Freyr - 01.02.1953, Blaðsíða 25
FREYR
57
Holtalireppur 23 38 60,5
Asahreppur 20 31 64,5
Djúpárhreppur 38 47 80,9
Villingaholtshreppur 42 39 107,7
Gnúpverjahreppur 29 36 80,5
Grímsnesið 45 45 100,0
Tölurnar tala hér, en í rauninni segj a þær
lesendum ekkert annað en að kaupendahóp-
urinn er mjög misjafn frá sveit til sveitar.
Um ástæðuna til þessa er ekki á færi Freys
að segja neitt til eða frá. Hvort þeir, sem
kunnugir eru á hinum ýmsu svæðum, geta
nokkuð af þessu lesið, vitum vér eigi. Eftir-
tektarvert er, að í nokkrum sveitum eru
fleiri kaupendur en byggðar jarðir. Er þar
að sjálfsögðu tvíbýli á sumum. Annars stað-
ar eru kaupendur miklu fleiri en byggðar
jarðir, en þeir hreppar eru ekki hér taldir,
því að þar eru þá grasbýli í þorpum og kaup-
endur í þeim; er þó Kaldrananeshreppur
dæmi af þessu tagi. Mismunur milli nær-
iiggjandi hreppa er sumstaðar mjög greini-
iegur, svo sem tölurnar sýna (sjá Hörðu-
dalshrepp og Miðdalahrepp í Dalasýslu eða
Hvolhrepp og Djúpárhrepp í Rangárvalla-
sýslu).
Eins og tölurnar sýna eru til hreppar þar
sem kaupendafjöldi er eins mikill og fjöldi
byggðra jarða, — talan er 100%. Hinsvegar
sýnir töluröðin einn kaupanda í einum
hreppi þar sem byggðar jarðir eru 6 og
einn hreppur á landinu, að minnsta kosti,
hefir engan kaupanda, en sá er ekki með
í þessari talnaröð.
Það er eðlilegt að þessi athugun á hrepp-
unum verði smækkuð mynd af sýslunum,
en við samanburð hreppanna kemur ýmis-
legt í ljós, sem gefur ástæðu til að spyrja.
Þær spurningar skulu ekki bornar fram hér
og engar ályktanir heldur.
Ein af nefndum Búnaðarþings hefir
óskað þess, að yfirlit í þá átt, sem hér er
birt, yrði gert og prentað í Frey. Hér kemur
það fyrir augu lesenda.
Býrækt
í flestum eða öllum menriingarlöndum eru
býflugur ræktaðar eins og annað búfé. Eru
býflugurnar veigamikill liður í búskap
bænda, einkum þar sem frærækt er þáttur
í búskapnum. Það er ekki venjan að jafn-
aði, að það séu bændurnir sjálfir, er stunda
býræktina, heldur hinir og þessir, oft em-
bættismenn, kvenfólk eða aðrir, er hafa
tíma aflögu til þess að sinna þeim hlutverk-
um, sem við býrækt eru tengd. Er ekki ó-
venjulegt, að fræræktarbændur fá leigð
býbú með býhjörðum til þess að blóm
fræjurtanna frjóvgist vel og efli uppskeru
fræsins. Býflugur eru t. d. beztu skordýrin
til þess að auka frjóvgun ýmissa belgjurta
og er sérhæfnin svo mikil, að hverri belg-
jurtategund hæfir sérstök tegund býflugna,
og þá sérstaklega flugur með ákveðna rana-
lengd. Samvinna í náttúrunnar ríki er hér
nauðsynleg og þessi nauðsyn er undirstaða
efnahagslegrar afkomu fræræktandans og
um leið býræktandans, er auðvitað fær
hunangið, sem býflugurnar safna. Báðir
auðgast, og býflugur eru búfé í beggja
þjónustu.
Býrækt er all umfangsmikil grein og viö
hana tengd mikil fræði og vísindi. Þess má
geta, að nýlega hefir verið stofnuð heil vís-
indastöð fyrir býkvilla og gildir hún fyrir
alla Evrópu. Er stöð sú í Danmörku, en for-
stjóri hennar — eða tilraunastjóri — hefir
um margra ára skeið rannsakað kvilla í bý-
flugum og þá einkum í sambandi við eitr-
anir, sem hljótast af ýmsum hinum nýju
jurtalyfjum.
* * *
Hér á landi þekkjum við hunangsflugu.
Hún er ekki hin eiginlega býfluga, sem al-
gengast er að ræktuð sé til þess að safna
hunangi og frjóvga fræplöntur. En sú teg-
und býflugu er þó þekkt hér. Eiginleg bý-
flugnarækt hefir ekki verið stunduð hér
á landi, það vitað er. Þó skal þess getið, að
fyrir allmörgum árum fékk Jónas Þór, fyrr-
verandi forstjóri Gefjunar á Akureyri, bý-