Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 Helgarblaö DV f * 4 * -B *' m* # « % $jMj/*tiuucicuina <t Unnur Pálmarsdóttir ifkamsræktarþjálfari er háö papya bodybutt- erkreminu. Fjórir augnskuggar frá Bodyshop „Þessa augnskugga sem heita shimmercubes er ég búin að eiga í 2-3 ár. Þeir eru ótrú- lega drjúgir og ég nota þá mikið bæði íyrir dag- og kvöldförðun. Þetta besta við þá er að hægt er að taka einn úr og taka með sér út.“ Papaya bodybutter frá Bodyshop „Þetta krem nota ég bæði kvölds og morgna og hef gert í mörg ár. Það er frábært í kuldanum og svo notaði ég það líka sem „aftersun" á Kanarí." Bleikur varagloss frá Bodyshop „Þennan nota ég dagsdaglega og finnst hann æðislegur enda er ég mjög hrifin af bleikum lit. Ef ég er að fara eitthvað út þá set ég varablýant í dekkri tón og svo glossinn ofan á. Það besta er að hann þurrkar ekki varimar." Naglalökk frá Bodyshop „Þessi naglalökk vinna vel saman. Ann- að er glært en hitt er litað. Það glæra er næring og maður setur það á fyrst og svo litinn. Ef maður vill gera þetta almennilega þá setur maður eina glæra umferð yfir að lokum. Mér finnst áríðandi að vera með vel snyrtar neglur og þess má geta að lakkið er fljótt að þorna." C -vítamín andlitssprey frá Bodyshop „Ég er alveg háð þessu spreyi og hef farið í gegnum noklaar dollur. Maður úðar því framan í sig til að endur- næra þreytta húð og það skiptir engu hvort það er gert yfir eða undir málningu. Ef ég er mjög þreytt í fótunum þá nota ég það stundum á þá líka." Unnur Pálmarsdóttir líkamsræktarþjálfari er sannkölluð athafnakona. Nýlega stóð hún fyrir ráðstefnu um heilsu og llkamsrækt sem gekk vonum framar. Hún kennir Ifkamsrækt á Nordica Spa og World Class Laugum auk þess að vera sest á skólabekk. „Ég stunda nám við fþróttaakademíuna í Háskólanum í Reykjavík. Kennslan ferfram í Reykjanesbæ f nýbyggðu húsi og það er rosalega gaman f skólanum," segir Unnur hress og kát. Unnur passar sig alltaf á að vera vel til fara og málar sig daglega en hún kaupir allar sínar snyrtivörur f Bodyshop sem er uppáhaldsbúðin. Eftirlætið hennar er papaya bodybutter kremið sem hún setur á sig á hverjum degí. Athafnakonan Sólveig Hólmarsdóttir leirlistarkona rek- ur eigin vinnustofu þar sem hún býr til skúlptúra af ýmsu tagi, en sérsvið hennar eru álfaskúlptúrar. Hún segir list- sköpun krefjast mikils aga og tekur listina eins og hverja aðra vinnu en situr ekki og bíður eftir uppljómun. Sólveig Hólmars- v H 1 dóttir Rekureigin m vinnustofu þar sem ^ ’-'J húnsinniríistsköpun, 1 en listmuni sina selur 1 \ | hún í GalleríFold. Sé alvöpu ölf Sólveig ætlaði alltaf að verða listamaður en fannst hún ekki hafa nægilegt ímyndunarafl í teikning- una og þess vegna varð þrívíddin fyrir valinu. “Þrívíddin hentar mér miklu bet- ur,“ segir Sólveig. „Það byrjaði þannig að ég var að leira með litlum krökkum og þegar þau fengu nóg fór ég að leika mér með leirinn. Ég fann mig algjörlega í þessu og fór að kaupa mér leir og prófa mig áfram. Það endaði með að ég fór til Koggu á Vesturgötunni og bað hana að taka mig sem lærling, sem hún og gerði." Sólveig var í læri hjá Koggu í fimm ár samtals en fór í millitíðinni til Ítalíu og Spánar. „Ég byrjaði á að fara til Ítalíu en var ekki nógu vel undirbúin og komst ekki inn í skóla þar. Ég fékk hins vegar vinnu á renniverkstæði sem var fín reynsla. Ég kom svo heim eftir hálft ár og fór aftur að vinna hjá Koggu, en sótti um þrjá skóla á Spáni og undirbjó mig mun betur. Ég fékk inngöngu í tvo en það var Barcelona sem heill- aði mest svo ég fór þangað og lauk nárni úr leirlistardeild Escola Nass- ana í Barcelona árið 1990. Sólveig heillaðist líka af mósaíkinni á Spáni en það var meira fyrir tilviljun en að hún hefði áhuga á mósaík. „Ég var að taka þátt í sýn- ingu en komst ekki