Ægir - 01.02.2002, Síða 5
Landkrabbinn segir frá reynslu sinni
Magnús Már Þorvaldsson, landkrabbi af guðs náð,
fór í túr á frystitogaranum Akureyrinni EA í byrjun
þessa árs. Til sjós hafði Magnús Már aldrei farið og
því var þetta ný upplifun fyrir kappann. Magnús
Már segir sögu þessarar fyrstu sjóferðar sinnar á stórskemmtilegan hátt í þessu tölublaði
Ægis og eiga örugglega margir eftir að hafa gaman af því að lesa frásögn hans.
Sjávarleður í tískuheiminum
Á Sauðárkróki er starfandi merkilegt fyrirtæki sem heitir Sjávarleður. Fyrirtækið er í sér-
hæfðri framleiðslu er lýtur að sútun á fiskiroði - fyrst og fremst laxa- og nílarkarfaroði. Að
undanförnu hafa framleiðsluvörur Sjávarleðurs vakið mikla athygli í tískuheiminum.
Skaginn á góðu skriði
„Við höfum ekki ástæðu til þess að hafa nokkra minnimáttarkennd,“ segir Sigurður Guðni
Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skagans hf. Og það eru orð að sönnu því þar á bæ hefur ver-
ið mikil uppsveifla og vaxandi spurn eftir framleiðsluvörum fyrirtækisins. Ægir ræðir ítar-
lega við Sigurð Guðna, framkvæmdastjóra, um starfsemi Skagans.
Þarf aukinn kraft í rannsóknir á kúfskel
Um eitt ár er liðið frá því að kúfiskveiðiskipið Fossá ÞH kom
til Þórshafnar. Á þessum tíma hafa skipverjar aflað sér tölu-
verðrar reynslu í kúfiskveiðum. Ægir ræðir við Þorstein Óla
Þorbergsson, skipstjóra, sem telur nauðsynlegt að setja veru-
lega aukinn kraft í rannsóknir á kúfskel á landgrunninu við
Ísland.
Sjaldséðir fiskar 2001
Tveir starfsmenn Hafrannsóknastofnunarinnar, Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson, skrifa
athyglisverða grein um sjaldséða fiska á Íslandsmiðum á árinu 2001. Nöfn margra þessara
tegunda koma nokkuð spánskt fyrir sjónir!
Guðni Ólafsson VE 606
Línuveiðiskipið Guðni Ólafsson VE 606 bættist í flota Vestmannaeyinga á dögunum, en það
var smíðað í Kína. Ægir gerir ítarlega grein fyrir þessu nýjasta skipi landsmanna.
5
Í B L A Ð I N U
Útgefandi: Athygli ehf.
ISSN 0001-9038
Ritstjórn: Athygli ehf.
Hafnarstræti 82, Akureyri
Sími 461-5151
Bréfasími 461-5159
Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.)
Auglýsingar: Athygli ehf.
Suðurlandsbraut 14, Reykjavík,
Sími 515-5200,
Bréfasími 515-5201
Auglýsingastjóri:
Inga Ágústsdóttir
Sími 515-5206
GSM 898-8022
Hönnun & umbrot:
Athygli ehf.
Suðurlandsbraut 14, Reykjavík,
Sími 515-5200,
Bréfasími 515-5201
Prentun: Steindórsprent-Gutenberg ehf.
Áskrift: Ársáskrift Ægis árið 2002
kostar 6600 kr.
Áskriftarsímar 515-5200 & 515-5207
Forsíðumynd blaðsins var tekin um borð í Akureyr-
inni EA, frystitogara Samherja hf., í fyrsta túr
skipsins á þessu ári.
ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og
ívitnun er heimil, sé heimildar getið.
26
22
33
40
45
20