Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 50
50 LA UGÁRDA GUR 22. OKTÓBER 2005' m®&æœssmv Fréttlr TtV Kúbudeilan hefst Á þessum degi árið 1962 tilkynnti John F. Kennedy, forseti Bandaríkj- anna, að bandarískar njósnavélar hefðu uppgötvað sovéskar bæki- stöðvar fyrir meðaldrægar kjarnaflaugar á Kúbu. Kjarriaflaug- arnar voru færar um að sprengja fjölmargar stórar borgir í Bandaríkj- unum, þeirra á meðal höfuðborgina Washington. I sjónvarpsávarpinu tilkynnti Kennedy að Bandaríkja- menn hygðust slá varðhring um Kúbu til að hindra að fleiri árásar- vopn Sovétmanna yrðu flutt þang- að. Bandaríkjamenn létu það jafn- framt í ljós að vera kjarnaflauganna á Kúbu yrði ekki látin óáreitt, þær yrðu að fara í burtu. Ef ekki með vilja Sovétmanna þá með herváldi. Næstu sex daga magnaðist spennan milli stórveldanna tveggja og allt leit út fyrir að stríð brytist út milli þeirra. Þann 26. október kom leiðtogi Sovétríkjanna, Nikita Khrus- bchev, fram með hugmynd að lausn deilunnar. Kjarnaflaugarnar á Kúbu skyldu vera teknar í sundur og flutt- ar aftur til Sovétríkjanna gegn því skilyrði að Bandaríkjamenn myndu ekki gera árás á Kúbu. Degi síðar I dag Á þessum degi 1962 John F. Kennedy Bandaríkjaforseti dlkynnir þjóðinni í sjónvarps- ávarpi að sovéskum kjarnaflaugum hefði verið komið fyriráKúbu. Kúbudeilan varhafin. bætti hann því hins vegar við að þar að auki þyrftu Bandaríkjamenn að fjarlægja kjamaflaugar sínar í Tyrk- árið 1253 brenndu Sturlungar bæinn Flugumýri í Skagafirði. í brennunni fórust 25 manns. Gissur Þorvaldsson leyndist í sýrukeri, komst undan og hefndi fyrir verknaðinn. landi. Kennedy Bandaríkjaforseti féll á skilyrðin og þann 28. október tilkynnti Khmshchev að kjarnaflaugarnar á Kúbu yrðu fjar- lægðar. Þar með var Kúbudeilunni lokið. Talið er að hætta á þriðju heimsstyrjöldinni hafi aldrei verið meiri en i Kúbudeilunni. Úr bloggheimum Talar dönsku eins og hálfviti Svo fylgdist ég spenntur með sjónvarpinu um kvöldið tilbúinn að sjá sjáifan mig gera mig að fífli. En viti menn það voru sýndar svona 5 sek- úndurafþessu viðtaii, ogþað varekki einusinni texti undir, sem siþýðir að ég hafi skilist. Afþessu öllu tel ég að danska handboltasam- bandið hlýtur að hafa séð viðtalið og hugsað:„Við getum ekki refsað þessum dreng, það er nóg refsing að hann talar dönsku eins og háiviti." Vignir Svavarsson - blog.central.is/svignir Vill krossfesta kynferðisafbrota- menn I dag var karlmaður á30. aldri dæmdur i 2 og hálfs árs fangeisi fyrir kynferðisbrot á dóttur sambýliskonu sinnar. Er þetta grin? Djöfulsins helvítis andskotans kjaftæði. J fyrsta lagi finnst mér að ^það eigi að dæma , svona menn í meira en I 2 og hálfs árs fangelsi. 1 Og i öðru iagi finnst mér sorgiegt að á meðan vinur minn Aron Pálmi sem hefur setið I fangelsi i Bandarlkj- unuml 10 ár fyrir að stinga typpi á strák i munninn á sér þegar hann var 11 ára, þá er réttarkerfið hérna aö dæma fulloröinn mann í fangeisi að mér finnst I stuttan tíma fyrir kynferðisbrot á stelpu í langan tlma. Djöfull er þetta fáránlegt! Það á að taka þessa kynferðisafbrotamenn og krossfesta þetta lið, láta þetta lið þjást. Boði Logason - bodi.mis.is Hefur alltaf rétt fyrir sér Ég hef alltaf rétt fyrir mér. Eins og margir alkahólistar og dópistar