Ægir - 01.02.2002, Page 28
28
S J Ó M A N N S L Í F
vélstjóri, og Karl R. Þórhallsson, 2. vélstjóri, áður
hafði ég nefnt þann frábæra matsvein, Birgi Þór Júlí-
usson, til sögunnar sem og stjórnendur skipsins.
Fyrsta vakt var þó róleg þar sem skipið hélt á haf
út og veiðar voru ekki hafnar, kl. 00.30 var mér
heimilt að leggjast til hvílu í káetu minni fyrsta
sinni í sjóferðinni en káetufélaganum var gert að
koma sér á vakt. Með eina sjóveikitöflu í kviðnum
leið mér ágætlega þrátt fyrir dýfurnar er skipið tók,
en sá galli var á gjöf Njarðar að hvernig sem ég
reyndi gat ég ekki með nokkru móti sofnað! Ástæðan
var giska einföld en ég hafði ekki leitt hugann að
áður, vélarhávaðinn var að æra óstöðugan!
Þannig háttar til í þessu góða skipi að vélar þess
eru fremst eða a.m.k. nógu framarlega til að til þess
að valda hávaða og titringi í vistarverum sem er
óvönum nokkuð framandi svo ekki sé fastar að orði
kveðið. Komandi úr vernduðu umhverfi heimilisins
átti landkrabbinn erfiða nótt þar sem háð var hörð
barátta við vélargný og skjálfta honum fylgjandi -
þessari fyrstu baráttu tapaði ég og þótti illt í efni. Að
morgni skyldi ég eiga vakt og kveið því ekkert sér-
staklega en nokkuð þó enda er vansvefta maður ekki
til að hafa stórræði með höndum. Þegar til kom
stöðvaði Jón klefafélagi framsókn mína, sagði enn
ekki komið að átökum og skyldi ég þ.a.l. liggja
áfram í hvílu minni. Lét ég ekki segja mér það
tvisvar og merkilegt nokk hafði ég sigur og náði
svefni einhverja stund - hafði ég þar með náð að sigra
hávaðarokka Akureyrinnar fyrsta sinni og skyldu
sigrarnir verða regla fremur en undantekning þegar
frá leið, eyrnatapparnir er Siggi vélstjóri gaukaði að
mér hjálpuðu mikið.
Frívakt tók við kl. 12.30 án vinnuframlags og von-
ast ég til að ekki verði dregið af launum mínum þeg-
ar þetta uppgötvast...! Okkar beið úrvalsmáltíð frá
hendi Birgis Þórs og var það einungis forsmekkurinn
því ungi maðurinn reyndist vera snillingur á sviði
matargerðarlistar og átti sinn þátt í að viðhalda þeim
stórgóða anda sem var manna á meðal allan túrinn.
Að lokinni máltíð tók við afslöppun þar sem menn
ýmist lágu eða sátu á meltunni, en um kl. 17 gerðist
sá merki atburður að ég upplifði mitt fyrsta kast,
þ.e.a.s. að dekkmenn dagvaktar köstuðu netum
fyrsta sinni í úthaldinu og myndi styttast í fyrstu
handtök landkrabbans á millidekki togarans akur-
eyrska.
Aðlögun lýkur
Klukkan 21.30 þetta kvöld hófst hin eiginlega sjó-
mennska, ég hafði svo sem segir að framan fengið ný-
liðafræðslu en nú skyldi tekist á við gull hafsins í
formi missnoturra fiska! Já, einmitt en ef ég þekkti
nú ekki mun á ýsu og þorski, hlýra og steinbít, ýsu
og lýsu, þorski og ufsa..., eða hvað þeir heita nú allir
þessir fiskar hafsins sem leitað skyldi að! Þekkingin,
áður en gengið var inn á millidekk skipsins, lítil,
eiginlega engin og í engu samræmi við lífaldur skip-
verjans nýja - reynsluheimurinn ekki víðari en svo að
fiska þekkti ég fyrst og fremst af afspurn en þó eink-
um tilreidda á matardiski mínum! Ég hafði þó lesið
mér til um að ýsa og lýsa væru af þorskaættkvísl, lýs-
una hirti maður líklega ekki, þorskurinn væri venju
fremur stærri en ýsan og útlistmunur væri svo slá-
andi að jafnvel hálfblindur sæi greinilega nokkurn
mun!
Þetta fyrsta hol var upp á 3-4 tonn og var uppi-
staðan fremur smár þorskur, skv. atvinnumönnunum
vel að merkja. „Fékk“ ég að vera með í að koma þeim
gula í gegnum hin fjölmörgu færibönd millidekks-
ins. Kristján Ísak og Sigurður Malmquist höfðu mig
sér við hlið í móttökunni en þar hefst hin eiginlega
flokkun og er vissara að hafa hraðar hendur og er þess
vænst þar sem öll vinnslan snýst um skjót og vönduð
(með áherslu á vönduð) vinnubrögð. Fiskarnir komu
einn af öðrum þó yfirleitt margir saman, greina
þurfti á milli þeirra sem fara skyldu í vinnslu og ekki
en níutíuog eitthvað prósent aflans eru nýtt og hið
margumtalaða brottkast sást hvergi, hér er því sem
næst allt nýtt var mér tjáð - og það sannreyndi ég.
Setið að kræsingum.
Hér gera menn
þorramatnum góð
skil.