Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2005, Blaðsíða 4
4 LAUCARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Kirkjan kem- urtil hjálpar Hjálparstarf kirkjunnar hefur ákveðið að senda tuttugu þúsund bandaríkja- dollara, sem er jafnvirði 1,2 milljónum íslenskra króna, til hjálparstarfs á vegum Ai- þjóða neyðarhjálpar kirkna á hamfarasvæðinu í ind- verska hluta Pakistan. Ætl- unin er að útvega tíu þús- und fjölskyldum, eða um sjötíu þúsund manns, að koma sér upp skýlum til bráðabirgða. í Pakistan fá um fimmtán þúsund íjöl- skyldur matvæli og efni til að koma sér upp skýlum. Mikil neyð ríkir nú á svæð- inu eftir að jarðskjálfi 7,6 á Richter reið þar yfir þann áttunda október. Tóku Ólaf í út- varpsviðtal Nemendur í fjölmiðlun við Flensborgarskól- ann fannst þau heldur betur dott- ið í lukkupottinn þegar herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands og eiginkona hans frú Dorrit Moussaeff komu í opinbera heimsókn í skól- ann í gærdag. Nemendurn- ir voru ekki lengi að kippa Ólafí inn í stúdíó þar sem hann var tekinn í viðtal í Útvarp Flensborg. Fjöl- miðlamenn framtíðarinnar hika greinilega ekki við að grípa gæsina þegar hún gefst, jafnvel þótt sú gæs sé sjálfur forsetinn. Duftkervið Perluna Nú standa yfir miklar framkvæmdir í svonefndri Leynimýri stutt austan við Perluna. Árið 2001 fengu Kirkjugarðar Reykjavíkur- prófastsdæmis lóðarúthlut- un á svæðinu og hyggjast koma þar upp fallegum duftkerjagarði. Skipulag og hönnun svæðisins tók mið af því að duftgarðurinn verði nýttur í áföngum væntanlega á mörgum ára- tugum. Búist er við að vígsla garðsins fari fram eftir um þrjú ár samkvæmt upplýsingum KRPD, en að- alframkvæmdir fara fram næstu tvö ár. . Guðný Halldórsdóttir gagnrýnir Baltasar Kormák harðlega og sakar hann um full- komið aðgerðarleysi í málefnum framleiðendafélagsins SÍK þar sem hann gegnir formennsku. Hún fer fram á afsögn. Baltasar segir sjálfsagt að Guðný taki að sér formennsku telji hún sig geta gert betur - en ýmislegt sé þó í pípunum. Guðný Halldórsdóttir Hefur sent félögum sín- um ISÍK harðort bréf þar sem hún gagnrýnir stjórnina mjög og fer fram á afsögn hennar. Ólga er nú meðal kvikmyndagerðarmanna en Guðný Halldórs- dóttir kvikmyndagerðarmaður sendi nýverið félögum sínum í SÍK bréf þar sem hún segir ekkert upplýsingastreymi frá stjórn félagsins og það að kvikmyndaráð hafi ekki hist sé skandall. Ari Kristinsson sagði af sér formennsku í SÍK fýrir tæpu ári og tók Baltasar Kormákur við af honum. Guðný dregur hvergi af sér í bréf- inu sem hún sendir félögum sínum. Hún segir lömunina í félaginu óaf- sakanlega. „Stjóm SÍKverður að hafa þá sjálfsgagnrýni að segja af sér hið fýrsta, því aldrei höfum við haft jafn lélega stjóm og nú,“ segir Guðný í bréfinu. Hún segir að upplýsinga- streymi ffá stjóminni sé „akkúrat núll" og það að kvikmyndaráð hafi aldrei hist sé skandall. Enginn sé að móta stefnu og enginn viti neitt. Til marks um skort á upplýsingastreymi hefur heimasíða SÍK ekki verið upp- færð ffá því 23. aprfl árið 2003. Félagið vængbrotið fjárhagslega Framleiðendafélagið SÍK er sam- band íslenskra félaga og fyrirtækja, sem ffamleiða allar tegundir kvik- mynda. Tilgangur félagsins er að efla íslenska kvikmyndagerð, gæta hags- muna og réttar kvikmyndaframleið- enda auk þess að stuðla að dreifingu íslenskra kvikmynda. „Félagið er svo vængbrotið fjár- hagslega að ekki hefur verið hægt að kosta mann til að halda utan um heimasíðuna. Og sjálfur kann ég ekki mikið á svona vefsíður," segir Baltasar Kormákur aðspurður um hvemig það megi vera að heimasíðan hafi ekki verið uppfærð nú í tæp þrjú ár. Baltasar hefur borist bréf Guðnýj- ar sem og öðrurfi félagsmönnum. Pirringur innan stéttarinnar Samkvæmt heimildum DV em fjölmargir innan SÍK sem vilja taka undir með Guðnýju og telja að félag- ið mætti vera virkara. Helstu verkefni SÍK em að beijast fyrir hagsmuna- málum greinarinnar einkum gagn- vart ríkinu: Til dæmis hvað varðar kvikmyndasjóð og uppbyggingu hans, barátta fýrir stofnun sjónvarps- sjóðar sem fær í dag 15 milljónir á ári sem telst „ekki neitt". Svo em einnig viðræður við fjármálaráðuneytið vegna virðisaukaskattsmála sem og iðnaðarráðuneytið en menn í kvik- myndageiranum telja rétt að hækka 12 prósenta endurgreiðsluregluna til erlendra kvikmyndagerðarmanna sem hingað koma til að taka myndir sínar. Það er því í mörg hom að