Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1936, Síða 22

Símablaðið - 01.11.1936, Síða 22
38 S 1 M A B L A Ð I Ð Jón Einarsson. Jón Einarsson í Reykjalilíð er fædd- ur á Syðri-Neslöndum við Mývatn 11. maí 1871. Síðan 1895, að liann flutt- ist með foreldrum sínum að Reykja- hlíð, hefir hann dvalið þar. Hann hef- ir liaft á hendi erfitt eftirlitsstarf, milli Reykjahlíðar og Grímsstaða. Þeir, sem ekki til þekkja, gera sér ekki í hug- arlund, hve mikið reynir oft á karl- mensku slikra eftirlitsmanna, og starf þeirra verður aldrei fullþakkað. Kristinn Sigurðsson á Skriðulandi er fæddur að Flögu i Hörgárdal 28. júlí 1863. Hann hefir búið á Skriðulandi und- anfarin 36 ár. Hann er liið mesta karl- menni, þrátt fyrir háa elli, enda vand- ist hann á það í æsku, að fara um fjöll og firnindi, jafnvel um dimmar vetrarnætur, hvernig sejn viðraði, og standa vfir fó í liarðviðri. Hefir hann jafnan unað sér best undir berum himni, og helst á hestbaki. Kom upp- eldi hans og eðli sér því að góðum notum við hið erfiða eftirlitsstarf lians á Heljardalsheiði, þvi fyrstu ár- in voru þar sifeldar stórbilanir, með- an símastaurarnir voru helmingi strjálli en nú er, og engin þverjárn á þeim. Var isingin þar höfuð-óvinur- inn, og sleit símann oft á miklum vegalengdum. Var Kristinn jafnan einn við viðgerðir, en hesti varð ekki við komið. Eru margar þær ferðir lians óskráð saga um íslenska karl- mensku, sem varla á sinn líka, þar sem það er trúmenskan, en ekki tíma- kaupið, sem knýr manninn áfram. Því miður getur Simablaðið ekki birt mynd af Kristni að þessu sinni, þvi mynd sú, er það hafði fengið, eyði- lagðist. En það mun hirta hana, svo fljótt sem tök eru á. Séra Stefán Kristinsson er fæddur í Hrísey 9. des. 1870. Ólst hann upp hjá foreldrum sin- um, vandist þar snemma allri al- mennri vinnu, einkum þó sjómensku. Tvítugur að aldri (1890) fékk hann inntöku í Latínuskólann, þvi að svo hafði liðið mikill hluti unglingsár- anna, að hvorki sjálfum honum né foreldrum lians hafði til hugar kom- ið, að hann gengi mentaveginn. Hann hafði meira að segja tveim árum áð- ur byrjað trésmíðanám á Akureyri, hjá föðurbróður sínum, Jóni trésmiða- meislara Stefánssvni. En síra Matthias mun hafa átt frumkvæðið að því, að hann var látinn hverfa frá því, til þess að búa sig undir að fara í skóla. Sóttist homim námið svo vel, að hann

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.