Ægir - 01.02.2002, Qupperneq 37
37
N Ý S K Ö P U N
„Við erum fyrst og fremst að selja
framleiðsluvörur okkar á erlend-
um mörkuðum, auk þess sem við
seljum veitingahúsum hér á
landi. Við einbeitt okkur nú að
matvælaframleiðendum og þá
einkum í Bandaríkjunum, sem
framleiða súpur, sósur og ýmis
önnur sjávartengd matvæli,“ segir
Halldór Árnason, framkvæmda-
stjóri NorðurÍs, í samtali við
Ægi.
Þykkni án íblöndunarefna
NorðurÍs framleiðir þrjár til þrár
bragðtegundir sem heita Ufsa-
Bragð, HumarBragð og Rækju-
Bragð, en samheiti þeirra er
NorðurBragð. Unnið er að því að
þróa nýjar bragðtegundir í sam-
starfi við viðskiptavini NorðurÍs í
Bandaríkjunum. „Bragðefnin, sem
við seljum sem frosið þykkni, eru
unnin úr sjávarfangi og eru þau
algjörlega án íblöndunarefna. Við
erum að bjóða bragðefnin í öskj-
um sem eru hálft eða eitt kíló og
síðan gerum við einnig ráð fyrir
að bjóða matvælaframleiðendum
vöruna í níu kílóa öskjum.“
NorðurÍs hefur verið í samstarfi
við innlenda matvælaframleið-
endur og nefnir Halldór til dæm-
is að bragðefni frá fyrirtækinu séu
í humarosti frá Osta- og smjörsöl-
unni. „Við viljum gjarnan fá sem
flest íslensk fyrirtæki til að vinna
með þessi efni, en við gerum okk-
ur grein fyrir því að vöruþróunin
tekur töluverðan tíma og menn
þurfa að fá reynslu af vörunni,“
segir Halldór.
Framleiðslan á Höfn
Bragðefni NorðurÍs eru fram-
leidd á Höfn í Hornafirði og að
framleiðslunni vinna tveir starfs-
menn. Halldór framkvæmda-
stjóri, sem annast sölu- og mark-
aðsmál, er staðsettur í Reykjavík
og vestur í Bandaríkjunum er
einn starfsmaður á vegum fyrir-
tækisins. „Þessi framleiðsla verð-
ur aldrei mannaflsfrek, enda
byggjum við á tækni sem krefst
ekki margra starfsmanna,“ segir
Halldór.
Ensím eru unnin úr þorskslógi
sem NorðurÍs fær á Höfn. Hall-
dór lagði áherslu á að huga þurfi
vel að uppruna fisksins sem not-
aður er í bragðefnin, því bragðið
getur verið misjafnt eftir veiði-
svæðum og árstíma. T.d. hafi ver-
ið valið að nota eingöngu rækju
úr Norður-Íshafinu, enda sé
bragðið af t.d. rækju af Flæmska
hattinum töluvert frábrugðið. Ef
nota ætti rækju þaðan þyrfti að
selja hana sem aðra vöru.
Margra ára rannsóknir
og þróunarvinna
Eins og áður segir var NorðurÍs
stofnaður árið 1999, en Halldór
segir að þær rannsóknir sem
framleiðsla fyrirtækisins byggi á
megi rekja 15-20 ár aftur í tím-
ann. „Það má segja að við séum
ennþá í þróunarvinnunni og því
er framleiðslan alls ekki komin í
fullan gang. Okkar vonir standa
hins vegar til þess að fyrir árslok
höfum við náð að nýta fram-
leiðslugetuna að mestu,“ segir
Halldór.
Á heimasíðu NorðurÍs -
www.northice.com er vitnað til
nokkurra matreiðslumanna sem
hafa notað bragðefni frá fyrirtæk-
inu. Umsagnir þeirra eru mjög
lofsamlegar. Úlfar Eysteinsson,
matreiðslumeistari á Þremur
Frökkum, segir til dæmis í sinni
umsögn að gæði bragðefna frá
NorðurÍs séu slík að hægt sé að
leggja þau að jöfnu við soð sem
hann sjálfur búi til. Úlfar notar
bragðefnin m.a. í fiskisúpur og
sósur. Og undir þetta tekur Ingi
Hafliði Guðjónsson, matreiðslu-
meistari, sem og Erwin Lauter-
bach, stofnandi og eigandi veit-
ingastaðarins Saison í Hellerup í
NorðurÍs hf. framleiðir
bragðefni úr sjávarfangi
- fyrst og fremst horft til útflutnings á Bandaríkjamarkað
Árið 1999 var fyrirtækið NorðurÍs hf. stofnað á Hornafirði. Frumkvæð-
ið kom frá Norðri ehf. sem er fyrirtæki í eigu vísindamanna og sérfræð-
inga, sem unnið hafa að rannsóknum á kuldavirkum ensímum og
hvernig unnt sé að nýta ensímin í iðnaði. Fjárfestar komu til liðs við
verkefnið undir forystu Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Meðal þeirra
eru Eingarhaldsfélagið Alþýðubankinn og Fjárfestingafélag Suðurlands.
NorðurÍs hefur að mestu einbeitt sér að þróun á bragðefnum úr sjávar-
fangi. Framleiðsla á bragðefnum er hafin hjá fyrirtækinu, en vart er við
því að búast að hún verði komin í fullan gang fyrr en vel líður á þetta
ár.
NorðurÍs framleiðir fjórar
bragðtegundir. Ein þeirra
er rækja og segir fram-
kvæmdastjóri NorðurÍs
mikilvægt að hráefnið
komi úr Norður-Íshafinu.