líta. Tími til kominn að menn vinni vinnu sína Baltasar tók við formennsku af Ara Kristinssyni sem sagði af sér fyrir tæpu ári. Baltasar telst hafa sér með- al annars til málsbóta að hann tók það skýrt fram þegar hann tók við stjómartaumum að hann hefði úr mjög takmörkuðum tíma að spOa vegna anna. Hann var hins vegar þrá- beðinn um að taka að sér for- mennsku ekki síst vegna þess að menn töldu hann vænlegan kost í að semja við stjórnvöld. Ásgrímur Sverrisson er rit- stjóri veftímaritsins Lands og sona. „Það er alveg ljóst að mörg mál em innan kvikmyndabransans sem þarfnast úrlausnar og em orðin brýn. Því miður virðist sem ekki hafi nægj- anlega mikið verið að gerast í þeim að undanförnu. Vissulega er tími til kominn að menn fari að vinna vinn- una sína og móti einhverjar tillögur." Ef Guðný telur sig geta gert betur... Baltasar Kormákur segist hafa verið utanlands meira og minna allt árið og hafi varaformaðurinn Skúli Malmquist setið við stjómvöl- inn í fjarveru hans. Baltasar segir alls ekki rétt að ekkert hafi verið gert málefnum SÍK þó vissulega mætti vera meiri gróska, en tak- mörk eru fyrir því hvað er hægt að gera. „En það er verið að vinna á fullu í að fá meira fé í geirann og send hafa verið erindi til stjómvalda um til dæmis úr- lausn á virð- isauka- skattsmál- um Baftasar Kormákur Segir ekki rétt að mál- efni SÍKséu í lamasessi. En ef fólk telji sig geta gert betur sé sjáifsagt að stíga til hliðar. "M°m SÍKverður að [...] að segja afsér hið fyrsta, því aldrei höf- um við haft jafn lé- laga stjórn og nú." og varðandi sjónvarpssjóðinn. Við emm til dæmis í díalóg við Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra og eig- um fund með henni á mánudaginn. En það er ekki hlaupið að því að fá fé í geirann." Baltasar Kormákur segir sjálfsagt að stíga til hliðar fýrir fólki sem telur sig geta gert betur. „Ég ætti kannski að mæla með Guð- nýju á næsta ári. Ef hún býður sig fram mun ég verða fýrsti maðurinn til að styðja hana í því." jakob@dv.is Þeir bestu koma frá Svarthöfði var ekki hissa þegar hann sá frétt þess efnis fýrir skömmu að ísland væri minnst spilltasta ríki heims samkvæmt út- reikningum afar virtrar stofnunar úti í hinum stóra heimi. Svarthöfði er góður og gegn sjálfstæðismaður, hefur verið það alla sína hunds- og kattartíð og því vissi hann sem var að lítil spilling þrifist í íslensku sam- félagi á meðan Sjallarnir hafa verið við völd. Það er því óhætt að segja að Svarthöfða hafi brugðið í brún þegar hann sá forsíðu DV í gær. Þar týndi blaðið til 100 verstu pólitísku stöðu- veitingarnar og þótti Svarthöfða það með ólíkindum að hægt væri að týna til slíka öndvegismenn og þá sem skipuðu sér í efstu sæti listans. Svarthöfði hefur alltaf haft miklar mætur á Ólafi Berki Þorvaldssyni og fagnaði mikið þegar hann var ráðinn í Hæstarétt. Ólafur Börkur er fram- úrskarandi lögmaður, hokinn af reynslu og íslenskt réttarkerfi hefði verið fátækara ef staðan hefði verið höfð af honum vegna frændsemi hans við leiðtogann Davíð Oddsson. Hvernig hefur þú það' „Ég hefþað Ijómandi gott og hlakka til að takast á við ný verkefni sem bíða mín í hrönnum,"segir Hrafnhildur Hagalín Cuðmundsdóttir leikritaskáld, sem gerði leik- gerðina við uppsetningu Borgarleikhússins á Söiku Vötku.„Ég ermjög ánægð með út- komuna á Sölku Völku og leikararnir standa sig frábærlega vel. Annars er ég að flytja tilSpánar eftir áramót og ermjög spennt f öllum undirbúningnum fyrirþaö." hægri Sama máli gegnir um Jón Steinar Gunnlaugsson. Svarthöfði hefur lengi vitað að Jón Steinar er afburða- lögmaður sem sómir sér vel í Hæsta- rétti, burtséð frá því að hann sé besti vinur leiðtogans áðurnefnda. Svarthöfði hefur líka verið veikur fyrir Markúsi Erni Antonssyni. Markús örn er ekki öfundsverður af hlutskipti sínu. Hann hefur tvívegis þurft að rffa Ríkisútvarpið úr dvala og unnið kraftaverk í hvort skipti. Undir hans stjórn hefur RÚV orðið leiðandi fjölmiðlafyrir- tæki, fyrirtæki sem aðrir hafa miðað sig við. Það gustaði líka af honum sem borgar- stjóra og skarð hans þar var vand- fyllt. Eins og sést á þessari upptalningu Svart- höfða þá voru þessir menn ekki ráðnir vegna tengsla sinna við flokk- inn heldur vegna hæfileikanna. Þetta var ekki spilling heldur spurn- ing um að velja bestu mennina. Og bestu mennimir koma yfirleitt inn frá hægri. Svarthöföi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.