Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 15

Ægir - 01.02.2002, Blaðsíða 15
15 T Æ K N I okkur hefur þegar skilað ýtir undir þá ætlun okkar að verða bestir á þessu sviði.“ Svokallaður flöguís hefur verið á markaðnum í áratugi, en sú lausn sem Ískerfi byggja á er framleiðsla á ísþykkni úr sjó, sem Jónas segir að kæli til muna betur en gamli, hefðbundni ísinn. „Vegna þessarar hröðu kælingar erum við að selja okkar búnað. Kælingin er mun hraðari en með hefðbundnum ís og það er al- mennt orðið viðurkennt.“ Ísstrokkar Ískerfi framleiða mismunandi stærðir af ísþykknivélum. „Við höfum afnotarétt af einkaleyfi fyr- ir svokölluðum ísstrokki, sem er bandarísk uppfinning. Við fram- leiðum vélar með einum slíkum ísstrokki, tveimur, fjórum eða sex strokkum. Minnsta vélin er um 1,30 metrar að lengd, 1 metri á hæð og 60 cm á breidd. Það hversu stórar vélar menn taka fer allt eftir því hvað viðkomandi fiskiskip eru að veiða, hversu langir túrarnir eru langir og hversu mikið magn menn eru að veiða. Við ráðleggjum okkar kaupendum hversu stórar vélar henta best aðstæðum í hverri vinnslu eða skipi. Við ráðum mönnum frá því að kaupa of stóra vél, í sumum tilfellum hentar vel að framleiða ísþykknið í tank. Og síðan má ekki gleyma því að styrkur rafmagnsins um borð í hverju skipi er ráðandi þáttur um hversu stóra vél skal velja.“ Stöðug og jöfn aukning í sölu Ískerfi hafa náð sterkri stöðu á innanlandsmarkaði, en einnig sel- ur fyrirtækið ísþykknivélar sínar til annarra landa. Jónas nefnir að til Írlands hafi ein slík vél verið seld til kælingar á makríl. Jónas telur að ýmsar skýringar séu á söluaukningu að undan- förnu í ísþykknivélunum. Í fyrsta lagi hafi elstu vélarnar frá fyrir- tækinu, sem eru um borð í nokkrum hérlendum skipum, gefið mjög góða raun og þær end- ist vel. Og í öðru lagi leggi Ís- kerfi mikið upp úr þjónustu við viðskiptavinina og aukinheldur leggi fyrirtækið sig fram um að lausnirnar henti hverjum og ein- um kaupanda. 93 Liquid Ice vélar í notkun Hjá Ískerfum starfa 12 manns við framleiðslu ísþykknivélanna. „Auk sjálfra ísvélanna framleið- um við kælitanka og svokallaða forkæla, sem kæla sjóinn niður áður en hann fer inn í vélarnar,“ sagði Jónas. Samkvæmt samantekt Ískerfa eru nú 93 Liquid Ice ísþykknivél- ar í notkun, þar af eru rúmlega 50 vélar um borð í fiskiskipum og hinar eru í fiskvinnslum í landi. „Í sumum skipum eru nokkrar vélar. Til dæmis eru þrjár ísþykknivélar í Hörpu VE, loðnuskipi Ísfélags Vestmanna- eyja. Þar um borð voru kæld nið- ur undir tvær gráður um 750 tonn af loðnu fyrir skömmu og japanskir kaupendur höfðu orð á því að þessi loðna væri besta hrá- efni sem hægt væri að fá.“ Þjónustuaðilar erlendis Jónas segir það liggja fyrir að er- lendis verði farið í enn frekari markaðssókn á næstu misserum. „Á síðasta ári komum við á tengslum við fjölmarga þjónustu- aðila erlendis. Á Írlandi eru þannig tveir sölu- og þjónustuað- ilar á okkar snærum, tveir í Skotlandi og Færeyjum, einn á Ítalíu, Grænlandi, í Danmörku og Hollandi. Þessir menn sjá um að setja kerfin upp og þjónusta þau,“ segir Jónas. Á alþjóðlegum markaði er að sögn Jónasar tölu- verð samkeppni. „Ég get nefnt að varðandi stærstu vélarnar okkar erum við að keppa við vélbúnað frá York Marine, en ég tel að í minnstu ísþykknivélunum höfum við mikla sérstöðu.“ Þróunin heldur áfram Þróun á vélbúnaði fyrir sjávarút- veginn heldur stöðugt áfram og það gildir líka um ísþykknivél- arnar frá Ískerfum. „Nei, við erum svo langt í frá hættir að þróa þessar vélar. Ég tel líklegt að þær muni stækka til þess að svara kröfum stærri viðskiptavina. Við erum að þróa ákveðna útfærslu á vélunum sem gerir alla þjónustu og eftirlit með þeim mun skil- virkara. Og við munum einnig þróa minnstu vélina frekar, t.d. í þá átt að hún muni geta framleitt ísþykkni úr heitari sjó. Hvað við- víkur stærstu vélunum munum við leggja höfuðáherslu á rekstr- aröryggi. Almennt má segja að við verðum að bregðast við því að notendurnir verða alltaf stærri og stærri. Þá vísa ég til dæmis til stóru fjölveiðiskipanna og stórra laxeldisfyrirtækja,“ segir Jónas. Hér gefur að líta ísstrokk, sem er bandarísk uppfinning, en Ískerfi hafa rétt til að nota í sínar Liquid Ice vélarnar. Myndir: Sverrir Jónsson. Fjögurra strokka ísþykknivél frá Ískerf- um. Hér er Unnþór Stef- ánsson að vinna að því að setja saman ísþykknivél með einum ísstrokki.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.