Símablaðið - 01.01.1935, Qupperneq 21
S I al A B L A Ð I Ð
i
Lyftum taki stærra, stærra;
stöndum saman traust og þétt.
Setjum markið hærra, hærra!
heill svo krýni vora stétt.
Einnig var haldinn afmælisfagnað-
ur á öllum stærri stöðvum landssím-
ans.
Á afmælisfagnaðinum á Seyðisfirði
flutti Halldór Benediktsson eftirfar-
andi kvæði:
Það vakir æ i vitund manns,
að vernda sína hagi,
og þá er vel, ef hugsun lians
er hlý og nærri lagi,
að virða lög, og velja rétt
og vit og djörfung sýna. —
Er þörfin knúði þessa stétt,
var þegar hafin brýna.
Og fyrir áratugum tveim
var tekið saman höndum,
og unnið siðan þarft með þeim,
i þörfum félagsböndum.
Að telja öll þau afreksverk
er ekki á mínu færi.
En sagan þeirra sannar merk,
ef sögð og rituð væri.
En nú er, vinir, eftir eitt,
sem aldrei gleymast mætti:
að þakka hófið. Vel er veitt,
að vorra feðra hætti.
Svo lifið heilir langa tíð,
sem landsins þjónið síma.
Og haldið velli, standist stríð!
og starfið alla tíma.
ö4ðœÉ(imdwi, £ 1 S, 1935
(útdráttur úr fundargerðinni)
var haldinn 11. febrúar. — Fundar-
stjóri var Guðm. Jóhannesson en ritari
var Gunnar Bachmann.
1. liður á dagskrá var skýrsla stjórn-
arinnar.
Hóf formaður máls. Taldi hann eitt
af því merkasta sem félagið hefði beitt
sér fyrir á s. 1. ári, stofnun byggingar-
samvinnufélags. Skýrði hann frá starfi
þess, og horfum þeim sem á því væri,
að hafist yrði handa um byggingar á
yfirstandandi ári.
Annað stærsta verkefnið hefði verið
bygging sumarbústaðar í Vaglaskógi.
Hafði hann kostað ca. 4000 kr. Væri
það áform stjórnarinnar, að félagið
istefndi að því, að byggja slíka sumar-
bústaði í öllum landsfjórðungum, sem
væri starfræktir undir einni yfirstjórn.
Væri þegar komin ósk um það frá
símafólkinu á S.f. og ís., að þar yrði
bygðir sumarbústaðir. Óvíst væri þó
hvenær fél. gæti orðið við þeim óskum,
þar sem mikið væri enn ógert við sum-
arhúsið að Vatnsenda og umliverfi þess.
Húsið þar þyrfti að bæta að mun, þar
sem nú væri tekin sú ákvörðun, að hafa
það opið til gistinga vetrarlangt, svo
símafólkið gæti dvalið þar í vetrarfrí-
unum.
Þá gat form. um tilraun fél. til að fá
bætt laun óskipaðra starfsmanna, og
þá þýðingu er árang.ur þeirra samninga
myndi liafa, hæði um samningsað-
stöðu fél. og á endanlega ákvörðun um
launakjör símafólksins yfirleitt.