Símablaðið - 01.01.1935, Qupperneq 24
10
SÍMABLAÐIÐ
SimtvSustújbbv.
Svo sem við var að búast, hefir sú
hugmynd, að hyggja sumarhús fyrir
símafólkið í öllum landsfjórðungum,
vakið mikinn áhuga meðal þess. Ekki
síst hefir hið myndarlega hús fél. í
Vaglaskógi aukið á áhuga símafólksins
í öðrum landsfjórðungum fvrir því, að
eignast slíkan dvalarstað. Hefir stjórn
fél. orðið þess mjög vör. Hafa henni
borist bréf og tilmæli þess efnis, bæði
frá félögum á Sevðisfirði og Isafirði.
Hafði hún ætlað sér að reyna að byggja
hús á báðum þessum stöðum á komandi
sumri, en því miður rejmdist það ó-
kleift. Hins er að vænta, að þess verði
ekki mjög langt að bíða, að hægt verði
að verða við óskum þessara félaga.
Ætlunin er, að öll þessi hús verði í
umsjá einnar nefndar, og sé eign félags-
ins, enda leggi það fram allan hygging-
arkostnað. Hinsvegar er ætlast til, að
símafólk á hverjum stað sjái um við-
hald húsanna, eftir því sem umsjónar-
nefndin krefst.
Simafólkið á ísafirði hefir þegar
ákveðið , að húsið verði hvgt í Tungu-
skógi. Og mun það vera tilvalinn stað-
ur, jafnvel þó gera megi ráð fyrir, að
það verði sótt af fleirum simamönnum
á Vestfjörðum en Isfirðingum. Á Sevð-
isfirði er slíkt aftur á móti ekki ákveð-
ið. Það mál kemur nú til að snerta fleiri
en Seyðfirðinga, þvi gera verður ráð
fvrir þvi, að símamannahúsið á Austurl.
verði sótt af öllum þeim símastjórum
á Austfjörðum sem rétt hafa til að vera
i fék, og verður þá að taka tillit til þess,
hvar heppilegast er, með það fyrir aug-
um, hvar það stendur. Vildi Símabl.
gjarnan heyra álit sem flestra aust-
firskra símamanna um það. En til
skýringar því máli skal hér birt hréf frá
umboðsmanni F. I. S. á Seyðisfirði, Em-
il Jónassyni, sem manna mest mun
hafa hugsað það mál.
Seyðisfirði, 30. des. 1934.
Til stjórnar Félags íslenskra síma-
manna, Reykjavík.
Árið 1928 stofnaði simafólkið á Seyð-
isfirði félag með sér fyrir forgöngu
Árua sál. Kristjánssonar varðstjóra sem
hafði það fvrst og fremst að markmiði,
að koma upp sumarbústað. Þegar Árni
sál. Kristjánsson dó árið 1931, átti félag-
ið tæpar 600 krónur í sjóði. En af því
að ekkja hans var í miklum fjárhags-
vandræðum, gaf félagið henni 250 kr.
til þess að forða henni frá að þiggja op-
inberan styrk. Þetta skerti sjóðinn svo
mikið, að málið sofnaði þar til á síðast-
liðnu sumri, að fréttir bárust af því, að
símafólkið á Akureyri hefði bygt sum-
arbústað sem F. 1. S. hafði kostað að
mestu leyti.
Samkvæmt símtali við formann F. 1.
S., taldi hann líklegt, að ef símafólk á
Seyðisfirði færi fram á svipaða aðstoð
til þess að koma upp sumarbústað eins
og þá, sem F. I. S. veitti símafólki á
Akureyri, mundi verða hægt að veita
hana. Þess vegna leyfi eg mér að fara
fram á það við hina háttvirtu stjórn F.
I. S., að hún hlutist til uin, að félagið
láti byggja sumarbústað fyrir síma-
fólkið hér á næsta sumri og skal eg í
stuttu máli lýsa þvi, á hvern hátt eg
hefi hugsað mér að þessu yrði best fyrir
komið:
I. Að F. I. S. láti byggja húsið á sinn
kostnað og leggi til þess alt að kr.
3000.00, en félagið á Seyðisfirði
leggi til aUa lausa muni, hafi eftir-