Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1936, Page 32

Símablaðið - 01.11.1936, Page 32
48 SlMABBLAÐlÐ Kuhningja- bréf. Öllu símafólki, frá Bjargtöngum til Gerpis, frá Dyrhólaey til Rifstanga, sendir Elías Kristjánsson kveðju Guðs og sína. Þótt eg sé alment talinn frelcar hneigður til ferðalaga, þá er eg nú alt í einu orðinn svo staðbundinn, að eg verð að láta mér nægja að senda vkkur jólakveðjuna í Símablaðinu. Þótt eg feginn vilji heimsækja ykkur öll, nú um jólin, þá er mér það al- veg ómögulegt, því að skíðaskórnir eru orðnir sólalausir, skíðin brotin, engan bát hægt að fá leigðan, því að árarnar eru týndar og vélin biluð, jafnvel hestarnir eru seldir, og stór skafl fyrir framan dyrnar á bílskúrn- um, svo að bíllinn er fentur i kaf. Nei, nú er eg orðinn svo staðbund- inn, að ég verð að láta mér nægja að senda ykkur þessa kveðju. Vil eg um leið nota tækifærið og svara nokkrum þeim spurningum, sem þið svo oft bafið lagt fyrir mig, en eg aldrei svarað. Algengustu spurningarnar, sem fyrir mig bafa verið lagðar, eru eitthvað á þessa leið: Hvar er fallegast? Hvar er bezt að koma? Hvar er mennilegast fólk? Hvar eru fallegastar og elskulegast- ar stúlkur? Eg bvrja á því, að skorast undan að svara seinustu spurningunni. Það er svo ákaflega erfitt að vera óhlut- drægur þar, enda eru þær margar, sem um væri að ræða. En fallegust og flest blómin á hún Þórunn á Sauðár- króki. Nú síðuslu árin liefir svo mikið ver- ið að því gert, af öllum almenningi, að ferðast um bvgðir og óbygðir þessa lands, að "eg hefi enga sérstöðu í þvi, að gera samanburð á hinum ýmsu stöðum. Þó get eg ekki stilt mig um að nefna nokkra staði, eins og t. d. Stífluna i Fljótum í Skagafirði, Tré- kyllisvíkina á Ströndum, Borgarfjörð eystri og Vaðlavík í Suður-Múlasýslu. Eg sé ekki ástæðu til að nefna ykkur staði, sem alkunnir eru bæði af mynd- um og ritum. Stíflan er alveg einstök í sinni röð. Hún er yndisleg, lítil bygð, með 11 bæj- um, innilukt milli hárra fjalla á þrjá vegu, að austan, norðan og vestan. En fyrir norðanvindinum skýla báir ból- Verslunin Egill Jacobsen befir ávalt fjölbreyttar birgðir af allri vefnaðarvöru, prjónavöru og alls- konar tilbúnum kven- og barnanærfatnaði. — Einnig vetrarfrakka, Regn- frakka, Manchettskyrtur, Hatta, Húfur o. m. fl.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.