Ægir - 01.02.2002, Page 26
26
S J Ó M A N N S L Í F
Hinn 11. janúar 2002 verður þó að teljast tímamóta-
dagur í lífi greinarhöfundar umfram „venjulegan“ af-
mælisdag því einmitt þennan dag skyldi tekist á við
nýtt hlutvek, óæft og raunar óskrifað, sjómennsku,
þar sem landkrabbinn gengi til liðs við vinnuþjarka
íslenskrar atvinnustéttar með þeim lögum og regl-
um, skráðum og óskráðum, sem þar gilda.
Spennustigið var þ.a.l. hátt þennan dimma vetrardag
en dagarnir þar á undan höfðu liðið einn af öðrum án
niðurstöðu - símsvari Samherja hljómaði e-ð á þessa
leið: „Skipverjar á Akureyrinni athugið, enn er verið
að vinna í spilinu, vonir standa til að viðgerð verði
lokið annað kvöld eða að morgni ...dags, eru skip-
verjar beðnir um að athuga stöðuna um hádegisbil á
morgun...“
Svona gekk þetta um sinn, glæsifleytur Samherja
héldu til hafs ein af annarri meðan skipverjar Akur-
eyrinnar EA 110 biðu boða sinna, velflestir þolin-
móðir eins og reynslan hefur kennt þeim meðan
landkrabbinn óreyndi renndi í gegnum hugskot sitt
dag hvern, nokkrum sinnum, hvað biði hans í nýju
hlutverki. Samtímis sem sjálfið fagnaði biðinni þoldi
það illa við enda alþekkt að biðin er einungis til ills
þegar vitað er að hlutskiptið verður ekki umflúið,
hver man ekki skamman fögnuðinn í hjarta ung-
lingsins félli niður skóli tiltekinn dag á miðjum
vetri!?
Margur, reyndur og óreyndur til sjós, hafði komið
Hinn 11. janúar 2002 var líkur öðrum dögum þessa tiltekna mánaðardags
ár hvert sl. 44 árin að því leyti að undirritaður fagnaði afmæli þann dag
og þannig áminntur um að tíminn stendur ekki beinlínis í stað. Dagurinn
stóð upp á föstudag og einhvern tímann á lífsleiðinni hefði slíku verið
fagnað með eftirminnilegum hætti en með árunum verða tímamótin
færri og þar með tilefnin til samfögnuðar ættingja og vina.
„30 dagar án Dagnýjar
(og barna)“
Greinarhöfundur tekur til
hendinni í lestinni.
Í janúar hélt Akureyrin EA, skip Samherja hf. á Akureyri, til veiða
eftir nýársstopp. Einn skipverja, Magnús Már Þorvaldsson, „Halló
Akureyri“ og fyrrum sveitarstjóri á Þórshöfn, var háseti í þessum túr,
en hann hafði aldrei áður farið til sjós. Ægir fór þess á leit við
Magnús Má að hann skráði upplifun sína af þessari sjóferð fyrir blað-
ið. Magnús Már tók þeirri málaleitan vel og hér birtist fjörleg sjó-
ferðarlýsing hans og myndir voru teknar í ferðinni.