Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 43
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 43 Þjóðleikhúsið hef- ur hafið sýningar á Sölku Völku eft- ir Halldór Lax- ness. Sjaldan hef- ur efniviðurinn átt jafn mikið er- indi í umræðunni og nú þegar fréttir af fórnarlömbum níðinga dynja á okkur. Salka Valka fjallar öðru fremur um stúlku sem er misnotuð. Hún er svívirt og brotin niður en andi hennar rís samt upp og Salka verður á endanum fullþroska og sterk kona. DV lék forvitni á að vita hvernig Salka Valka nútímans sæi heiminn og hvernig hún færi að því að rísa upp og verða að sterkri konu. Því höfðum við sam- band við nokkrar sterkar og frábær- ar konur sem lagt hafa sitt á voga- skálirnar svo sag- an um Sölku Völku hætti að endurtaka sig á ís- landi. Svava Björnsdóttir Segir fólk lengi hafa lokað augun fyrir þessari hræðilegu staðreynd. Thelma Ásdísar- dóttir Thelma er töffari, rétt eins og Salka Valka. Saga Thelmu erkomin út á bók - Gerður Kristný skráði - og þykir ekki siðri lesn- ing en Salka Valka. Fékk heilar fjórar stjörnur frá gagn- rýnenda DV. Birnu Söru hlakkar til að sjá Sölku FINNA TIL SAMKENNDAR MEÐ Alexía Nótt segir Sölku hafa verið hörkukonu Svava Bjornsdottir hjá samtökunum Blátt Afram hefur sjálf reynslu af kynferðislegri misnotkun KYNFERÐISLEG MISNOTKUN VARTABÚ HVER ANNARRI Birna Sara Steindórsdóttir Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að Birna Sara gat talað opinskátt um sín mál. „Ég hef hvorki lesið Sölku Völku né séð leikritið en það væri gaman að sjá þessa upp- færslu hjá frænku minni Eddu Heiðrúnu," segir Birna Sara Steindórsdóttir sem þekkir þau áhrif sem kynferðisleg misnotk- un hefur á þá sem fyrir því verða. Birna Sara er ekki í vafa um að sú misnotkun sem hún varð fyrir hafi markerað hana fyrir lífstíð. Nokkuð er síðan hún fór að vinna í sjálfri sér og byggja sig þannig upp að sárin á sál hennar gréru. „Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að ég gat farið að tala eðlilega um mína sáru reynslu og hef fundið markviss- an árangur síðan. Ég á þó langt í land og dett oft langt niður. Ég rek mína vanlíðan til þessa at- viks sem ég varð fyrir á barns- aldri," segir Birna Sara og segist ekki í vafa um að þær konur sem hafi verið misnotaðar kynferðis- lega finni til samkenndar með „Ég las Sölku Völku fyrir langa löngu og hef ekki gefið mér tíma til að lesa hana aftur," segir Thelma Ásdísardóttir sem var misnotuð ásamt systrum sínum af föður sínum, eins og segir í ný- útkominni bók. Thelma segist ekki hafa velt misriotkun Sölku neitt sérstak- lega fyrir sér þegar hún las bók Halldórs Laxness á sínum tíma. Enda var hún ekki farin að vinna það mikið í sínum málum að hún fyndi samhljóm með Sölku Völku. „Ég man ekki til þess að hún hafi verið sérstakur áhrifavaldur í mínu lífi en Salka var náttúrulega mikill töffari og sterk kona. Á þeim tímum sem hún átti að vera uppi skar hún sig úr fjöldanum. Konur eins og hún voru ekki á hverju strái,“ segir Thelma og reiknar með að hún fari og sjái sýninguna sem hún telur allra gjalda verða. „En það er ekki leiðum að líkja að vera l£kt við Sölku Völku og það getur hver kona verið upp með sér vegna þess,“ segir Thelma og hlær. Salka er sprelllifandi og fullgild í samtimanum en ég hef ekki séð leik- ritið en las bókina fyrir mörgum mörgum árum,“ segir Svava Bjöms- dóttir, hjá samtökunum Blátt áfram. Hún segist hafa borið mikla virðingu fyrir Sölku og þó að hún hafi mátt þola kynferðislega misnotkun sé staða þeirra ólík. „Sagan um Sölku Völku er sveipuð ákveðinni rómatík þrátt fyrir að hún hafi þolað mis- notkun þá var aidrei talað um það sem megin þema bókarinnar. Það hefur breyst og nú í þessari upp- færslu er lögð mikil áhersla á þá reynslu Sölku. Þegar ég las þessa bók fýrir þrjátíu árum þá var kynferðisleg misnotkun svo mikið tabú. Menn héldu að slík voðaverk gerðust ekki í veruleikanum, aðeins í bókum og ég held að fólk hafi lokað augunum fyr- ir slíku. Því er það svo stórkostlegt að konur skuli koma fram og ræða reynslu sína og með því opna fyrir þessa umræðu. Gott dæmi er bók Thelmu sem er að koma út en það er ótrúlegt hvað hún hefur unnið sig vel frá sinni reynslu. En það eru áræðanlega margar Sölkur til í Reykjavík," segir Svava. „Ég hef ekki lesið Sölku Völku en eftir því sem ég best veit er Salka hörku kona og ekki leiðum að líkjast," segir Alexía Nótt en hún ólst að hluta til upp úti á landi þar sem hún lenti í klóm níðings sem var henni nákominn. Þessa dagana dvelur Alexía á sjúkrahúsi efúr að hafa slegið nið- ur. Hún hefúr barist við geðklofa lengi. Að sögn Alexíu er geðklofi viðvarandi sjúkdómur sem er ólæknandi en að hægt sé að halda honum niðri með lyfjum. hverri annarri. Því muni hún ar hún kynnist henni og verði vafalaust skilja Sölku Völku þeg- vitni að hennar sögu. „Það var gerð breyting á lyfj- unum mínum um páskana og ég hef tvisvar veikst eftir það en áður hafði ég verið góð í mörg ár,“ segir Alexía en hvort hægt sé að líkja henni við hina einu sönnu Sölku Völku eða ekki, eiga þær alltént samhljóm í þeirri reynslu að hafa verið misnotaðar ungar og komist til manns eigi að síður. Alexía Nótt Alexia breytti nafni sinu, rétt eins og Salka Valka sem hétSalvör Valgerður Jónsdóttir. Thelma Ásdísardóttir segir Sölku Völku töffara ÞAÐ ER EKKILEIÐUM AÐ LÍKJAST MISNOTAÐAR EN KOMUSTTIL MANNS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.