Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1935, Side 34

Símablaðið - 01.01.1935, Side 34
20 SÍMABLAÐIÐ m ofy jpetíjcu. Það má segja með sanni, að sífelt verða menn kröfuharðari um þægindin. Myndin gefur sem sagt hugmynd um nýtísku „síma- tæki“. Er öðru megin hljóðnemi, en hins- vegar gellir (tilsvarandi heyrnartalfæri hjá ■— okkur). Næmleiki hljóðnemans er s'vo mik- ill, að sá, er þarf að „síma“, getur setið hvar sem vera skal í stofu sinni. En rödd þess, sem talað er við, má magna eftir vild. Símtalið gengur því likt fyrir sig og sam- tal tveggja manna í sömu stofu. —o— Hinn 7. ágúst 1857 var byrjað að leggja hinn fyrsta sæsímastreng yfir Atlantshafið, milli Englands og Ameríku. En svo erfiðlega gekk þetta verk, að það var ekki fyr en ári siðar, eða 7. ágúst 1858, að Englandsdrotn- ing og forseti Bandaríkjanna gátu skifst á heillaóskaskeytum i tilefni sambandsins. En samband þetta varði ekki lengi, þvi þremur vikum síðar ónýttist það með öllu og aldrei tókst að „fiska“ sæsímastrenginn upp aftur. Strengurinn hafði oft slitnað meðan ver- ið var að leggja hann út, og af pörtum þeim, er afgangs urðu við þær aðgerðir, er mynd sú, er hér birtist. En það er lítll bútur af hinum fyrsta og feikn dýra sæsímastreng, er lagður var yfir Atlantshafið. Er honum fyr- irkomið í umgjörð, til skrauts við úrfesti. Einn af þátttakendum í suðurheimskauts- leiðangri Byrd’s varð nýlega fyrir þeim ó- vænta fögnuði suður i heimskautaísnum, er hann var kailaður til að hlusta á stutthylgju- útvarpið, að heyra rödd barns síns, sem hann aldrei hafði séð, þar eð það ekki var i heiminn borið, er hann fór að heiman. — „Það skeður margt skringilegt i Ameríku". —o— Um þessar mundir er mikið talað um nýja gerð loftneta við móttöku útvarps. Eru þau lítið ódýrari en venjuleg loftnet, en sögð eru þau hafa þann kost — sakir fyrirkomulags um uppsetning — að bæði auki þau næm- leik viðtækja og það, sem meir er, dragi verulega úr truflunum, sérstaklega á hinum stuttu öldulengdum. Við tækifæri mun Síma- blaðið flytja itarlega grein um fyrirkomu- lag og uppsetning þeirra.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.