Símablaðið - 01.01.1935, Page 28
14
SÍMABLAÐIÐ
hólmi. Var þetta stuttu fyrir dauða
hans. — í lokagildi ráðstefnunnar, 17.
janúar 1931, kvaddi hann til Norður-
landa-ritsímaráðstefnu á Islandi árið
1933. — Boði þessu var þó af ýmsum
ástæðum frestað ár frá ári þangað til
nú, meðal annars vegna þess að æskilegt
þótti að ljósvakasamband — loftskeyta-
og tal-samband — næðist við útlönd
áður en þessi ráðstefna yrði haldin.
Þetta samband er nú svo á veg komið,
að talsamband hefir verið reynt, og geta
fulltrúar ráðstefnunnar tekið þátt i til-
raunasamtölum hver til sins lands, og
vonum vér að samband verði opnað til
almenningsnota að nálægt mánuði liðn-
um. Ákvæði. er snerta þetta samband,
eru meðal annara verkefna þessarar
símaráðstefnu.
Þannig er þvi varið, að simaráðstefna
hér á landi hefir dregist til þessa dags,
og býð eg nú i nafni islensku síma-
stjórnarinnar hina erlendu fulltrúa vel
komna hingað til lands.
Alþjóða-samvinna er vart á nokkuru
sviði jafn nauðsynleg og i póstmálum
og simamálum. -— Án samvinnu er
rekstur slíkra stofnana óframkvæman-
legur. Og þvi nálægar sem lönd liggja
og því meiri tegnslum sem þau eru
hundin i viðskiftum og annari menn-
ingu, þvi nauðsvnlegri og óhjákvæmi-
legri verður samvinnan, og af þessum
ástæðum er Norðurlanda-ritsimasam-
bandið stofnað og starfrækt. Verkefni
þess er því mikilvægt hæði iit á við og
inn á við. Sameiginleg þátttaka nor-
rænna þjóða i alþjóðamótum og gagn-
kvæmur stuðningur hefir reynst nor-
rænum þjóðum hin mesta hjálp i hag-
nýtum og menningarlegum efnum. —
En sérstakt gildi hefir þó norræn sam-
vinna um simamál, og ekki síst fyrir
ísland. Er eg því fulltrúunum þakklátur
fyrir að hafa lagt á sig þessa löngu ferð
og býð þá enn á ný velkomna, ekki síst
ineð tilliti til þess, að slík ráðstefna sem
þessi er nú í fyrsta sinn haldin á ís-
Iandi.“
‘fjuí .SlMttúXUjOúxJCc
Suna&íaisíns
í VjQAtMJllAlAtaey^LUri,
Frú Ásdís Jesdóttir lét af starfi sínu
1. apríl s 1. og Ellv Thomsen 1. júni, er
hin síðarnefnda alflutt héðan til Reykja-
víkur.
í þeirra stað liafa komið þær ungfrú
Gréta Ágústsdóttir og ungfrú Sigríður
Ólafsdóttir, báðar úr Vestmannaeyjum.
Marinó Jónsson hefir dvalið í
Revkjavíkí í sumarlevfi undanfarna
daga.
í hjónaband gengu 29. júní Júlíana
Erlendsdóttir símastúlka og Ragnar
Jónsson frá Reykjavík.
Alt símafólkið hér sat stærðar brúð-
kaupsveislu hjá þeim. Ungu hjónin fóru
í brúðkaupsferð til Patreksfjarðar.
Meðan sumarleyfi símritaranna hér
standa yfir vinnur Jónas Lárusson hér
á stöðinni.
Án.