Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 Helgarblað DV Óperusöngkonan Hulda Björk Garðars- dóttir unir sér vel í eldhúsinu og leggur mikla áherslu á að fjölskyldan borði saman kvöldverð daglega. En í gær tók hún þátt í frumsýningu óperunnar „Tök- in hert,4< eftir Benja- min Britten. S Óperusöngkonan Hulda Björk „Við hjónir, elóum bæði. Við skipt- um p'.’i eftirpvi hvetnig hentar en reynurn að hafa það sem fgstan punkt að borða ói! saman." „Tökin Hert er bresk ópera eftir Benja- min Britten. Þetta er mjög áhugaverð saga. Við höfum verið að setja verkið á svið síð- ustu fimm vikur,“ segir Hulda Björk Garð- arsdóttir sem fer með hlutverk kennslu- konu í verkinu sem var frumsýnt í gær- kvöld. „Hlutverk kennslukonunnar er mikið og stórt hlutverk að takast á við," segir Hulda Björk og útskýrir fyrir óupp- lýstum blaðamanni að hún syngur lýrísk- an sópran. „Við erum til dæmis fjórar sópransöng- konur í verkinu. Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir, Hanna Dóra Sturludóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og ég. Við erum allar ólíkar sópransöngkonur með mismunandi sópr- an. Það eru nefnilega til mismunandi gerðir af sópran sem fer algjörlega eftir raddeiginleikum hvers og eins," útskýrir hún glöð í bragði. „Eldhúsið okkar er miðja heimilisins. Það er stórt, mjög rúmgott og gott pláss. Það er staðsett þannig," segir hún en neit- ar því hlæjandi að hún hefji upp raust sína í eldhúsi íjölskyldunnar. Hulda Björk eldar að eigin sögn. „Við hjónin eldum reyndar bæði. Við skiptum því eftir því hvernig hentar en reynum að hafa það sem fastan punkt að borða öll saman. Það er nauð- synlegt því við eigum einn ungling og svo einn lítinn líka. Það er mikið að gera hjá öllum og þess vegna er mikilvægt að við gefum okkur tíma að minnsta kosti einu sinni á dag til að sitja saman," segir hún og bætir því við að þrátt fyrir annir beri þeim að huga að börnunum en þau elda mest- megnis kjúkling eða lax. Við kveðjum Huldu Björk og þökkum henni fyrir gestrisinina. Þessi indæla söng- kona hefur nóg fyrir stafni þessa dagana og aðra helgina í desember syngur hún ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju sem hefur getið sér gott orð hér heima og er- lendis undir stjórn Harðar Áskelssonar þar sem flutt verður jólaoratoría. Nóg að gera hjá þessari hæfileikaríku söngkonu og ekki furða því hún er með einstaklega fallega útgeislun og rétt viðhorf til fjölskyldunnar og lífsins. elly@dv.is I Hansína „íslenskur 1 sunnudagsmatur er alveg \æði," segir Hanslna. „Við leitumst við að , endurvekja þessa nota- legu tilfinningu að geta komið á faUegan stað og borðað sunnudagsmatinn hennar mömmu eins og margir þekkja hann frá fyrri tíð,“ segir Hans- ína B. Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hótels Glyms í Hvalfirði sem býður gestum upp á sunnudagsmat sem þekktist á flestum heimilum á sunnudögum og gerir enn. Naut þess sjálf í æsku Af hverju sunnudagsmatur? „Eftir að við eldri systkinin fluttum að heiman og fórum að sjá um okkur sjálf, var farið heim tii mömmu og pabba til þess að fá svona mat á sunnudögum og það var alveg æðislegt," segir Hansína dreymin eins og flestir fslendingar því sunnudagsmaturinn er og verður án efa stór partur af fjöldskyldumenningu þjóðar- innar. Hansína B. Einarsdóttir rekur Hótel Glym í Hvalfirði. Hún býður nú gestum sínum upp á heimilismat að hætti mömmu en sjálf á hún margar minningar af sunnudagssteik- inni frá því að hún var barn. „Ég man líka eftir því sem barn, en þá var þessi matur oft- ast í hádeginu á sunnudögum, að nokkrum sinnum fengum við fisk, góðan, nýjan fisk því að bræður pabba voru á sjó og hægt að fá nýja soðningu sem fullorðna fólkinu þótti gott. En í minni minningu voru þetta alveg hræðilegir sunnudagar. Það læddist að manni sá grunur að nú væri alvarlega þröngt í búi þar sem ekki var hægt að bjóða upp á sunnudagssteikina." Glorhungraðir unglingar „Reyndar var það svo að mamma mín ákváð að færa sunnudagssteikina fram á mánudag eftir mjög slænta reynslu af okkur eldri systkinunum," segir hún hlæjandi og heldur áffam skemmtilegri frásögninni: „Við elstu bjuggum heima á meðan við vorum í skóla og á tímabili vorum við íjögur á aldr- inum 16-20 ára. Allir fóru að skemmta sér á laugardegi og svo þegar komið var heim aðfaranótt sunnudags vorum við auð- vitað glorhungruð. Ekki hægt að kaupa neitt matarkyns um miðja nótt enda ekki til peningar í það og þá var svo freistandi að steikja hrygginn eða kótiletturnar sem lágu þiðnar í vask- inum á meðan að við hentum gaman að því sem gerst hafði um kvöldið. Þessar átveislur okkar systkina voru ekki vinsæl- ar, hvorki hjá yngri systkinum né okkar foreldrum sem komu fram í eldhús og gripu í tómt. Svo mamrna tók bara þá ákvörðun að hafa eitthvað létt á sunnudagskvöldum en hafa steikina á mánudögum í staðinn." „Við leggjum álterslu á rólegheit svo fólk geti notið þess að gera sér dagamun og keyra hingað í Hvalfjörðinn," segir Hansína full af krafti og jákvæðri orku sent kentur alls ekki á óvart því hótelið er byggt á álfabyggð, með samþykki álfanna að sjálfsögðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.