Ægir - 01.02.2002, Qupperneq 33
33
K Ú F S K E L S V E I Ð A R
„Veiðarnar ganga alveg þokka-
lega, en tíðarfarið hefur gert okk-
ur nokkuð erfitt fyrir frá áramót-
um. Við höfum skotist á miðin
þegar veðrið hefur verið til þess. Í
janúar fengum við ekki nema 550
tonn vegna gæftaleysis, en við
gerum okkur ekki ánægða með
minna en um 800 tonn í hverjum
mánuði,“ sagði Þorsteinn þegar
Ægir náði tali af honum á heim-
stíminu með lestina fulla af kúf-
skel. Frá því í maí má segja að
Fossáin hafi stundað kúfiskveið-
arnar af krafti og menn eru því
komnir með einhverja mynd af
kúfiskveiðunum.
Reynslan af Fossánni segir Þor-
steinn að sé yfirleitt mjög góð.
Hönnun skipsins sé vel heppnuð,
en hins vegar hafi frágangur á
nokkrum þáttum um borð í skip-
inu mátt vera betri. „Kínverjarnir
hugsa töluvert öðruvísi en við,
það er nú bara þannig,“ segir Þor-
steinn.
Að veiðum við
norðausturhornið
Frá áramótum hefur Fossáin mest
verið að veiðum fyrir Norður-
landi, frá Flatey á Skjálfanda aust-
ur í Borgarfjörð eystri. Skelin er
veidd á grunnsævi og segir Þor-
steinn Óli að hann hafi lítið orðið
var við skel dýpra en á 23 föðm-
um. „Það er erfitt um þetta að
segja, en það mætti segja mér að
hægt sé að finna skelina dýpra
fyrir sunnan land í hlýrri sjó,“
segir Þorsteinn. Hann segir að
yfir sumarmánuðina sé skelveiðin
betri sem annars vegar tengist
hagstæðari veðráttu og hins vegar
hitastigi sjávar og birtu. „Ég hef
grun um að skelin grafi sig dýpra
á veturna. Og síðan kemur það til
að brælurnar yfir vetrarmánuðina
róti á botninn sem gerir það að
verkum að sandurinn hleðst ofan
á skelina.“
Þorsteinn segist ekki merkja
stóran mun milli einstakra veiði-
svæða. Hins vegar hafi hann
fundið svæði þar sem skelin er
stærri en annars staðar. „Mér
finnst ég til dæmis merkja að í
Héraðsflóanum sé skelin minni
en annars staðar. Það er með þetta
eins og margt annað að það vant-
ar nauðsynlega auknar rannsóknir
á þessu. Ef menn væru að horfa til
framtíðar tel ég að í þessar rann-
sóknir ætti að setja 40 milljónir
króna í tvö til þrjú ár í að rann-
saka kúfskelina og hegðun henn-
ar,“ segir Þorsteinn Óli.
Takmörkuð vitneskja um
útbreiðslu
Það er ljóst að þekking á út-
breiðslu kúfskeljar hér við land,
bæði landfræðilega og eftir dýpi
er takmörkuð. Og það þýðir jafn-
Það verður að efla rann-
sóknir á kúfskelinni
- segir Þorsteinn Óli Þorbergsson, skipstjóri á Fossá ÞH-362
Fyrir um einu ári bættist kúfiskveiðiskipið Fossá ÞH-362 í fiskiskipa-
flota landsmanna. Skipið var smíðað í Kína og er fyrsta hérlenda skipið
sem sérstaklega er hannað og smíðað með þessar veiðar í huga. Íslend-
ingar hafa ekki langa reynslu af kúfiskveiðum og því má í raun segja að
sú reynsla sem skipverjar á Fossánni hafa aflað sér á undanförnum
mánuðum sé drjúgt innlegg í þekkingarskjóðu kúfiskveiða við Ísland.
En fjölmörgum spurningum er ósvarað í þessum efnum eins og glögg-
lega kemur í ljós í viðtali sem Ægir átti við Þorstein Óla Þorbergsson,
skipstjóra á Fossánni.
Þorsteinn Óli Þor-
bergsson, skipstjóri
á kúfiskveiðiskipinu
Fossá ÞH-362.