Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2002, Page 36

Ægir - 01.02.2002, Page 36
36 E R L E N T Breyting á fiskveiðistefnu ESB nauðsynleg Teige lætur í ljós miklar efasemd- ir um fiskveiðistjórnun ESB og segir að sambandið hafi hvorki stjórn á nýtingu fiskistofna né umsetningu í veiðunum. Hann fullyrðir að sjómenn ESB hafi hent 182 þúsund tonnum af ýsu á síðasta ári þegar kvótinn var að- eins 56 þúsund tonn. Teige segir að ESB hafi gefið upp að veidd hafi verið 18 þús- und tonn af norskri vorgotssíld en síðan hafi komið í ljós að 15 tonn voru Norðursjávarsíld. „Í samningum ESB gildir vald- ið eitt og ekki er tekið tillit til annars en þess sem best gegnir hagsmunum sambandsins,“ segir Teige, sem er fastafulltrúi í samn- inganefnd Noregs við ESB. Hann telur að í nefndinni hafi gætt of mikið þess sjónarmiðs að halda góðu sambandi við ESB. „Auk þess skortir þekkingu innan utan- ríkisráðuneytisins, sem markar stefnuna í samningagerðinni.“ Samtök útgerðarmanna skora því á Svein Ludvigsen að halda fast á málum þegar samið er um fisk- veiðar og fiskveiðistjórnun. Teige segir að útgerðarmenn leggi mikla áherslu á umhverfis- mál, bæði innan samtaka sinna og við stjórnvöld. Útgerðarmenn hafa boðið umhverfissamtökun- um Bellona til fundar í Ålesund þar sem ætlunin er að skrifa undir samstarfssamning. Samtök út- gerðarmanna hafa ennfremur samið siðareglur fyrir félagsmenn. Ekki hafa þó verið ákveðnar nein- ar refsingar fyrir brot á reglunum heldur er þeim ætlað að hafa áhrif á afstöðu fólks til fiskveiða og nýtingar sjávarfangs. „Aðgerðir samtaka útgerðar- manna gegn svindli í veiðum verða ekki teknar alvarlega meðan lög eru brotin um borð í veiði- skipum,“ segir Teige að lokum. Fiskur tekinn af matseðli Loch Fine veitingahúsakeðjan, sem rekur 17 veitingastaði í Englandi og Skotlandi, hefur tek- ið skötu, skötusel og sverðfisk af matseðlinum. Forsvarsmenn Loch Fine tóku þessa ákvörðun í sam- ráði við samtök um verndun sjáv- ar og sjávarlífvera, The Marine Conservation Society. Undanfarin ár hafa matargestir í auknum mæli sóst eftir skötusel og sverðfiski. Samtökin telja að ekki hafi verið fylgst nógu vel með veiði þessara tegunda og þær séu í útrýmingarhættu. Þótt viðkoma fiskistofna sé mikil hamlar ofveiði eðlilegri fjölgun ýmissa tegunda. Loch Fyne vonar að frumkvæði fyrir- tækisins að taka tegundirnar þrjár af matseðlinum verði til þess að fleiri veitingastaðir fylgi í kjölfar- ið. The Marine Conservation Society segir Loch Fyne hafa gefið gott fordæmi, en það sé engan vegin ætlun samtakanna að vinna gegn því að fólk borði fisk heldur þurfi að bjóða meira úrval teg- unda sem nóg er af til að gefa of- veiddum stofnum færi á að stækka. Frakkar fá dagsektir Evrópunefndin hefur misst þolin- mæðina við Frakka og leggur til að þeir fái dagsektir vegna lélegr- ar fiskveiðistjórnunar. Þeir hafa undanfarin tíu ár ekki farið eftir reglum um möskvastærð, lág- marksstærð fisks og samsetningu afla. Sérlega slæmt er eftirlitið með veiðum og sölu undirmáls- fisks. Norðmenn sæki um ESB aðild Sigurd Teige, talsmaður Sam- bands útgerðarmanna í Noregi, segir í viðtali við Fiskaren að Norðmenn ættu að sækja um að- ild að Evrópusambandinu til að hafa áhrif á fiskveiðistefnu sam- bandsins og auðvelda markaðsað- gengi fyrir fiskafurðir sínar. Frístunda- fiskimenn flestir í Noregi Fiskaren greinir frá athugun nor- ræns vinnuhóps í fiskveiðum sem sýnir að flestir frístundafiskimenn eru í Noregi af öllum Norður- löndunum. 53,6% Norðmanna telja sig vera frístundafiskimenn. Hópurinn telur að frístunda- fiskimenn á öllum Norðurlönd- unum séu alls um fimm milljón- ir. Þeir veiða að meðaltali 14 daga árlega og eyða í frístundagaman sitt rúmlega 60 milljörðum ÍSK. Norðmenn eru iðnastir við kol- ann, þar sem meira en helmingur þjóðarinnar segist vera frístunda- fiskimenn. Næst kemur Finnland (49,5%), Svíþjóð (37,2%), Ísland (31,9%) og Danmörk rekur lest- ina (23%). Hópurinn telur niðurstöðuna lofa góðu fyrir þá sem ætla að fjárfesta í fiskveiðaferðamennsku. Rannsóknin leiddi glögglega í ljós að Norðurlandabúar sækjast eftir að vera úti í náttúrunni í frí- stundum sínum. Frístundafisk- veiðar eru dýrt tómstundagaman. Íslendingar borga mest fyrir veið- arnar en í öllum löndunum er verðið sem veiðimennirnir greiða fyrir aflann talsvert hærra en út úr búð. Á Norðurlöndum vill fólk gjarna borga talsvert fyrir útivist sem þessa, ekki síst ef peningarn- ir eru notaðir til að rækta ár og vötn þannig að fiskistofnar stækki og tegundum fjölgi. Niðurstaða hópsins er að vin- sælasta tómstundagamanið á Norðurlöndum sé að veiða fisk í sjó, ám og vötnum.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.