Ægir - 01.02.2002, Qupperneq 8
8
F R É T T I R
Á þessum árstíma er lífið loðna á
Vopnafirði. Athafnalífið snýst að
miklu leyti í kringum þennan
dyntótta fisk hjá burðarfyrirtæki
byggðarlagsins, Tanga hf. Loðnan
er þeirrar náttúru að hún gefur
sig bara nokkra mánuði á ári og
þegar loðnuveiðin byrjar af krafti
brestur á vertíð á Vopnafirði, rétt
eins og þær gerðust bestar í síld-
inni í gamla daga. Unnið er allan
sólarhringinn á vöktum og loðn-
an fryst fyrir Rússana fyrst og
fremst, en einnig lítillega fyrir
Japansmarkað.
Þegar vel gengur í loðnunni
gengur vel hjá Vopnfirðingum.
Og ekki verður annað sagt en að
vel hafi gengið á loðnuvertíðinni í
vetur og því er nokkuð bjart yfir
Vopnafirði þessar vikurnar. Að
vísu hefur tíðarfarið verið svona
upp og ofan og brælur hamlað
veiðum, en þegar tíðarfar hefur
verið hagstætt hefur mokveiðst.
Nóg af loðnu í sjónum
„Þetta hefur gengið vel,“ sagði
Friðrik M. Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Tanga við Ægi, „að
vísu hafa oft verið slæmar brælur
en að öðru leyti hefur þetta geng-
ið ágætlega. Það virðist vera
óhemju af loðnu í sjónum og
veiðin hefur verið góð þegar hefur
gefið til veiða. Í fyrra var veiðin
óvenjulega mikil fyrir vestan og
því tókum við á móti minna
magni af loðnu en oft áður. Í ár
höfum við tekið á móti meira en
helmingi meira magni en í fyrra.
Loðnan er óvenju stór í ár og
ástandið á henni er gott,“ sagði
Friðrik. Fyrir miðjan febrúar var
hrognafyllingin í loðnunni komin
í 15%, sem er viðmiðið fyrir Jap-
ansmarkað. Friðrik segir að Tangi
frysti ekki mjög mikið fyrir Jap-
ansmarkað, áherslan sé á frysta
loðnu á Rússlandsmarkað.
Hvorki útlendingar
né aðkomumenn
„Þegar nóg er af loðnunni vinn-
um við allan sólarhringinn á þrí-
skiptum vöktum. Hér eru saman-
lagt um 50 manns starfandi,“
sagði Friðrik. Hann segir að svo
merkilegt sem það kunni að virð-
ast þurfi ekki að sækja vinnukraft
á þessum vinnuálagstímum út
fyrir byggðarlagið. „Það er það
merkilega við Vopnafjörð að við
erum bara með okkar fólk.
Vinnslan er mjög tæknivædd og
við þurfum ekki nema það fólk
sem er hjá okkur í vinnu dags
daglega. Hér er enginn útlend-
ingur í vinnu og enginn aðkomu-
maður, sem er nokkuð merkilegt
miðað við mörg önnur byggðar-
lög.“
Gaman á vertíðinni
Ef fram heldur sem horfir eru lík-
ur á að sett verði nýtt loðnufryst-
ingarmet hjá Tanga í ár. Friðrik
framkvæmdastjóri segir þó var-
legt að spá nokkru um það fyrr en
vertíðinni ljúki, aldrei sé á vísan
að róa hvað loðnuna varðar. Auk
eigin skips hafa Færeyingar land-
að umtalsverðu magni af loðnu á
Vopnafirði og sömuleiðis er eitt
grænlenskt skip sem landar hjá
Tanga. „Það er alltaf gaman með-
an á vertíðinni stendur,“ segir
Friðrik um stöðuna í uppsjávar-
veiðunum, „en reynslan segir
manni að loðnan er duttlunga-
fullur fiskur og hefur oftar en
ekki snúið á okkur sem vinnum
að loðnuveiðum og vinnslu,“
Stríðnir Norðmenn
Um markaðsmálin segir Friðrik
að það sé þekkt á þessum tíma að
frekar treglega gangi að selja
frystu loðnuna inn á Rússland,
„en það er nú einu sinni svo að
þegar Norðmennirnir eru inni á
markaðnum stríða þeir okkur, en
þegar þeir fara út af markaðnum í
apríl seljum við okkar fram-
leiðslu. Norðmennirnir beita
alltaf þeirri aðferð að bjóða verðin
niður á þessum tíma, en við höld-
um að okkur höndum á meðan og
söfnum um 2500 tonnum í okkar
frystigeymslur,“ segir fram-
kvæmdastjóri Tanga. „Við erum
nú þegar búnir að skipa út 2400
tonnum og reiknum til viðbótar
með 2500 tonnum í geymslum,“
segir Friðrik M. Guðmundsson,
Lífið er loðna
á Vopnafirði
„Það er það merkilega við Vopnafjörð
að við erum bara með okkar fólk.
Vinnslan er mjög tæknivædd og við
þurfum ekki nema það fólk sem er hjá
okkur í vinnu dags daglega.“
Drekkhlaðin loðnuskip á Vopnafirði. Mynd: Jón Sigurðsson/Vopnafirði
„Í ár höfum við tekið á móti meira en
helmingi meira magni en í fyrra. Loðn-
an er óvenju stór í ár og ástandið á
henni er gott,“ framkvæmdastjóri Tanga
hf.