inn á verkstæði til að vinna með glerunginn og til að redda mér notaði ég mósaík í verkin. Ég hef haldið mig við mósaíkina síð- an." Sólveig hefur sérstakan áhuga á álfum og verk hennar bera þess merki. Hún segir það enga tilviljun því þegar hún var 24 ára hitti hún al- vöru álf sem hefur verið tengdur henni síðan. "Hann bauð mér að skoða inn í húsið sitt þar sem hann var með fullt af ótrúlega fallegum listaverkum úr blómum," segir Sólveig og lýsir álf- inum sem litlum, ófríðum karli. „Hann var með svart hár og talaði ekki mikið en sagðist myndu vera með mér í framtíðinni," segir Sól- veig. „Fólki finnst kannski skrýtið að ég hafi hitt áif en listamenn eru næmir og oft svolítið skrýtnir. Ég trúi að sjálfsögðu á álfa og hef mikinn áhuga á andlegum málefnum. Það er svo margt sem augað ekki sér og ég finn alltaf fyrir nærveru hans." Sólveigu finnst erfiðast við eigin atvinnurekstur að koma sér á fram- "Hanrt bauð mér að skoða inn í húsið sitt þar sem hann var með fullt afótrúlega fal- legum listaverkum úr blómum færi, en það hefur lagast. Hún hefur haft mikið að gera, haldið sýningar hjá Sævari Karli, hannað verðlauna- grip fyrir Kaffitár í samkeppni um besta kaffibarþjóninn og jafnt fs- lendingar sem údendingar hafa heillast af verkum hennar. “Nú er ég með hreint borð eftir síðustu sýningu og er að byrja á nýj- um verkefnum sem er mjög spenn- andi og ég hlakka mikið til. Ég get þakkað það frábærum sambýlismanni að ég get helgað mig listinni, íjárhagslega gengi þetta ekki annars. Þetta er mikil vinna og engin leið að lifa á þessu meðan maður er að skapa sér nafn og kynna sig, en það er allt að breytast." Tuttugu og eitthvað-krísan er staðreynd. Árin milli tvítugs og þrítugs sem áttu að vera konum ár óþrjót- andi möguleika og nýrra tækifæra eru að snúast upp í andhverfu sína og breytast í tímabil fullt af áhyggjum og efasemdum. Ungar konur að kikna í bókinni Quarterlife Crisis: The Unique Challenges of Iife in Your Twenties íjalla rithöfúndamir Alex- andra Robbins og Abby Wilner um þetta tímabil í lífi ungra nútíma- kvenna Þær komast að þeirri niður- stöðu að ungar konur í dag séu dauþreyttar á að vera allt f öllu all- staðar og upplifi tækifærin ekki leng- ur sem frelsi heldur óbærilegan þrýsting. Kröfur vestræns samfélags til ungra kvenna, svo og kvennanna sjálfra til sín, hafa breyst frá því síð- asta kynslóð var að alast upp. Sem aldrei fyrr er ætíast til þess af imgum konum að þær höndli allt milli him- ins ogjarðar. Gott starf er ekki lengur nóg, starfið verður að bjóða upp á starfsframa og vera vel launað, spennnandi og glamúrus. Það má þó ekki vera það krefjandi að ekki sé tími fyrir æsispennandi félagslíf og uppákomm. Þá em nokkrir mjög nánir vinir bráðnauðsynlegir að ógleymdu fullkomnu sambandi við fullkominn mann. í millitiðinni verður lfka að djöflast í líkamsrækt- inni því konur eiga að vera aðlað- andi, kynþokkafullar og í fanta fínu foimi. Höfúndar bókarinnar ráðleggja ungum konum að snúa blaðinu við hið snarasta áðm en þær brenna út Sniðug aðferð sé að ímynda sér lff sitt eftir tuttugu ár og skoða hvar maðm vill vera staddm þá. „Skrifaðu niðm listayfir allt það sem þér finnst mikilvægt að hafa áorkað á þeim tímapunkti," stendm í bókinni. ,AUt frá því að læra eitthvaö nýtt um sauma eða vín Konur milli tvítugs og þrí- tugs eru að kikna undan álagi og vita ekki hvar þær eiga að púsla sér inn í heildarmyndina. ' tilþessaðhafebúiðífram- í andi landi. Bættu á listann 1 vikulega og reyndu að . finna út hvað er þér mikil- vægt. Markmiðið er ekki að skrife 1 niðmþaðsemþúættiraðhafegert heldur það sem þú vildir hafe gerL" Höfundamir segja mikilvægt að byija sem allra fyrst á þessum lista og haga svo lífi sínu í samræmi við það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.