Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2002, Síða 32

Ægir - 01.02.2002, Síða 32
32 S J Ó M A N N S L Í F Ýmislegt fleira þótti þess virði að líta á og þar sem gervihnattadiskurinn er öflugur vel gátum við flakk- að um víða veröld, þannig var gjarnan horft á engil- saxneskar fréttir og fræðsluþætti ýmiskonar og bíó- myndir en minna af þáttaröðum enda engin tök á fylgjast með framvindu mála. Við gátum m.a.s. fylgst með fréttum í arabalöndum (textað!) eða með öldungi lesa úr Kóraninum klukkustundum saman - hvílíkur sjúkdómur! Mest þótti okkur Simma stýrimanni til koma að horfa á Jenna Jones, kvenkyns útgáfu af Jerry Sprin- ger, en í einum þætti hennar mættu óvenju bosmamiklar konur þar sem ein fullyrti að brjóst hennar væru öðrum stærri í gjörvallri veröld, sáum við Simmi enga ástæðu til að draga þá fullyrðingu í efa! Allar áttu þær það sameiginlegt að njóta þess að klæða sig í þröng föt og leyna þannig engu af ítur- vexti sínum, allar áttu þær eiginmenn er öllum þótti miður þessi sýniþörf þeirra! Við Simmi vorum í hópi þeirra áhorfenda er þótti sýniþörfin fremur jákvæð en neikvæð enda ekki okkar konur sem í hlut áttu...! Fer ég ekki fremur út í sjónvarpsáhorf en ég kunni vel við Private Gold-rásina, stundum, og var ég ekki einn um það. Ekki leiddist mér meira en svo að ég varð brátt þekktur um borð fyrir samskiptaleysi við þá sem næst mér standa og hef ég þó engan hlut elskari en blessaða fjölskyldu mína. Ástæða þessa samskipta- leysis mótaðist einkum af því að ég þóttist ekki hafa frá neinu að segja, okkur gekk giska vel og mér leið með ágætum. Dagnýju minni var ekki skemmt og sagði réttilega að þó ég hefði kannski ekki frá miklu að segja gæti ég altént spurt fregna af liðinu mínu í landi! Allt fór þetta á besta veg og þessi elska tók á móti mér eins innilega og hægt er óska sér! Landkrabbinn verður að „lestarstjóra“ „Maggi, það er ekki nóg að dreifa flökum þvers og kruss og þykjast vera að flokka!“, sagði Biggi ein- hverju sinni við mig þegar roðýsan rann sem hraðast á færibandinu og þar sem hún var öll h.u.b. eins fór hún h.u.b. öll á sama stað! Þetta lærðist eins og ann- að, jafn gott þar sem enginn tími er fyrir farþega um borð í frystitogara! Fljótlega fékk ég að takast á við að blóðga þorsk í góðu meðallagi stóran eða rúmlega það í móttökunni, fylgdust samherjarnir með barátt- unni sem lengi vel var tvísýn - hafði ég betur og síð- ar var verkefni þetta eins og hvert annað. Snyrtingin skyldi ekki verða mín í þessari ferð en prófaði þó en flokkunin var þó mín deild sem og lestin, ég var t.o.m. lestarstjórinn! Það eru engar ýkjur að það er kalt í lest frystiskipa rétt eins og nefnið ber með sér en í átökunum við kassana finnur maður ekki fyrir kuli, þvert á móti svitnarðu í átökunum og kunni ég hlutskiptinu vel. Rúnar og Júlli voru uppi og slógu úr pönnum og settu öskjur í kassa er fóru í lyftu niður á færiband lestarinnar. Sjálfur reyndi ég mig við úrsláttinn og það er hörkuvinna og úr því að mér líkaði svo stjóra- titillinn var ég „sveittistjórinn“ í þau skipti! Tókst á við pökkun, einkum ufsa en útskrifaðist ekki þar frekar en í snyrtingunni, merkti kassa og kom öskj- um í þá. Prófaði þannig að takast á við eitt og annað og á mótvaktinni voru aðrir heiðursmenn í sömu hlutverkum. Flokkunin var mín veröld ásamt lestinni og það gat verið býsna líflegt þegar tegundir voru margar og bandið stoppaði aldrei og ég varð að takast á við fullt bandið aftur og aftur en þetta vandist eins og annað og ef ekki komu þeir félagar mínir og léttu undir með mér. „Einn fyrir alla, allir fyrir einn“ en menn biðu aldrei eftir þakklætiskveðjunni, höfðu einfaldlega í nógu að snúast og voru farnir - þetta eru snillingar. Að leiðarlokum Um kl. 16 þann 10. febrúar lagðist Akureyrin EA 110 að landi í Reykjavíkurhöfn með blandaðan afla upp á góðar 90 milljónir, einhverri bestu janúarför skipsins m.t.t. veðurs var á enda og voru áhafnarmeð- limir all sáttir við sinn hlut. Þáttur þeirra Bóbós og Simma var ekki lítill, þessir heiðursmenn komu vel fram við undirmenn sína, enda yfirvegaðir og sann- gjarnir. Þáttur matsveins verður seint ofmetinn í þessu þrönga samfélagi þar sem matstofan er hjartað og að lokinni krefjandi vakt er fátt betra en staðgóð- ur málsverður og innilegt bros Birgis Þórs - hafi hann þökk fyrir. Vélstjórar þykja gulls ígildi og góð- ir eru þeir. Á Akureyrinni eru þeir í sérflokki og ekki meira um það að segja. Hafi þeir og heldur þökk strákarnir allir fyrir að umbera eitt stykki landkrabba sem naut þeirra for- réttinda að sigla einn túr með einu fremsta fiskiskipi Íslands þar sem hið forkveðna, um styrk keðjunnar er mótast af veikasta hlekk hennar, sannaðist. Þann hlekk er nefnilega hvergi hér að finna og á Samherji hf. því láni að fagna að búa yfir mannauð sem hann getur verið stoltur af. Strákarnir á Akureyrinni eru vitnisburður þess að þeir fiska sem róa - það er að sönnu heiður að hafa unnið með nokkrum af járn- körlum íslenskrar atvinnustéttar og óska ég þeim öll- um, hvar sem þá er að finna þessa dagana undan Ís- landsströndum, alls hins besta. Glaðbeittur kokkur- inn, Birgir Þór.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.