Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1935, Qupperneq 31

Símablaðið - 01.01.1935, Qupperneq 31
SÍMABLAÐIÐ 17 ÚtvarpsstöS ÞjóSabandalagsins. ist að stöðva styrjöld, og koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Þessi atburður þótti sönnun þess, að nauðsynlegt væri, á slíkum örlaga tím- um, að Þjóðabandalagið trygði sér sem beinast og öruggast skeytasamband. En ekki þarf að taka það fram, að á bæki- stöð Þjóðabandalagsins er öllu svo fyr- irkomið að engar tafir eru við meðferð málanna þar. Utan þess tíma er fulltrúaráð Þjóða- bandalagsins daglega saman. Eru skipu- lögð vaktaskifti hinna æðri yfirmanna. Yaktin liefir aðsetur sitt í litlu herbergi vfir aðalinngangi stórhýsisins. Öll sím- skeyti til bandalagsins eru send frá að- al-ritsímastöðinni í látunshylkjum eft- ir neðanjarðar rörgöngum og er loft- þrýstiafl notað til sendingarinnar. Hús- verðir veita öllum símskeytum mót- töku og færa þau samstundis vaktfor- manni bandalagsins. Að jafnaði er þarna „rólegt á vaktinni“, en þó getur j)að komið fvrir að símskeyti berist að í tugatali yfir eina nótt, og þá helst frá Suður- eða Norður-Ameríku. Er það vegna hnattstöðunnar, að þar er enn dagur, þegar í Mið-Evrópu er byrjað að halla að nóttu. — Einhverjir finna ástæðu til að senda bandalaginu and- mæli stjórnmálalegs eðlis, en venjulega eru slík andmæli ekki þess: eðlis, að nauðsyn beri til aðgerða. Þó ber vagt- formanni skilyrðislaust að setja sig í samband við aðalfulltrúa bandalagsins ef honum þykja símskeytin þess eðlis að nauðsyn beri til skjótrar meðferðar mál- anna af hálfu Þjóðabandalagsins. Getur þá aðal-fulltrúinn — án tafar — kallað fulltrúaráðið til fundar. Þann- ig verkar þá í stuttu máli hinn stjórn- málalegi „brunaboði“ fulltrúaráðs Þjóðabandalagsins. Enda j)ótt þetta innra skiplag sé full- nægjandi, j)á kom það á daginn við hin fyrrnefndu deilumál Grikkja og Búlg- ara í október 1925, að nauðsyn krafði að trygt samband væri er á j)yrfti að halda milli bækistöðvar Þjóðabanda- lagsins og hinna ýmsu landa. Og til framkvæmda þess atriðis var um fleiri en eina leið að ræða. I. Radiostöð, er algjörlega tilheyrði Þjóðabandalaginu og sem það annað- ist rekstur á, eða í öðru lag'i stöð, sem væri eign svissnesku stjórnarinnar og starfrækt af henni á friðartímum, en sem Þjóðabandalagið hefði umráð yf- ir á viðsjárverðum tímum. Árangur liinna verkfræðilegu og póli-

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.