Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1935, Síða 32

Símablaðið - 01.01.1935, Síða 32
18 SÍMABLAÐIÐ Höll Þjóöabandalagsins. tísku bollalegginga næstu árin varð sá, að bygð var firðstöð, „Radio Nations“ í samvinnu milli Þjóðabandalagsins, svissnesku stjórnarinnar og firðtækja- félagsins „Radio Suisse“, en í þessum samtökum befir rikisstjórnin sviss- neska meirihl. atkvæðamagns. G. B. Frh. # (Riss). „Ó, verður það ekki yndislegt“, sagði bún Gunna, um leið og hún helti i kaffi- bollann. „Að bugsa sér að geta, eftir nokkur ár, séð fólksstrauminn á götum stórborganna og búðargluggana upp- ljómaða, eða Niagarafossinn og frum- skóga Afríku.“ Stopp, fröken Guðrún, stopp,“ sagði Pétur. Það var farið að flóa út úr bollanum hans. Eg held að negrarnir ættu fyrst að læra að klæða sig, áður en þið farið að kikka inn í frumskógana þeirra, og mynduð þið ekki gleyma ykkar grautarpotti ef þið gætuð séð Austurlandamenn steikja rottur sínar?“ Og nú var samtalið komið i gang og yfir rjúkandi kaffi og mörgum pönnu- kökum töluðum við að eins um fjar- sýnina, þessa uppfyndingu, sem tæknin mun bera á borð fyrir okkur áður en varir, bara að okkur verði gott af krás- Hvaða breytingar það muni hafa á hið daglega lif okkar. Hvort það muni ekki verða okkar fyrsta verk á morgn- ana, að virða fyrir okkur Pyramidana i Egyptalandi eða Randaríkjaflotann að heræfingum, að sjá Carnera boxa í Chicago eða Holmenkollen-skíðastökkin i Noregi, að sjá Mússólíni, Hitler, R.oose- welt. Hvort menn muni ekki alveg gleyma næsta umhverfi sínu, horfa yf- ir og gegu um það. Mun rósin i glugg- anum ekki blómstra að óþörfu, lita- skiftin á Esjunni að kveldlagi, sólarlag- ið á Akureyri, norðurljósin, verða óséð, en augað reika frá einni álfu í aðra, eyrðarlaust, en þyrst í nýjungar? „Ætli menn fari þá ekki að kynnast sjálfum sér, kostum sínum og göllum, þegar menn geta séð í hnakka sér, kringum hnöttiun“, sagði Pétur. „Anu- ars verður fjarsýnin mjög svo verðmæt fyrir kaupmannsfrúrnar, þegar menn þeirra eru í siglingum.“ Ef eg hefði fjarsýni, myndi eg leita að henni Gunnu, — og' hafa augastað á lionum Pétri. mm. E. Á.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.