Símablaðið - 01.11.1936, Qupperneq 27
s í M A B L A Ð 1 Ð
43
að sækja yfirsetukonu — vestur yfir
knjóská, sem þá var óbrúuð, upp alla
Vaðlaheiði, vegleysu með símalinunni,
og nú fór eg að fá ríg' í hálsinn og
verk í augun, því alltaf varð eg að
glápa upp i þræðina. En ekki fann
eg slitið. Það hallaði inn af heiðinni
«g eg hélt áfram í dauðans ofhoði.
Loksins kom slekja á þræðina þarna
lafði hann niður. Þá var eg kominn
niður að Eyrarlandi. Nú rauk eg af
3aki með vírinn. Hvernig var þetta?
Eg fann ekki nema annan enda hins
slitna þráðar niðri á jörð; hinn var
reyndar fastur uppi i kúlu, marga
metra frá jörð. Og jeg hafði enga
stauraskó, — hefði sennilega heldur
ekki þorað upp i staurinn, þó eg hefði
liaft þá. En illt var að deyja ráða-
laus, eða hverfa frá og geta ekki liaft
heiðurinn af því, að bæta fyrsta síma-
slitið á þessum slóðum. Til allrar ham-
]ngju hafði eg gripið með mér reipi.
Eg fór nú að reyna að kasta reipis-
enda upp yfir símaþráðinn. Það hepn-
aðist á endanum, og svo kipti eg i
af öllum kröftum, og gat loksins náð
endanum niður úr kúlunni. Og þá var
eg handfljótur, vafði saman þræðina,
svo hátt frá jörð, sem eg gat. Betur
gat eg ekki geng'ið frá þessu. Svo fór
eg á hak klárnum og reið enn hraðara
heim, spentur yfir að vita, livernig mér
hefði tekist að lækna símann: „Hallo,
Akureyri“, hrópaði eg svo, móður og
másandi, þegar lieim kom, og indæl
mevjarrödd svaraði mér: „Það er alt
í fínasta lagi á milli okkar.“ — Mér
fanst eins og eg hefði bjargað manni
frá líftjóni. -—
Hálsi, 29. sept. 1936.
Ásmundur Gíslason.
Nú, eftir 30 ára starf, vakna hjá
mér ýmsar endurminningar frá fyrstu
árum símans, og einkum þó frá und-
irbúningi símalagningarinnar. Hversu
mikið gekk á út af þessu máli á Al-
þingi, í blöðum og' manna á milli, um
það má lesa i Alþingistíðindum og
hlöðum frá þeim tíma, svo og í 20 ára
minningarriti Landssímans, 1926. Eg'
tókst á hendur að sjá um allan flutn-
ing á öllum staurum í línuna frá Laxá
að Jökulsá á Fjöllum. Sú leið er um
55 km.
Veturinn 1905—6 var mjög harður
og veðrátta óhagstæð, og þó einkum
vorið. Mátti segja, að jafnan væri ó-
færð, svo stauraflutningur var ill-
mögulegur, snjóinn þurfti oftast að
troða fyrir sleðann, en slóðin fyltist
Kolaverzlun Sigurðar Olafssonar
Reykjavík. — Sími 1933. — Símnefni: Kol.
Hefir ætíð nægar birgðir af: Góðum og ódýrum kolum, bæði
til skipa og húsnotkunar. Ennfremur koks. — Kol og koks
sent hvert á land sem er, gegn eftirkröfu.
Sanngjarnt verð. — Fljót afgreiðsla.