hefég tapað vin- ym vegna þessa sjúkdóms hefjafnvet ®hí/ssf vinnu vegna þessa sjúkdóms én samt bakka ég ekki, ég meina hversu illa stödd er ég?7 Þetta er sjúklegt og þar af leiðandi sjúkdómur, ráðiegg^ engum að leggja i að hrekja þessa futlyrð- ingu.Nei,okég hef nú slakað ansi mikið \ á I gegnum árin en þegarég varyngri varþetta ástandfá- ránlegt á tlmum þar sem ég til dæmis hélt þvi fram að Anouk, söngkonan, hefði verið i Snjóbrettabuxum i myndbandi við Nobody's wife þó það væri ansi augljóst að hún væri Ihelrifnum gallabuxum, tala dæmis ekki við þá gömlu vinkonu sem ég átti þetta heita rifrildi við. Rakel McMahon Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum andi stundar. Strákarnir óþolandi Hulda G. skrifar Það mætti halda að þeir sem stjórna dagskrárgerð Stöðvar 2 haldi að við áskrifendur séum vanþroska. Það mætti halda það því ekki getur sjónvarpsefni á við Strákana verið fýrir aðra en hálfvita. Það getur vel verið að drengirnir sem stjórna þessum þáttum hafi höfðað til ung- Lesendur linga sem horfðu á Popptíví á sínum tíma. Krökkunum fannst kannski gaman að því að sjá þessa þrjá menn gera sig að fíflum þó ég leyfi mér að efast um að allir unglingar séu hrifnir af þeim. En þegar þessir þættir em settir á mesta áhorfenda- tímann, rétt eftir fréttir þegar flestir em búnir að planta sér fyrir framan sjónvarpið eftir kvöldmatinn, þá finnst mér nóg komið. Hversu lengi á að nauðga okkur saklausum áskrifendum Stöðvar 2 með þessum þáttum? Það er ekkert uppbyggilegt við þessa þætti, ekkert skapandi, enginn húmor, ekki snefill af neinu sem kalla mætti listrænt. Meira að segja sviðsmyndin er fátækleg og fráhrindandi. Þættir þessara ágætu manna ganga eingöngu útá þá sjálfa, þeir em alltaf í aðalhlutverk- inu, meira að segja þegar þeir fá gesti. Þá þurfa þeir að fíflast á með- an gesturinn er að performera sitt atriði. Ég er ekki að setja persónu- lega útá þessa ágætu menn auk þess þekki ég þá ekki til þess. Ég er bara að koma á framfæri óánægju minni með þættina sem mér finnst vera alltof oft í viku. Ég get að sjálfsögðu slökkt á sjónvarpinu líka en þá get ég líka sagt upp áskriftinni að Stöð 2. Botna ekkert í Baugsmálinu Bjami hringdl Ég hef verið að velta þvf mikið fyrir mér hvemig staðan í þessu Baugsmáli sé. Ég botna hvorki upp né niður í þessu þrátt fyrir að reyna að fylgjast eins vel með og ég get. Ég er eiginlega farinn að halda að mað- ur þurfi háskólapróf til að eiga séns í að botna í þessu. Um daginn las ég frétt um að Hæstiréttur hafi vísað langflestum ákæruliðum frá. Þar með hélt ég að björninn væri unn- inn hjá Baugsmönnum. En þá tók við einhver sápuópera um nýjan saksóknara, Boga Nilssen. Hann sagði síðan af sér eftir að hafa fattað óvænt að hann var vanhæfur og svo í gær var skipaður nýr saksóknari. En hvað á þessi saksóknari eiginlega að gera fyrst það er búið að vísa flestum ákæruliðum frá? Er von að maður spyrji. Ég las nýlega úttekt á Baugs- hallast að því að það þyrfti að hafa málinu í DV sem hét _____________________slíka úttekt á tveggja vikna Baugsmálið fyrir byrj- Baugsmálið fyrir fresti' endur. Eg er farinn að byrjendur DVfór yfir Baugsmálið frá - - upphafítilenda. BAUGSMALIÐ t 11111« JEIUOUR Z- BAUGUR 6AUGU« GROUP I (7 Jk. Geir Ágústsson vill