Ægir - 01.02.2002, Qupperneq 22
22
T Æ K N I
„Á síðasta ári tókum við mark-
visst þátt í sýningum erlendis og
jafnframt var stofnað markaðsfyr-
irtæki í Noregi. Um þessar
mundir erum við að setja af stað
markvissar auglýsinga- og kynn-
ingarherferðir til þess að kynna
vörumerki okkar. Fyrirtækið er
nú komið í þá stærð að það hefur
fjárhagslega burði til þess að
leggja út í slíkar kynningarher-
ferðir. Á þessu ári munum við
taka þátt í sjávarútvegssýningum
í Boston, Brussel, Þrándheimi og
í haust hér á Íslandi. Á þessum
sýningum verðum við með eigin
bása, en síðan erum við með full-
trúa á öðrum sýningum þar sem
samstarfsfyrirtæki okkar eru með
bása. Ég nefni í því sambandi
Chile, Glasgow og Singapore. Við
finnum það að þátttaka í slíkum
sýningum er mikilvæg, en ég ít-
reka það að fyrirtæki verða að
hafa náð ákveðinni lágmarksstærð
til þess að hafa burði í að taka
þátt í sýningunum.“
Áhugaverður markaður
í Noregi
„Við horfum mjög mikið til
markaðarins í Noregi, enda er þar
mikil og þróuð fiskvinnsla og
Norðmenn leggja umtalsverða
fjármuni til uppbyggingar og ný-
sköpunar. Sumar af framleiðslu-
vörum okkar markaðssetjum við
og seljum út um allan heim, en
aðrar einskorðast við ákveðin
markaðssvæði. Í Noregi höfum
við starfsmenn á okkar snærum
og auk þess erum við í samstarfi
við þarlend fyrirtæki sem hafa að-
stoðað okkur við uppsetningu á
tækjum og vélbúnaði. Við mið-
um alltaf við að nokkrir af þeim
starfsmönnum sem koma að upp-
setningu okkar tækjabúnaðar séu
frá viðkomandi kaupendum
þannig að þeir læri strax á búnað-
inn.“
Mörg járn í eldinum
Um þessar mundir er nóg að gera
hjá Skaganum. Sigurður Guðni
nefnir að unnið sé að því að smíða
karakerfi fyrir þýskt fyrirtæki,
hausaþurrkunarkerfi fyrir fyrir-
tæki í Færeyjum, sem Laugafisk-
ur og Fiskmiðlun Norðurlands
eigi hlut í, og síðan sé verið að
ljúka við að smíða frysti fyrir fyr-
irtæki í Chile. „Einnig erum við
með krapakerfi í smíðum,“ segir
Sigurður Guðni. „Síðan má ekki
gleyma því að við erum að byrja á
tveimur vinnslukerfum um borð í
tvö af skipum Samherja, annars
vegar Þorstein EA og hins vegar
gömlu Guðbjörgina, sem nú er í
lengingu í Lettlandi. „Það er með
öðrum orðum nóg að gera nú um
stundir og Sigurður Guðni orðar
það svo að horfurnar séu mjög
góðar á næstunni.
65% framleiðslunnar út fyrir
landssteinana
Á þessu ári má reikna með að um
65% af framleiðsluvörum Skag-
ans séu fyrir erlendan markað á
móti 35% hér heima. „Á síðasta
ári vorum við með hlutfallslega
meira hér á heimamarkaði sem
kom m.a. til af því að við sáum
um að smíða nýtt vinnslukerfi
fyrir Ísfélagið í Vestmannaeyjum,
frá móttöku og í frystigeymslu,
sem var mjög stórt verkefni. Það
hefur verið greinileg aukning í
vinnslu sem tengist uppsjávar-
veiðum og við höfum fengið stór
verkefni í tengslum við hana. Til
viðbótar við Ísfélagið get ég nefnt
vinnslulínur um borð í bæði Vil-
helm Þorsteinsson og Guðrúnu
Gísladóttur.“
Íslendingar framsæknir
Vöxtur Skagans hefur verið eftir-
Skaginn hf. á Akranesi:
Þurfum ekki að hafa neina
minnimáttarkennd
- segir Sigurður Guðni Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Skaginn hf. á Akranesi hefur náð eftirtektarverðum árangri hér innan-
lands og erlendis í sölu á tæknibúnaði í sjávarútvegi. Sigurður Guðni
Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skagans, er ánægður með hvernig mark-
aðssóknin hafi gengið til þessa og hann segir frekari kynningarherferðir
erlendis í farvatninu.
„Okkur líst bara vel á
þetta ár. Það byrjar
vel og mér sýnist að
við höfum stór og
góð verkefni fram eft-
ir ári,“ segir Sigurður
Guðni Sigurðsson,
framkvæmdastjóri
Skagans hf.