Ægir - 01.02.2002, Qupperneq 39
39
T Æ K N I
Scanmar hefur náð mikilvægum
áfanga í þróun næstu kynslóðar í
móttöku og skjábúnaði fyrir
Scanmar-nema með tilkomu
SGM 15. Þessi nýja brúareining
gefur skipstjóranum aðgang að
miklum upplýsingum frá Scan-
mar-nemunum, hvort sem togað
er með einu, tveimur eða þremur
trollum.
Nýi búnaðurinn SGM 15 leysir
af hólmi „gamla“ CGM skjábún-
aðinn. CGM módelið hefur þjón-
að markaðnum síðastliðin áratug,
en yfir 700 einingar hafa verið
seldar í fiskiskip viðsvegar um
heiminn. Áður en formleg sala
hefst á SGM 15, þá hafa verið
seldar meira en 30 brúareiningar.
Athyglin er á veiðina
Í þessu fyrsta skrefi á nýjum bún-
aði hefur Scanmar einbeitt sér að
veiðinni. SGM 15 er þróað til að
auðveldara sé fyrir notandann að
einbeita sér að hegðun trollsins.
Einnig hjálpar það skipstjóranum
að taka réttar ákvarðanir við veið-
arnar. Þess vegna hefur Scanmar
lagt áherslu á trausta og góða
skjáframsetningu.
Áhersla er lögð á góða skjá-
framsetningu. Grafískar hermi-
myndir sýna trollið frá tveimur
sjónarhornum, annars vegar ofan-
frá og hins vegar framávið (eins
og staðið sé inni í trollinu og
horft fram). Myndin sem sýnir
trollið ofanfrá er hugsuð til að
skoða á meðan togað er. Myndin
sem sýnir framávið er hins vegar
hugsuð til að skoða þegar trollinu
er kastað. Í báðum framsetning-
unum er mögulegt að tengja inn
upplýsingar frá öðrum tækjum í
brúnni, (t.d. spilstjórnun), en það
gerir upplýsingarnar enn betri.
Fjarstýring
SGM 15 er með fjarstýringu sem
hefur sömu stjórnhnappa og eru á
tækinu sjálfu.
Með fjarstýringunni getur skip-
stjórinn skipt á milli mismun-
andi mynda með aðeins einni
snertingu. Önnur ný og þarfleg
framsetning er að nú koma fram
margar myndir á skjáinn á sama
tíma. Í fyrstu útgáfu SGM 15 er
mögulegt að velja á milli dýptar-
mælis og trollaugamynda til við-
bótar grafísku trollmyndunum.
Áskorunin er ávallt að hafa
vana áhöfn
Útgerðir og skipstjórar á fiski-
skipum leggja mikið upp úr hæf-
um og reyndum áhöfnum, enda
er það lykilatriði til þess að rekst-
urinn gangi vel og áfallalaust.
Að mati Scanmar verður mun
auðveldara að skipuleggja þekk-
ingu áhafna með nýja SGM 15
búnaðinum. Auðveldara verði að
draga réttari ályktanir svo að
nauðsynlegar breytingar á troll-
inu hámarki getu þess til veiða.
Veiðar með fleiri en einu trolli
samtímis krefjast meiri upplýs-
inga og meiri upplýsingar krefj-
ast meira af notandanum.
Þróaðri trollaugamynd
Aukið svið, betri upplausn og
mun betri greiningarhæfni eru
lykilorð trollaugans í SGM 15.
Annar mikilvægur
þáttur er aukið mót-
tökusvið trollaugans.
Tilraunir á norsku
togurunum „Skar-
egg“ og „J.Bergvoll“
sl. sumar sýndu fram
á að þegar snúið var
á toginu eða þegar
trollið var lagt til
hliðar í annaðhvort
borðið, þá var mynd-
in mun lengur inni
en áður. Myndin er
skýrari og heldur
áfram að vinna, jafn-
vel í kröppum snún-
ingi eða miklum sjó.
Sjálvirkt val á botns-
tykki
Sjálfvirkt val á botnstykki skilar
sér einnig í endurbótum. Á skip-
um sem hafa fleiri en eitt botn-
stykki velur kerfið sjálfkrafa það
botnstykki sem gefur bestu
merkin. Það þýðir að móttakarinn
er stöðugt að hlusta eftir því
hvort botnstykkið er að móttaka
bestu merkin frá nemunum.
Fleiri nemar
SRU 06 móttakarinn hefur 25
sinnum meiri getu til meðhöndl-
un gagna en SRU 05. Aukin
gagnageta er nauðsynleg til að
meðhöndla það magn af upplýs-
ingum sem eru fyrir hendi í dag
og sem mun aukast enn frekar í
náinni framtíð. Til viðbótar við
trollaugað er mögulegt að hafa
upp í 16 nema tengda við nýja
kerfið í samanburði við 6 nema í
gamla. Unnt er að horfa á 12
nema samtímis á skjánum. Þá er
hægt að sýna bæði gafískt eða í
nemaboxum. Í kerfinu er einnig
gert ráð fyrir framtíðinni með því
að gera ráð fyrir nettengingu
skjáa, annað hvort með tengingu
við skjáþræl eða aðra SGM 15
stjórneiningu í brúnni.
Scanmar á Íslandi ehf.:
Ný byltingarkennd
brúareining