auka einka- væðingar og fækka opinberum stofnunum. Frjálshyggjumaður segir Verkfallsdagur kvenna Á mánudaginn ætla nokkrir kvenmenn að léggja niður störf og safiiast saman í mótmælagöngu í miðbænum til að sýna sig og sjá aðra. Tilgangurinn er víst sá að benda á að á mánudaginn hafi kon- ur í raun unnið fyrir árslaunum sín- um enda sé mikið launamisrétti á milli kynjanna á atvinnumarkaðn- um. TÚ að mótmæla því sé því við hæfi að hætta vinna. Margir at- vinnuveitendur þora ekki öðru en gefa kvenkynsstarfsmönnum sínum eftir vinnukröfuna í þessa tvo tíma sem verkfallið varir, og karlkyns- starfsmenn ætla víða að reyna fylla í skörð reðurlausra samstarfsfélaga sinna. í raun má því segja að íslendingar hafi eignast sinn fyrsta óþvingaða fiídag í áratugi, eða a.m.k. íslendingar af kvenkyni. Ljósi punkturinn í þessu stríði femínista við vindmyllur er nefni- lega sá að þótt verkfallsdagur kvenna sé byggður á röngum for- sendum, pólitískum áróðri af vinstrivængnum, gölluðum könn- unum og röngum túlkunum, að þá sést að þrátt fyrir allt er hægt að taka sér fri' í vinnunni án þess að beita ríkinu sem millilið. Er ekki ágætt að vita til þess stundum, í öllu þessu flóði orlofs- daga, veikindadaga, trúarlegra frí- daga, verkalýðsdaga og sjómanna- daga, að sumt gemr enn haldist sem samkomulagsatriði milli at- • vinnuveitanda og launþega? FRtTTABLAÐIt IL iímé I jkrlítifþiJ Vill efla umræðu um sorgarviðbrögð „Sorgin er alltaf mjög einstak- lingsbundin reynsla en þó eru marg- ir sameiginlegir þættir sem er hægt að deila með öðrum," segir Guðlaug HelgaÁsgeirsdóttir sem hélt erindi á vegum samtakanna Nýrrar dögunar í fyrradag. Þar fjallaði hún um sorg- ina þegar dauðinn nálgast og hvem- ig fólk byrjar sorgarferlið við þær að- stæður. „Það eru mjög skiptar skoðanir meðal manna um hvort í raun sé hægt að undirbúa fólk undir sorg þegar vitað er að fjölskyldumeðlim- ur sé dauðvona. Við vitum þó að miklar tilfinningar koma upp á yflr- borðið og umræður fara í gang. Oft er raunin sú að fólk með ólæknandi sjúkdóma opnar sig meira og talar við fjölskyldu sína hreint út um hlut- ina. Jafnvel tekur fólk þátt í að undir- búa praktísku hluúna eins og hvaða sálma á að syngja og hvernig kistu- lagning og jarðarför eigi að fara fram." Guðlaugu Helgu finnst það vel að fslendingar séu að opna sig meira tilfinningalega varðandi dauðann. „Það hefur verið of ríkt hjá okkur ís- lendingum að bera harm okkar í hljóði. Það hefur verið mikil og góð breyúng til hins betra og því er kannski áðallega að þakka samtök- um eins og Ný dögun. Það eru gífur- legar breyúngar á högum fjölskyld- unnar sem eiga sér stað þegar einn meðlimur hennar er dauðvona. Oft er beúa að leita til annarra til að léúa „Þá kemur fjölskyldan alltafí fyrsta sæti." á hjarta sínu og fá aðstoð,“ segir Guðlaug Helga. „Fólk sem veit að það stendur fyrir dauðanum viH oft léúa á sér gagnvart sínum nánustu. Mér finnst líka vert að nefna frábært starf heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins og hjúkrunarþjón- ustu Karitas,'* 1 segir Guðlaug Helga og bendir á að þar sé verið að vinna merkt og gott starf. „Það skiptir mestu að gæða hverja stund með innihaldi og njóta dagsins til hins ýúasta."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.