Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 16
T6 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 Sport DV Marel kominn til Blika Marel Baldvinsson skrif- aði í gær undir þriggja ára samning við lið Breiðabliks í Landsbankadeild karla. Marel er að koma heima eftir atvinnumennsku í Noregi og Belgíu en hann skoraði 6 mörk í 15 leikjum með Blikum í efstu deild á árunum 1999-2000. Marel fór til Stabæk á miðju sumri 2000 og lék þar þijú tímabil eða þar til að hann samdi við belgíska liðið Lokeren. Erfið meiðsli hafa haldið honum frá knatt- spyrnuvellinum undanfarið ár ákvað Marel sem er 25 ára gamall að koma heima og ganga til liðs við sína gömlu félaga í Breiðabliki. Það er ljóst að koma hans er mikiÚ liðsstyrkur fyrir nýliðanna sem unnu 1. deildina með glæsibrag í sumar. ión Arnór í beinni í kvöld Jón Arnór Stefánsson skoraði 10 stig á 30 mínút- um í 80-87 tapi Carpisa Napoli fyrir Angelico Biella í 4. umferð ítölsku úrvals- deildarinnar í körfubolta. Jón Arnór nýtti 3 af 5 skot- um sínum og öll 4 vítin og var með 2 stoðsendingar og 1 frákast. Jón Arnór verður aftur í eldlínunni í kvöld þegar Napoli tekur á móti Clima- mio Bologna á heimavelli en sá leikur verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni SkySports2 fyrir þá sem hafa aðgang að henni. Leik- urinn hefst klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Hörður reynir sighjá AIK Keflavíkingurinn Hörður Sveinsson er á leið til Sví- þjóðar þar sem hann reynir sig hjá sænska úrvalsdeild- arliðinu AIK. Hörður sem var valinn efnilegasti leikmaður Landsbanka- deildarinnar í sumar og hlaut að auki brons- skóinn fyrir þau níu mörk sem hann skoraði í deild- inni síðasta sumar. AIK féll i fyrra en kom upp strax aftur og er að byggja upp nýtt lið og því gæti Keflvíkingurinn ungi orðið hugsanlegur framtíðarmaður. Hörður vakti mikla athygli í 4-1 sigri íslenska 21 árs lands- liðsins á jafnöldrum sínum frá Svíþjóð á dögunum. Hörður skoraði fyrstu tvö mörk íslenska liðsins í leiknum en hann varð í sumar einnig fyrsti íslend- ingurinn til þess að skora fernu í Evrópuleik. Þórður Guðjónsson knattspyrnu- farin ár og segir hann í samtali maður er á leiðinni heim eftir 13 við DV Sport að hann hlakki til að ár í atvinnumennskunni Hvorki hefur gengið né rekið hjá honum undan- koma heim og byrja að leika knattspyrnu á ný. Hann er helst orðaður við FH. Þórður Guðjónsson Sróð sig vel með landsliðinu þegar hann spilaði með þviþrátt fyrlr að hafa átt mis- jöfnu gengi að fagna sem atvinnu- maður i knattspyrnu. Þórður Guðjónsson hefur upplif- að flest sem knattspymumaður getur hugsanlega lent í á sínum ferli, að eigin sögn, og sjálfsagt gott betur. Honum hefur oftar en einu sinni ver- ið útskúfaður úr liði sínu og verið hampað sem hetju af stuðnings- mönnum sínum. Hann hefur unnið titla og verið valinn leikmaður ársins en hefur lfka mátt sætta sig við bekkj - arsetu eða jafnvel stúkusæti hjá miðl- ungsliðL En hann horfir fram á nýtt upphaf á íslandi efúr þrettán ára vem erlendis. „Ég hafði hugsað mér að taka mér vikntfma f að hugsa mín mál og taka ákvörðun um með hvaða félagi ég ætla að spila," sagði Þórður í samtali við DV Sport í gær. Hann er helst orð- aður við fslandsmeistara FH enda myndi hann passa vel inn í þann hóp, rétt eins og f hvaða lið sem er á fs- landi. KR, Valur, ÍA, Pyikir og í raun öll lið á íslandi myndu vilja hafá Þórð í sínum röðum og hefur hann verið orðaður við öll þessi lið. En FH hlýtur að vera líklegasti kosturinn enda þarf hann ekki að horfa nema til Auðuns Helgasonar og Tryggva Guðmundssonar. Báðir vom þeir í samskonar stöðu fyrir ári síðan og Þórður er nú en báðir unnu þeir sér sæti í landsliðinu með góðri frammistöðu í íslandsmótinu með liði FH. Þórður segist ekki útiloka neitt hvað varðar landsliðið og gefur ennkostásér. „Ég ætla mér að standa mig heima og það er mikil tilhlökkun f mér að takast á við fslenska fótboltasumarið. Ég hef einnig alltaf haft mikinn mem- að fyrir því að spila fyrir íslenska landsliðið og útiloka ekki endurkomu mína í íslenska landsliðið. Nú er kominn nýr þjálfari og framtfðin verður að leiða það í ljós." Þórður segir að hann muni koma til með að eiga heima á Akranesi en það hafi ekki endilega neitt að segja um með hvaða liði hann spilar. „Við festum kaup á húsnæði á Akranesi og þar munum við koma til með að búa. Það útilokar þó engin lið á höfuð- borgarsvæðinu