að losa bílinn. Var pirrað- ur og fúll og talaði um hvað konur væru miklir bjánar og kynnu ekki að keyra þegar framhjá okkur ók einmitt kona á jeppa. Hún stoppaði og dró okkur upp á augabragði. Ég gat ekki varist brosi og hugsaði eitt- hvað á þá leið að konum væri ekki alls vamað hvað sem hann segði. Hann sá brosið og þá tjúllaðist hann og sló mig þéttingsfast með handar- bakinu í andhtíð," segir hún. Fyrsta höggið Þetta var fyrsta en ekki síðasta höggið. Þau áttu eftír að verða mörg áður en yfir lauk. Halla segir að hann hafi jafnan sýnt iðmn eftír barsmíð- amar en alls ekki séð þær á sama hátt og hún. „Hann var ófær um að setja sig í spor annarra. Gat alls ekki skilið hvemig mér leið og fannst alltaf að atburðarrásin hafi verið önnur en hún var. En hann reyndi að bæta fyrir þær og bauð mér þá út að borða. Fjölskylda mín skildi ekki hvers vegna við værum alltaf að boröa útí eins og fjárhagsstaðan var, en það var líka það eina sem við gerðum. Ef við fórum í boð innan minnar fjölskyldu komum við síðust og fómm fyrst. Augnaráðið sem hann sendi mér var á þann veg að við skyldum ekki stoppa lengi. Ég passaði mig á því að ergja hann ekki að óþörfú enda gat það kostað högg síðar.“ Halla segir að smátt og smátt hafi ofbeldið orðið grófara og meira. Hún segir að það sé svo skrýtíð að hugsa til þess hve fóst hún hafi verið og hve margar afsakanir hún fann í huga sér fyrir því. „Það var alltaf aðeins meira næst en síðast. Stíg af stígi magnað- ist það og þegar það gerist þannig er svo erfitt að réttlæta það fyrir sjálf- um sér að maður þutfi að gera eitt- hvað í því núna frekar en síðast. Það var bara aðeins meira í þetta skiptíð, ég hefði alveg eins getað farið síðast, því ættí ég að fara ffá honum núna fyrst ég gerði það ekki þá, ef fólk skil- ur hvað ég á við." Hún segir að hún hafi eigi að síð- ur oft hugsað það en enginn vissi hvað var að gerast og hún treystí sér alls ekki til að skýra út fyrir fólki hvað væri í gangi. Auk þess hafi hún verið ástfangin af manni sínum þrátt fyrir allt. Góðu stundimar hafi viðhaldið ástinni og þær einblíndi hún á. Eftir tvö ár í sambandi greindist hann með krabbamein og „fékk nýja sýn á lífið". Hann lofaði bót og betrun enda breyttur maður eftir þessa lífs- reynslu. Halla varð ófrísk átta mán- uðum síðar. Maður hennar var kom- inn með góða vinnu og hún trúði að framtíðin yrði bjartari. Andlega of- beldið byijaði þó aftur eftír nokkurra vikna meðgöngu, öskur og hótanir. „Þá tók sig aftur upp í honum krabbamein sem hann hafði greinst með áður og hafði verið skorið í burtu. Hann þurftí að fara í lyfja- meðferð og í henni varð hann svo slappur að allt ofbeldi lagðist niður. Hann hefði einfaldlega ekki getað staðið í því og svo komst ég að því að ég gekk með tvíbura. Ég þuriti að leggjast inn á meðgöngudeild þegar Kða tók á meðgönguna vegna heils- unnar og hann var í meðferðinni á spítalanum. Þetta var góður tími hjá okkur þó að undarlegt megi heita," segir Halla og bætir við að á þessum tíma hafi hún trúað að ekkert nema tóm hamingja væri framundan. Þú veist að ég get drepið þig... Bömin fæddust, drengur og stúlka og Halla segir að þau hafi ver- ið svo upptekin og uppgefin fyrstu vikumar að ekki hafi komið til neinna barsmíða. En þegar lffið fór að ganga sinn vanagang fór hnefi eiginmannsins aftur á loft. „Það gat verið eitthvað mjög ómerkilegt, hvað h'tíð sem það var kostaði oft einhvers konar hrindingar og meið- ingar. Ég gætti þess að gera allt eins og honum líkaði best en dugði ekki til en kom oft í veg fyrir meiðingar. Ég þorði ekki að taka ákvörðun um eitt eða neitt, spurði hann hvort ég mættí þetta eða hitt. Það skiptí öllu máli að hann hefði stjóm á hlutun- um. Það kom samt stundum fyrir að við sátum og horfðum á sjónvarpið og allt var í besta lagi. Þá sneri hann sér kannski að mér og sagði: „Þú veist að ég get drepið þig ef ég vil og fengið samt forræði yfir bömun- um?