Símablaðið - 01.11.1936, Qupperneq 24
10
5' / 1/ A li L A Ð 1 Ð
30 ára /iug:leídíng:ar.
Hinn 29. sept. síðastliðinn voru lið-
in 30 ár síðan Landssíminn hóf starf-
semi sína. Fyrsta 30 ára skeið þess-
arar stofnunar er á enda runnið. Þann
dag, fyrir 30 árum, hófst talsamband
yfir endilangt landið milli Revkjavík-
ur og Seyðisfjarðar, og sama dag var
opnað ritsímasamband milli Islands
og annara landa.
Það er nú viðurkent, að fáar eða
engar tekniskar framkvæmdir hafa
valdið jafn stórfeldum straumhvörf-
um í þjóðarhögum vor Islendinga
eins og landssíminn, enda var mynd-
arlega af stað farið og skamt milli
stórra högga, því þar hefir liver fram-
kvæmdin rekið aðra. Má þar t. d.
nefna:
1. Hina 620 km. löngu talsíma- og
ritsímalínu, sem lögð var árið
1906 milli Reykjavíkur og Sevðis-
fjarðar.
2. Hinar miklu línulagningar næstu
ára til Siglufjarðar, ísafjarðar og
annara Vestfjarða, um Suður-
landsundirlendið, til Húsavikur,
Raufarhafnar, Langaness og Suð-
urfjarðanna á Austurlandi.
3. Lagning sæsímans til Vestmanna-
evja árið 1911.
4. Kaup og stækkun bæjarsimans
í Revkjavik 1912.
5. Rygging loftskevtastöðvar í
Reykjavik 1917.
í fyrsta skifti í sögu landssímans voru all-
ir umdæmisstjórarnir staddir hér í Rvík sam-
tímis í sumar. Hér á myndinni sjást þeir
allir, ásamt póst- og símamálastjóra, yfir-
verkfr., skrifstofustj. og bæjarsímastj. i Rvík.
í efslu röð: Magnús Richardsson, T. Möl-
ler, Þórh. Gunnlaugsson. í miðið: Þorsteinn
Gíslason, Sig. Dahlmann, Otto Jörgensen, G.
Schram, Ó. Kvaran. í fremstu röð: Friðbj.
Aðalsteinsson, Gunnl. Rriem, Guðm. Hlíðdal,
Bjarni Forberg.
6. Lagning talsímalínu um Skafta-
fellssýsJu milli Víkur og Horna-
fjarðar árið 1929, — og landið
þannig símgirt.
7. 1930—1932 reist útvarpsstöð, bvgl
nýtt símahús í Reykjavik og stofn-
sett sameiginleg sjálfvirk ljæjar-
símastöð í Reykjavík og Hafnar-
firði með 5000 númerum.
8. 1935 hafið talsamband við útlönd.
Sími 1132. - Skúlagata. —— Reykjavík.
GEORG & CO. pappaumbúðir
Framleiðum allar pappaumbúðir smáar og stórar úr bestu efnum.
Leitið tilboða. — Einasta verksmiðjan á landinu. — Fljót afgreiðsla.