Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 16

Símablaðið - 01.01.1935, Blaðsíða 16
o S í M A fí L A Ð 1 Ð SunaMa^já 20 jcúuou. Á þessu herrans ári varð Símablaðið tvítugt. Fyrsta blað þess kom út í apríl 1915 eða á fyrsta starfsári F. f. S. Mér þykir þvi sæma, að gefnu leyfi ritstjórnarinnar, að rifja upp sögu blaðsins i fáum dráttum, einmitt nú, þegar gangan hefst inn á þriðja ára- tuginn og það þvi fremur, sem vitað er af öllum, er gaum liafa gefið blað- inu, að þar bafa frumkvæði hafist að ýmsum framfara- og hagsbóta- málum símastéttarinnar. Það mun vera reynsla margra, er stofnað bafa til útgáfu blaða eða tíma- rita, að byrjunin sé erfið og' hafa ýmsir mátt leggja árar í bát, áður en tvítug- asta útgáfuafmælið hefir runnið upp. Vitanlcgt má því vera, að oft hefir harðnað á dalnum bjá Símablaðinu þessi tuttugu ár. Fámennri og fá- tækri stétt ætlaði að verða það ofur- efli, að standast útgáfukostnað blaðs- ins. Enda fór svo, að tvivegis strandaði útgáfan af fjárhagsörðugleikum, í fyrra skiftið árið 1920 en í síðara skiftið 1927 og lá þá við borð, að blaðið risi ekki úr rústum framar. En von bráðar tóksl þó Félagi íslenskra símamanna, er bing- að tii hafði borið ábyrgð útgáfunnar, að semja við tvo félagsmenn að taka að sér blaðið upp á eigin ábyrgð. Þess- ir menn voru þeir Daniel Jóhanns- son, símritari, og Andrés Þormar, að- algjaldkeri. Sá siðarnefndi liefir ávalt síðan liaft ritsjórn blaðsins með bönd- um, ýmist einn eða með öðrum manni. Hefir hann rækt það starf með sæmd, enda verið brautryðjandi i félagsmál- En þið getið reitt ykkur á það, fé- lagar, að þessi sundrungarviðleitni ber á \dyr hjá ykkur fyr eða síðar, og hún kemur til ykkar í því formi, að vekja hjá ykkur óánægju út af því, sem enn hefir ekki náðst, — út af ýmsum smámunum, sem snerta ein- staklinga, eða einstakar deildir, — og hún reynir að koma því inn hjá ykk- ur, að alt, sem áorkað hefir verið, sé lítils eða einskis virði, samanborið við það, sem ekki hefir náðst. Hún reynir að koma því inn hjá ykkur, að alstaðar sé beitt rangsleitni, og gengið á hlut einstaklinganna. Hún egnir starfsdeild upp á móti starfs- deild. Eftir því, hvort við tökum á móti þessari sendingu sem menn, eða sem böðlar okkar eigin félags, fer um framtíð þess, — og undir því er líka mikið komið um framtíð þessarar stofnunar. j Næstu 20 áir eiga að þjappa okkur saman í enn samrýmdari og styrkari hóp, — og við skulum vona, að saga þeirra verði ekki sams konar saga sundrungar og tinnbyrðis baráttu, og hent hefir félög starfssystkina okkar annars staðar. Með þá meginhugsun í stafni, skul- um við vinna að heill og hag félags okkar næstu 20 ár. Þá kröfu skulum við gera hvert til annars.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.