“ Svona hélt hann mér í skrúf- stykki, við umgengumst sárafáa og þeim vinkonum mínum sem komu til mín sýndi hann fálætí eða jafnvel niðurlægði með athugasemdum. Ef hans vinir komu til hans áttí ég að draga mig í hlé, og j afnvel látíð að þ ví Uggja að hann skammaðist sín fyrir mig," segir hún og hana hryllir við minningunum og því lífi sem hún lifði. Bömin stækkuðu og ofbeldið fór að hafa áhrif á þau. Þau bjuggu við stífar reglur, máttu ekki vaka, urðu að klára matínn sinn og hegða sér í einu og öllu eins og faðir þeirra fyrir- skipaði. Halla segir að hún hafi þótt ótrúlega hljómi einnig verið föst á reglum sein oft vom aðeins reglur reglnanna vegna sem ekki höfðu neinn tilgang. Það hafi kostað það að bömin fengu ekki þá hlýju og um- hyggju sem þau verðskulduðu og öll böm þarfnast. Bömin urðu oft vitni að ofbeldinu þótt hún hafi oftast reynt að forða þeim inn í herber- bergi. „Allt þetta orsakaði það að þegar þau fóm á leikskóla gekk son- ur minn um lemjandi og berjandi allt og alla. Hvemig áttí annað að vera, pabbinn, fyrirmyndin hans, gerði það sama heima? Við vomm kölluð til og rætt var við okkur en grunur um að drengurinn væri of- virkur reyndist náttúrulega ekki á rökum reistur. Um svipað leytí vor- um við biðstofu læknis með bömin og dóttir mín tók bækling á borðinu og rétti pabba sínum. Á honum stóð: „Karlar til ábyrgðar - átak gegn of- beldi." Þar var fjallað um ofbeldi á heimilum og hægt væri fyrir menn að fara í meðferð gegn því. Hann leit á það að ómálga bam hans hafi rétt honum þennan bækling sem nokk- urs konar teikn og ákvað að fara í meðferð." Fór í ofbeldismeðferð Halla segir að mikið hafi lagast við það og hann hafi ömgglega verið í heilt ár ef ekki meira í meðferðinni. „Hann vildi sannarlega breyta sér, það fann ég oft en hann réð bara alls ekki við það. Meðferðin gerði hon- um gott en henni var því miður hætt vegna fjárskorts. Um leið fór allt í sama farið," segir hún og lff hennar hélt áfram að vera ferð í rússíbana, eins og hún orðar það. „Bömin vom farin að láta vilja sinn meira í ljós, farin að segja nei eins og böm gera og í loftinu lá að einn góðan veður- dag myndu þau fá hnefann. Tvisvar varð ég vimi að því og það var líka nóg. f lagi var að ég væri lamin en ég gat ekki lifað við að hann færi eins með bömin." Halla var orðin þunglynd og lifði ekki fyrir neitt nema börnin. Hún segir að það hafi oft læðst að henni sú hugsun að það væri ekki til neins að lifa áfram. Bömin hafi hins vegar komið í veg fyrir að hún gripi tíl ör- þrifaráða. „Ég gat ekki skilið þau eft- ir í höndum hans og látíð þau ganga í gegnum það sem ég hafði reynt. En ég vissi samt að ég yrði að binda enda á þetta einhvem veginn. Það var síðan fyrir hálfgerða tilviljun að ég slapp og bar þannig til að foreldr- ar mínir fóm utan en ég hafði alltaf lykla ef ég vildi fara heim til þeirra og nota pottinn í garðinum. Þau vissu að bömin höfðu gaman af því. Helg- ina eftir brottför þeirra tók ég sund- fötin okkar til og gerði mig og bömin klár til að fara. Þá varð hann allt í einu bijálaðör og sagði að ef ég færi þyrftí ég ekki að koma til baka og svo sparkaði hann í mjöðmina á mér. Bömin vom komin út í bíl og hann stökk þangað og sagði við þau að ef þau fæm með mér, fengju þau aldrei að sjá dótíð sitt aftur. Ég komst af stað með grátandi bömin og á leið- inni til foreldra minna hringdi hann til að segja mér að hann myndi fremja