Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.11.1936, Side 19

Símablaðið - 01.11.1936, Side 19
S' 1 MAJ3LAÐIÐ 35 þýðingu þess. Sú skoðun liefir aldrei verið leiðrétt af stjórn símans, og lilaut lienni þó að vera þetta kunnugt. Það eru ýms atriði, er fram komu við samningu reglnanna og gildistöku, er að minsta kosti gátu ekki gefið fé- laginu það til kynna, að neinn mein- ■ngarmunur væri á um samningsrétt- nin. Má fyrst henda á, að i uppkasti því að reglunum, sem sent var at- vinnumálaráðherra til endanlegrar staðfestingar, var komist svo að orði, að félagið væri samningsaðili um öll mál, er varðaði hagsmuni stéttarinnar o. s. frv. En sá réttur virðist hafa þótt of víðtækur, — og var því i stað „hags- niuna“ sett „störf“. Hefði þá verið lit- ið svo á, að það lægi í hendi síma- stjórnarinnar, að ákveða livaða mál samið væri um við félágið, virðist að niátt liefði einu gilda hvort orðið var notað. En hitt skifti vitanlega miklu máli, hvort þessara orða var notað, ef um skýlausan samningsrétt var að rseða. Þá má lienda á það, sem sýnir tví- mælalaust, að yfirstjórn símans leit þannig á þennan rétt, að hann hreytti að miklum mun aðstöðu félagsins til símastjórnarinnar, — þvi á siðustu stundu setti hún það skilyrði á móti, að umdæmisstjórar o. fl. mætti ekki vera meðlimir félagsins. Hefði ekki verið um að ræða slík- an samningsrétt og félagið telur sig eiga, var engin ástæða til að setja þetta skilyrði, því þá hefði afstaða félagsins verið i engu lireytt frá þvi, sem hún altaf hefir verið. Þá hefði ]>að eftir sem áður þurft að koma fram málum sínum með lempni, o,; ggj a vonir sínar eingöngu á góðri sambúð og samvinnu, eins og áður. Enn má henda á það, að um það bil, sem verið var að ganga frá regl- unum, lieitti félagið sér fyrir launa- hækkun ýmsra óskipaðra starfs- mauna, og Símahlaðið telur sig geta fullyrt, að atvinnumálaráðherra liafi viðliaft þau orð, eftir að þær vorii staðfestar, að nú væri ekki lengur liægt að komast hjá því að semja við félagið um laun þessara manna. Sé þetta rétt, þá bendir það ótvírætt til þess, ásamt því, sem að framan er sagt, að atvinnumálaráðherra hefir íalið sig vera að gefa félaginu samn- ingsrétt, — ekki þess eðlis, að það gæti óskað samninga, lieldur ætti til þeirra fullan rétt. Og hvað segir svo hókstafurinn? Hin margumtalaða 24. grein er þannig: „Starfsmenn landssímans hafa rétt til þess, að hafa með sér félagsskap, og er stjórn ífélags þeirra viðurkendur samningsaðili við landssímastjórann um öll mál, er varða störf stéttarinn- ar og einstakra starfsmanna, önnur en launakjör, sem ekki eru annars bund- in með lögum eða reglugerðum, enda séu ekki i þessum félagsskap ...“ o. s. frv. Nú verður að telja ótvírætt, að það, að vera „viðurkendur samningsað- iii“, veiti skýlausan rétt til samnings mn það, sem fyrir er mælt, en sem hér er alt það, sem lýtur að störfum stéttarinnar, — án þess að leyfi hins aðilans þnrfi sérstaklega til. En nú liefir það álit komið í ljós, í viðtali við atvinnumálaráðherra, að í raun og veru gerði áframhald grein- arinnar þetta að engu, því samnings- rétturinn væri takmarkaður við það, sem annars væri ekki bundið með reglugerðum, og starfsmannareglurn- ar væru svo víðtækar, að þær skyldu

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.