í mínum huga enda er mjög stutt að fara." Miklar sveiflur Þórður fór út eftir að hafa orðið markahæsti maður fslandsmótsins 1993. Hann skoraði nítján mörk og jafiiaði þar með markametið fræga. Hann var í fjögur ár með Bochum í Þýskalandi sem flakkaði milli deilda allan hans tíma þar. Þaðan var hann seldur til Genk í Belgíu þar sem hann sló í gegn, var lykilmaður í liði sem vann titia og náði frábærum árangri. Það var þótti því stórfrétt þegar að Þórður var seldur fyrir fúlgu fjár til Las Palmas á Spáni þar sem harín átti að slá f gegn f stórri deild. Ekkert varð úr því, né heldur þegar hann var lán- aður frá Spáni til Derby árið 2001 og svo Preston North End ári síðar. Hann var að lokum seldur aftur til Bochum þar sem hann fékk þó að- eins að spila, en ekki nærri því nóg. Snemma á árinu gekk hann tfl liðs við Stoke þar sem hann hefur ekkert fengið að spfla. „Ég hef upplifað ansi margt á mín- um ferli," segir Þórður. „Ég held að ég hafl fengið flest allar hliðar og útgáfu af atvinnumennsku sem til eru. Það hafa verið miklar sveiflur á mfnum ferlL Þetta er núna annað tímabilið hjá mér þar sem ég hef nánast ekkert fengið að spila. Ég kem ekkert til með að spila með Stoke í ár sem gerir það að verkum að ég kem tfl leiks á ís- landi óþreyttur og enn grimmari fyrir vildð." Boskamp seldi míg frá Belgíu Þórður segir að Johan Boskamp, þjálfari Stoke, myndi sennflega ekki nota sig þó svo að varla væm ellefu menn leikhæfir í liðinu. „Ég þekki þennan mann það vel," sagði Þórður en þeir hafa áður unnið saman, þeg- ar Þórður var á mála hjá Genk. „Hann gat ekki annað en að nota mig mikið f Belgíu en þetta er jú þjálfarinn sem seldi mig frá Belgíu," bendir Þórður á og af máli hans má ráða að ákvörðun Boskamp hafi ekki komið honum á óvart „En þetta vom vissulega mikil vonbrigði enda hafði ég spilað alla leikina á undirbúningstímabilmu og mér fannst ég vera að kominn í mitt gamla form. Þetta var að því leytinu til vissulega mfldð reiðarslag." Þórður á að baki 58 leiki með ís- lenska landsliðinu og hefur skorað í þeim þrettán mörk Hann hefur verið einn besti hægri kantmaður sem ís- land hefur átt undanfarin áratug og vonandi að hann nái að finna sitt fyna leikform á nýjum vettvangi. eirikurst@dv.is iM Maikel López, þjálfari spænska körfuboltaliðsins CajaCanarias: Eltingarleikur Hið unga lið Hauka ienti í erfiðleikum gegn atvinnumannaliði CajaCanarias en þjálf- ari spænska liðsins sér bjarta framtíð hjá Haukum. Kvennalið Hauka steig stórt í sögu íslensk körfubolta þegar liðið spilaði fyrsta Evrópuleik íslensks kvennaliðs á Ásvöllum á fimmtu- dagskvöldið. Haukaliðið gerði ágæta hluti í fyrri hálfleik, lenti reyndar 0-7 undir eftir 2 mínútur en hékk í spænska liðinu og í hállfeik munaði 15 stigum á liðunum, staðan var 38- 53 fyrir CajaCanarias. Spánverjarnir skomðu hinsvegar 15 fýrstu stig seinni hálfleiks og þegar þriðji leik- hluti var hálfnaður var CajaCanarias komioð með 35 stiga forskot, 40-75 og eftir það var leikurinn formsatriði fýrir þær að klára. Kesha Tardy var best í liði Hauka með 20 stig en Hel- ena Sverrisdóttir var með 15 stig, 9 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Jel- ena Jovanovic fann sig hinsvegar ekki í sínum fyrsta leik og var aðeins með 7 stig á 30 mínútum. „Haukaliðið er rosalega ungt lið og það verður gaman að sjá til þeirra eftir nokkur ár þegar þær em búnar að fá að vaxa og dafna og sækja sér meiri reynslu. Það er greinilega metnaður í Haukum og ég er viss um að Haukaliðið getur orðið gott lið í framtíðinni," sagði Maikel López, þjálfari spænska körfti- boltaliðsins CajaCanarias eftir 39 stiga sigur á Haukum í fyrsta leik lið- anna í Evrópubikarkeppninni. „Ég er aldrei fyllilega ánægður með leik míns liðs en get alveg verið sáttur við úrslitin. Við emm bara rétt að byrja og þurfum að slípa betur okkar leik. Næst er leikur gegn Barcelona í deildinni á laugardaginn," sagði Lopez. Næsti leikur Haukastúlkn- anna er gegn franska liðinu Pays D’Aix Basket 13 á útivelli í næstu viku. „Þetta er erfiður riðill og franska liðið er mjög sterkt. Við mættum hinum liðunum í okkar riðli í keppninni í fyrra en þau hafa bæði styrkt sig fyrir tímabilið. Franska liðið spilar fast og keyrir mikið upp hraðann og þetta verður því örugglega strembinn leikur fyrir Haukanna.” ÞAÐ VERÐUR GAMAN AÐ SJA HAUKA- STELPURNAR EFTIR N0KKURÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.