Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2002, Side 30

Ægir - 01.02.2002, Side 30
30 sér nægja að taka 3-4 nokkurra centimetra „fjöll“ í nefið og taldi sig hugsa mun skýrar á eftir. Og hvort hann gerði, en hvað hefði Jói skóflað miklu upp í rörið hefði hann nef á við Phil Thompson í Liver- pool!? Galli ekki sama og galli Að sjálfsögðu mætti undirritaður ekki tómhentur til skips heldur með töskur fullar af klæðnaði, þ.á.m. 3 ullarpeysur til að mæta frosthörkum á skipsdekki. Það er ekki leikvöllur ókunnra og þangað fór ég aldrei nema til þess að fylgjast með aðförum dekkara þegar net var halað inn og til þess að slá á aflann sem í netinu var. Annað kom að góðum notum, s.s. sjó- galli sá er ég fékk hjá stjúpsyni mínum og hann erfði frá frænku sinni en þeim klæddist hún m.a. á útihá- tíð í Húnaveri ´88 (!) og stígvélin er pabbi lagði mér til. Buxurnar voru ekki fremur en stígvélin móðins og urðu uppspretta líflegra fyrirspurna en atvinnu- mennirnir klæðast að sjálfsögðu einungis viður- kenndum sjóklæðnaði. Það voru buxurnar mínar sannarlega ekki þunnar sem þær voru með snæris- bönd og heimatilbúna hnappa, sem minntu á s.k. „Best“-úlpu, aflangir tréhnappar sem smeygt er í gegnum lykkju. Stígvél þau er pabbi lét mig hafa af elsku sinni hafði hann keypt í skóbúð Lyngdal í Hafnarstrætinu á Akureyri upp úr miðri síðustu öld og þóttu fara vel við gallann! Lengst af háði hvorugt mér, buxurnar héldu þó æ minna vatni en þrákelkni mín tryggði það að þær voru fylginautur minn alla ferðina en fóru ekki frá borði og verða um ókomna tíð ánægjuleg áminning fyrir félaga mína þar sem þær hanga yfirlætislausar innan um galla atvinnumannanna í stakkageymsl- unni. Stígvélin eru hins vegar í foreldrahúsum á ný, þau reyndust mér vel þó ég beri ekki á móti því að á stundum hafi þau verið nær því að virka eins og skautar en stígvél er í lestina var komið! Kom sér vel að gamlir taktar á svellinu tóku sig upp og því stóð ég af mér allan velting í frystirými skipsins. Aflinn eini mælikvarði launa Á stundum er því haldið fram að sjómenn séu of- haldnir af launum sínum, einkum þegar fréttir berast af metafla tiltekins frystitogara. Víst er að laun sjó- manna á Íslandi eru býsna góð þegar vel fiskast en enginn skyldi gleyma því að þegar ekkert aflast eru launin engin og það gerist að sjólag er með þeim hætti að ekki fiskast. Þeir túrar sem lítið gefa af sér eru síður í fréttunum en burtséð frá öllu öðru þá er starf sjómannsins ekkert áhlaupaverk. Fyrir þann reynsluslausa, sbr. undirritaðan fyrir þessa sjóferð, er hlutskipti sjómannsins óþekkt og því allur saman- burður við aðrar stéttir ósanngjarn. Að fenginni reynslu get ég fullyrt að sjómaður vinnur fyrir hverri þeirri krónu er hann aflar og gerir það vel. Áður en ég steig á skipsfjöl kvaðst ég vilja vinna með járnkörlum íslenskrar atvinnustéttar og nýt þeirra forréttinda að hafa gert það. Verðmætamynd- un Samherja hf. á sér ekki stað í Glerárgötunni á Ak- ureyri nema að því leyti að þar starfar ákaflega hæft fólk að markaðs-og sölumálum. Samherji hefur frá upphafi gert út góð skip og er nafn Akureyrinnar órjúfanlegur hluti af glæstri útgerðarsögu fyrirtækis- ins. Að hafa reynt mig með áhafnarmeðlimum Akur- eyrinnar EA 110 veit ég að engir nema atvinnumenn í fremstu röð fást þrifist hér þar sem reglan „Einn fyrir alla, allir fyrir einn“ gæti allt eins verið mottóið ekki síður en hjá skyttum Dumas. Reglan er vissu- lega óskrifuð en þarna er hún svo yndislega sönn. Menn fylgjast vel með því hvað aflast og hvern morgun eru aflatölur síðasta sólarhrings yfirfarnar auk þess sem samtölur úthaldsins eru sannreyndar. Aflinn er eini mælikvarði launa og er sá hvati sem rekur menn áfram dag eftir dag hvað sem öllu öðru líður, átök fyrir botni Miðjarðarhafs, óþefur í Síma- málum eða framboðsmál í henni Reykjavík. Það er auk heldur rétt að hafa í huga að sjómenn neita sér um giska margt sem við teljum sjálfsagða hluti vinnandi í landi öllum stundum. Einföldustu snúningar eru býsna flóknir þegar menn dvelja lang- dvölum á hafi úti, hver dagur er öðrum líkur þar sem Hressar hetjur hafsins slá á létta strengi eft- ir erfiða vakt.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.