sjálfsmorð. Ég sagði honum að hans líf væri hans ábyrgð. Aftur hringdi hann og sagðist vera að kveikja í húsinu og ég svaraði því sama. Á þessu augnabliki vissi ég hvað gera skyldi. Ég ætíaði ekki að koma til baka og gerði það ekki." Fjárhagslega bundin honum Halla segir að í hönd hafi farið erfiður tími. Hún komst ekki heim til að ná í föt á bömin og hann var með hótanir og vildi ekki gefa eftir skiln- að. Halla var aðeins á örorkubótum sem vom verulega skertar vegna tekna hans. „Það má svo sannarlega koma fram hvemig það fer með sjálfsvirðingu öryrkja að lækka í launum í hvert sinn sem makinn hækkar. Maður verður alltaf minni og minni og sjálfstæði manns og virðing hverfur í samræmi við það," segir hún og bætir við að hún hafi lagt áherslu á að fá skilnað svo hún gætí áttað sig á hvað hún vildi og væri ekki lengur fjárhagslega bundin honum. Það er sérstaklega erfitt fyrir öryrkja að losna út úr ofbeldissam- bandi, því öryrkinn er fjárhagslega bundinn maka sínum þar til skilnað- ur að borði og sæng fæst. Öryrkinn þarf því að Ufa á smánarlegum upp- hæðum þar til búið er að ganga frá eignaskiptum, forræði og þ.h. „Mér fannst fjárhagslegt sjálfstæði algjört skilyrði til að geta tekið rétta ákvörð- un en ég var ekkert viss um hvað ég myndi gera. Hann brást hins vegar þannig við að hann gerði allt til að koma í veg fyrir að við skildum svo það var ekki aftur snúið," segir Helga. Liðin em þijú ár. íbúð þeirra var seld og Halla hefur komið sér vel fyr- ir í fallegri íbúð með bömin. Þau fara einn sólahring aðra hveija helgi til pabba síns og Halla segist alltaf vera með lífið í lúkunum á meðan. í byij- un árs vom þau hjá honum undir eftirlití en em nýlega farin að vera án þess. „Ég treystí honum ekki og ótt- ast að hann látí bitna á bömunum hvem hug hann ber til mín. Hann gerði það nokkur skipti að mgla þau með því að hringja í mig og æsa mig upp með ótrúlegum hótunum. Síð- an setti hann hátalarann á símann og hringdi aftur og eins og hann hafi aldrei sagt það sem hann sagði við mig fimm mínútum áður. Ég var eðlilega enn í uppnámi og hann lét bömin heyra „hvers lags manneskja marnma þeirra væri". Hann er svo útsmoginn við að reyna að gera mig tortryggilega í augum þeirra en ég h't svo á að hann sé sjúkur. Framkoma hans við annað fólk er hins vegar á aðra lund. Því er svo auðvelt að strá fræjum tortryggni og lygi og snúa hlutunum á þann veg að kannski það sé ég sem sé sjúk," segir Halla og játar að hún vildi helst af öllu að hún gætí slitíð öllum samskiptum við hann. Vil leggja mitt af mörkum Hún segir að hann fylgist með henni og hún heyri á börnunum að hann viti um alla hluti sem hún geri. Halla segist geta nefnt ótal dæmi en það sé til lítils. „Ég veit að það gæti kostað mig mikil vand- ræði að segja sögu mína fyrir opn- um tjöldum. Ég vil samt leggja mitt af mörkum til að allar þær konur sem búa við eitthvað svipað og ég, öðlist von og viti að það er hægt að ná sér út úr þessu helvíti á jörð að búa við ofbeldi. Maðurinn minn fyrrverandi drakk ekki áfengi. Það er ekki hægt að kenna því um. Þetta er einfaldlega hugur sjúks manns sem framkallar svona andlegt og líkamlegt ofbeldi. Þetta varaði í sjö ár. Síðan eru liðin þrjú ár og ég hef lokið mínu námi og vinn líttilega. Ég hef gert allt til að byggja mig upp með hjálp fjölskyldu og vina. En ég veit að það tekur mun lengri tíma að ná sér en þau sjö ár sem ofbeld- ið varaði," segir Halla yfirveguð og róleg. Hún er kona sem hefur þolað meira en nokkurn grunar en sýnt fádæmastyrk og þor með því að deila með lesendum nokkrum árum í lífi sínu. beigljot@dv.is I *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.