Ægir - 01.02.2002, Síða 6
6
P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S
Samkvæmt EES samningnum tökum
við yfir meira en 80% allrar þeirra
löggjafar sem leggur grunn að sam-
skiptum, og viðskiptum, í Evrópu-
sambandinu. Upphaflega var samn-
ingurinn aðallega kynntur sem við-
skiptasamningur en hefur í raun orðið
stærsti félagsmálasamningur sem Ís-
land er aðili að, sömuleiðis á sviði
mennta og vísinda og á sviði umhverf-
ismála. Hinsvegar hefur hvorki vinnu-
afl af EES svæðinu flætt yfir né hafa
auðmenn keypt hjartfólgnustu svæði
landsins. Þannig hefur niðurstaðan að
ýmsu leyti orðið önnur en umræðan
gaf til kynna. Mikilvægt er að draga
af því þann lærdóm að fara þurfi í um-
fjöllun sem þessa með opnum hug
fremur en fyrirfram gefinni niður-
stöðu, með eða á móti.
Frá hlutaaðild til fullrar aðildar
Það er almennt viðurkennt að ef aðild
Íslands að ESB kæmi til þjóðarat-
kvæðagreiðslu gætu sjávarútvegsmál-
in ráðið úrslitum um afstöðu Íslend-
inga. Þess vegna skipta samnings-
markmið og niðurstaða um þau efni
afar miklu kjósi Ísland að breyta stöðu
sinni gagnvart ESB frá núverandi
hlutaaðild til fullrar aðildar.
Hvað er þá um sjávarútveginn að
segja í þessu samhengi? ESB-ríkin fara
sjálf með stjórn fiskveiða heima fyrir
og getur sú stjórn verið mismunandi
eftir ríkjum. Heildarafli hvers ríkis er
hinsvegar ákvarðaður í ráðherraráði
skipuðu sjávarútvegsráðherrum sam-
bandsins. Þennan hátt hafa ríkin þurft
að hafa á vegna þess að um sameigin-
leg hafsvæði og hagsmuni er að ræða.
Ákveðin viðukenning hefur þó fengist
fyrir hafsvæðin í kringum Orkneyjar
og Hjaltland og Norðmenn höfðu
fengið viðurkenningu á að hafsvæðið
fyrir norðan 62. breiddargráðu yrði
tímabundið undir fullu forræði þeirra.
Hvað var í pakka Noregs 1999
Það er ágætt að byrja á því að fara yfir
hvað var í pakka Noregs, en þeir
sömdu 1992 og felldu aðild 1994. Það
gæti verið e.k. byrjunarreitur okkar.
Norðmenn fengu viðurkenningu á
mikilvægi sjávarútvegs síns. Þeir
þurftu ekki að greiða fyrir innganginn
með veiðiheimildum. Viðurkennt var
að viðmiðunarár varðandi veiðireynslu
innan lögsögu þeirra væru árin 1989
til 1993. Reglan um hlutfallslegan
stöðugleika tryggði þeim sama veiði-
rétt áfram. Þeir gátu fengið fram-
kvæmdastjóra sjávarútvegsmála sam-
bandsins. Einnig þriggja ára frest
gagnvart erlendum fjárfestingum. Eft-
ir aðildarviðræðurnar töldu Norð-
menn líka að þeir gætu haldið áfram
hvalveiðum með vísan til undanþágu-
ákvæða tilskipunar ESB um náttúru-
vernd.
Síðan Norðmenn sömdu hefur
svokölluð nálægðarregla orðið til hjá
bandalaginu. Hún felur það í sér að
færa á allar ákvarðanir til lægsta
mögulega stjórnstigs og sem næst
þeim sem við eiga að búa. Og ef ein-
hverjir hagsmunir eru bundnir ein-
stöku ríki en varða hin ekki þá sé eðli-
legt að ákvörðunin sé tekin í viðkom-
andi ríki.
En hvað viljum við?
Við viljum tryggja veiðirétt og veiði-
möguleika Íslands til frambúðar og
ábyrga stjórn fiskveiða innan íslensku
lögsögunnar. Eðlilegt er að krefjast
þess að hafið í kringum Ísland verði
skoðað sem sérstakt hafsvæði, enda
yrði Ísland eina ESB ríkið á þessu
svæði og eina ríkið sem hefur hags-
muni af því hvernig veiðum þar er
stjórnað. Það, ásamt beitingu nálægð-
arreglunnar, ætti einnig að geta fært
okkur einum ákvörðunarvald um
heildarafla á svæðinu. Reglan um
hlutfallslegan stöðugleika tryggir að
engir aðrir en Íslendingar fengju
veiðirétt í lögsögunni.
Ólíklegt er að varanleg undanþága
fengist frá fjárfestingum erlendra aðila
í sjávarútvegi þó líklegt megi telja að
einhverra ára frestur fengist. En rétt er
að hafa það í huga að samkvæmt regl-
um Evrópusambandsins verður útgerð
að hafa raunveruleg efnahagsleg tengsl
við það land sem gert er út frá. Einnig
væri hægt að setja á löndunarskyldu
þannig að öllum afla skipa sem veiða í
ísl. lögsögu yrði landað á Íslandi. Það
gerum við ekki núna en þessi mögu-
leiki er til staðar.
Staða Íslands væri afar sterk ef það
gengi í sambandið. Þekking okkar og
geta í sjávarútvegi er viðurkennd. Það
er því eðlilegt samningsmarkmið að
Ísland fái framkvæmdastjóra sjávarút-
vegsmála.
Með aðild að ESB er fullur aðgang-
ur að okkar mikilvægustu mörkuðum
fyrir sjávarafurðir tryggður. Málið er
þó ekki svo einfalt að hagsmunir verði
vigtaðir krónu á móti krónu. Hér hef-
ur einungis verið rætt um það sem
snýr beint að stjórn sjávarútvegsmála
enda ekki svigrúm til að fjalla um
annað sem skiptir máli eins og stærra
myntsvæði og gjaldmiðill og þar með
lægri vextir og meiri stöðugleiki. Það
er efni í aðra grein.
Evrópuumræða
á dagskrá
Pistil mánaðarins skrifar
Svanfríður Inga Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra