Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2002, Side 20

Ægir - 01.02.2002, Side 20
N Ý S K Ö P U N 20 Sjávarleður er nýsköpunarfyrir- tæki á Sauðárkróki sem hefur á undanförnum árum þróað sútun á fiskroði. Fyrirtækið hefur ekki alltaf farið troðnar slóðir, enda er ekki við neinar fyrirmyndir að miða því Sjávarleður er í raun eina fyrirtæki sinnar tegundar í heiminum. Eins og oft vill verða með nýsköpunarfyrirtæki hefur reksturinn ekki alltaf verið dans á rósum, en Friðrik Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjávarleðurs, hefur þá trú að fyrirtækið, að komast yfir erfiðasta hjallann og fram- undan sé betri tíð, enda hafi Sjáv- arleður náð bærilega góðri fót- festu á mörkuðum sem borga gott verð fyrir vöruna. Hér á árum áður var rekstur Sjávarleðurs tengdur Loðskinni, sútunarverksmiðju á Sauðárkróki, en núna er Sjávarleður sjálfstætt fyrirtæki og óháð Loðskinni. Einu tengslin eru þau að fyrirtækin eru undir sama þaki á Sauðárkróki. Átta ára gamalt fyrirtæki „Uppistaðan í vinnslunni hjá okkur eru laxaroð og roð af níl- arkarfa, sem við fáum frá Kenya í Afríku. Aðalástæðan fyrir því að við sútum mikið af laxaroði er sú að við höfum nokkuð tryggan að- gang að því og sömuleiðis er þetta mjög gott hráefni til sútun- ar og okkur hefur tekist að þróa vinnslu þess þannig að laxaroð er mjög mjúkt og því eftirsótt í tískufatnað. Laxaroð höfum við bæði keypt hér innanlands og einnig frá Færeyjum,“ segir Frið- rik Jónsson. Fjórir eigendur Segja má að þróunarvinna vegna sútunar á fiskiroði hafi hafist árið 1990, „en árið 1994 var Sjávar- leður síðan stofnað og í kjölfarið var farið í þessa vinnslu af meiri krafti en áður. Núna eru eigendur fyrirtækisins Nýsköpunarsjóður og Sveitarfélagið Skagafjörður, sem eiga til samans 90% hluta- fjár, auk mín og Eggerts feld- skera.“ Eggert feldskeri hefur lagt sitt lóð á vogarskálina í vöruþróun Sjávarleðurs. Eggert prófaði þetta hráefni með góðum árangri í jakkalínu sem hann hefur verið að sauma og markaðssetja í Banda- ríkjunum. „Þessi markaðssetning varð reyndar illa fyrir barðinu á hryðjuverkunum 11. september á síðasta ári. Í kjölfarið kom veru- legt bakslag á markaðnum vestra og kaupendur héldu að sér hönd- um. Það mun taka tíma að koma aftur á jafnvægi á þessum mark- aði, en við væntum þess þó að það muni gerast áður en langt um líð- ur,“ segir Friðrik. Draumurinn sem rættist Hjá Sjávarleðri starfa nú 3-4 starfsmenn, en Friðrik orðar það svo að ef umfang fyrirtækisins haldi áfram að vaxa á þessu ári megi búast við að ný störf skap- ist. „Við höfum verið í miklum vexti í vetur. Okkur hefur lánast að láta þann draum rætast í vetur sem við höfum í raun stefnt að frá stofnun Sjávarleðurs að koma þessari vöru inn í hátískuheim- inn. Núna eru okkar stærstu við- skiptavinir tískufyrirtækin Christian Dior, í Frakklandi og á Ítalíu, ítalska fyrirtækið Prada, John Galliano og Jacques Le Corre í París. Með því að ná samningum við þessi þekktu fyr- irtæki í tískuheiminum náum við að kynna okkar framleiðslu mun víðar því milljónir manna sjá tískusýningar þessara fyrirtækja í sjónvarpi og sömuleiðis fáum við kynningu á okkar framleiðsluvör- um í tískublöðum. Með þessu móti fáum við ókeypis auglýs- ingu á stöðum þar sem við létum okkur ekki dreyma um að eiga nokkurn tíma fjármuni til þess að auglýsa. Það má segja að frá upp- hafi höfum við stefnt að því að koma framleiðsluvörum okkar inn á þennan markað og það er í raun að takast. Að því leyti höf- um við náð árangri í landvinning- um og erum um leið að auka velt- una.“ Þolinmæði og þrjóska Friðrik viðurkennir að það sé góð tilfinning að Sjávarleður hafi þó náð þessum árangri á tískumark- aðnum, því oft á tíðum hafi leiðin að þessu marki verið afar grýtt. „Það er auðvitað ekkert annað en Sjávarleður á Sauðárkróki: Framleiðir efni í hátískuvörur úr laxa- og nílarkarfaroði

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.