Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1936, Page 37

Símablaðið - 01.11.1936, Page 37
SlMAtíBLAÐl Ð 53 Hvað er rafmagn? Eftir Mognús Magnússon verkfr. Með þeim kröfum, sem kynslóð vorra tíma gerir til þæginda lífsins á meðal allra þeirra þjóða, sem komn- ar eru á eitthvert menningarstig, get- Magnús Magnússon. um við naumast hugsað okkur það, að vera án rafmag'ns. Alstaðar, þar sem einhver siðmenning er, hefir tæknin tekið rafmagnið svo rækilega og al- gerlega í þjónustu sína, að við hittum það fyrir svo að segja á öllum svið- um og í öllum greinum hins daglega lífs. Á landi, á legi og í lofti, alstaðar rekumst við á vélar, tæki eða áhöld, sem ýmist framleiða rafmagn eða starfa með rafmagni sem orkugjafa. Rafmagnið er notað til óteljandi hluta í liíbýlum manna, til Ijósa, hitunar og ræstingar o. fl. Iðnaðurinn nú á dögum er að miklu leyti rekinn fyrir raforku. Menn geta skrifast og talast við svo að segja livar, sem þeir eru á hnettinum, jafnvel þó að þúsundir km. séu á milli þeirra. Útvarpið flvt- ur menningu borganna inn í hinn af- skektasta kima jarðar, og sjónvarpið sýnir okkur hluti, sem gerast tugum km. í burtu. Og hið undursamlega er, að alt þetta hefir orðið kleift á allra síðustu áratugunum. Fyrir rúmum 100 árum þektu menn eigi ritsíma, fyrir rúmum 70 árum þektu menn eigi tal- síma, fyrir 00 árum þektist ekki raf- all til að framleiða rafmagn, fyrir 20 árum þektist eigi útvarp og sjónvarp- ið er orðið verulega nothæft á allra síðustu árum. Þó að rafmagnið sé svo alment not- að sem aflgjafi, er allur þorri manna mjög ófróður um eðli þess. Einföld- ustu einingarnar, sem rafmagnið er mælt með, ætti þó hvert mannsbarn að vita deili á, af því að þær grípa svo mjög inn í daglegt líf, svo sem volt, ampere, watt, eigi síður en einingar Verkamannafatnaður, Sjómannafatnaður, Regnkápur, Málningarvörur, Vélþéttingar, Verkfæri. — Best og jafnan ódýrast hjá

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.