Ægir - 01.02.2002, Side 42
Háfadjúpi, 40 cm kólguflekk. Þetta mun vera þriðji fiskur þess-
arar tegundar sem veiðist á Íslandsmiðum. Hinir tveir veiddust
1961 og 1964 og báðir við Vestmannaeyjar.
Blettaálbrosma, Lycenchelys kolthoffi
Ein blettaálbrosma veiddist í togararalli um miðjan mars út af
Skrúðsgrunni og var hún 20 cm löng. Veiðiskip var Ljósafell
SU.
Gleypir, Chiasmodon niger
Einn 21 cm langur gleypir veiddist í júní á grálúðuslóð vest-
an Víkuráls.
Makríll, Scomber scombrus
Í lok júlí veiddist einn 41 cm langur makríll nálægt Gatkletti
á Arnarstapa á Snæfellsnesi.
Flundra, Platichthys flesus
Í mars veiddust fimm flundrur í dragnót Sæljóns RE á 11 m
dýpi á Herdísarvík. Lengd þeirra var 29-38 cm og voru þetta
tveir hængar og þrjár hrygnur. Aldur þeirra var 4-6 ára. Í apríl
veiddist ein flundra, 35 cm kynþroska hrygna í Laxárósum í
Hornafirði.
Í júní veiddist 32 cm kynþroska flundruhængur, 4 ára gam-
all, á 13 m dýpi í dragnót við Markarfljót rétt austan óssins.
Veiðiskip Farsæll GK. Í september veiddust 36 flundrur í net í
Ölfusárósum undan Hrauni.
Auk ofangreindra fiska bárust til rannsóknar eftirfarandi fisk-
tegundir: loðháfur, Etmopterus spinax, rauðháfur, Centroph-
orus squamosus, djúpáll, Synaphobranchus kaupi, álsnípa,
Nemichthys scolopaceus, trjónuáll, Serrivomer beani, bersnati,
Xenodermichthys copei, græðisangi, Holtbyrnia anomala,
marangi, Holtbyrnia macrops, sæangi, Normichthys operosus,
ránarangi, Sagamichtys schnakenbecki, marsnákur, Stomias
boa ferox, slóans gelgja, Chauliodus sloani, kolskeggur,
Trigonolampa miriceps, kolbíldur, Malacosteus niger, digra
geirsíli, Magnisudis atlantica, stóra geirsíli, Paralepis cor-
egonoides, ýmsar laxsíldir, Myctophidae, bláriddari, Lepidion
eques, litla brosma, Phycis blennoides, serklingar, Melamp-
haidae, bjúgtanni, Anoplogaster cornuta, hveljusogfiskur,
Careproctus reinhardti, dökki sogfiskur, Liparis fabricii o.m.fl.
mismunandi mikið sjaldséðir auk nokkurra hryggleysingja
þ.á.m. fitjasmokkur, Stauroteuthis syrtensis, diskasmokkur,
Opisthoteuthis agassizi, rækjutegundin Pasiphaea tarda o.fl.
Af fjarlægum miðum má nefna sædyflið tuðru, Him-
antolophus albinares, sem veiddist í október í flotvörpu Snorra
Sturlusonar RE á 549 m dýpi suðvestur af Hvarfi viðGrænland.
Einnig bárust nokkrir fiskar sem þóttu stórir af sinni tegund
að vera og þ.á.m. voru 34 cm ískóð sem veiddist á 404 m dýpi
norðan Húnaflóadjúps í ágúst, ýsa, 97 cm löng, en hún veiddist
á 175 m dýpi í Kolluál í mars að ógleymdum þorski sem
mældist 186 cm en hann mun vera sá lengsti sem veiðst hefur á
Íslandsmiðum og þótt víðar væri leitað. Hann veiddist reyndar í
mars árið 1998 og á Reykjanesgrunni í botnvörpu Hrafns GK.
Rannsóknaleiðangrar
Í leiðangri A8-2001 sem farinn var á rannsóknaskipinu Árna
Friðrikssyni RE 200 og leiðangri B8-2001 á rs. Bjarna Sæmunds-
syni RE 30 dagana 20. júní til 12. júlí til bergmálsmælinga á
karfa vestur, suðvestur og suður af landinu veiddust m.a. eftirfar-
andi tegundir í flotvörpu innan 200 sjómílna lögsögunnar:
Nefáll, Nessorhamphus ingolfianus, 62 cm, 62°05´N, 27°08´V,
720-610 m dýpi.
Grænlandsnaggur, Nansenia groenlandica, 3 fiskar mældir,
16, 19 og 29 cm, dýpi 550-850 m.
Sá síðarnefndi mun vera einn sá stærsti þessarar tegundar sem
veiðst hefur á Íslandsmiðum.
Dökkskjár, Bathylagus sp., 3 fiskar mældir 13,5; 14,5 og
16,5 cm, 520-820 m.
Auk þess veiddist hellingur af skjá, Bathylagus euryops víða á
svæðinu.
Randarangi, Barbantus curvifrons, 13 cm, 63°14´N, 27°53´V,
500-800 m. Þetta er ný tegund á Íslandsmiðum.
Kjálkastirnir, Gonostoma elongatum, 21 cm, 160-380 m.
Suðræni silfurfiskur, Argyropelecus hemigymnus, 2 fiskar
mældir 35 og 50 mm, 160-380 m.
Norræni silfurfiskur, Argyropelecus olfersi, 16 fiskar mældir
36-93 mm, 160-850 m.
Stutti silfurfiskur, Sternoptyx diaphana, 3 mældir 45, 50 og
55 mm, 160-820 m
Broddatanni, Borostomias antarcticus, >25 cm, 700-850 m.
Klumbuskeggur, Chirostomias pliopterus, 20 cm, 61°31´N,
24°01´V, dýpi vantar.
Þráðskeggur, Melanostomias bartonbeani, 27 cm, 62°17´N,
20°13´V, 520-820 m.
Perluauga, Benthalbella infans, 14,5 cm, 61°29´N, 21°08´V,
160-380 m.
Þessi tegund heldur sig meira sunnar í Atlantshafi. Þó hefur
hún veiðst einu sinni áður innan íslensku fiskveiðilögsögunnar
djúpt undan austanverðu Suðurlandi (61°04´N).
Vígatanni, Evermannella balbo, 12 cm, 62°20´N, 28°05´V,
700-850 m.
Vígatanna varð fyrst vart hér á Íslandsmiðum árið 1999 en
það ár veiddust tveir rétt innan 200 sjómílna fiskveiðilögsög-
unnar suðvestur af Reykjanesi og tveir rétt utan. Árið áður
höfðu tveir veiðst rétt utan markanna suðvestur af Reykjanesi.
Úthafslaxsíld, Lampanyctus ater, 5 fiskar mældir 11-14,5 cm,
520-850 m. Í ágústmánuði árið 1950 veiddist ein úthafslaxsíld
á 460 m dýpi í Rósagarðinum suðaustan Íslands. Síðan lét hún
lítið á sér bera í rúmlega hálfa öld.
Drumbur, Thalassobathia pelagica, 35 cm, 550 m
Drekahyrna, Chaenophryne draco, 2 fiskar, 7 og 11,5 cm, 160-
820 m.
Surtur, Cryptopsaras couesi, 4 mældir, 17-21 cm, 500-800 m.
Násurtla, Haplophryne mollis, 8 cm, 61°30´N, 28°37´V, 520-
820 m. Hér er um nýja tegund á Íslandsmiðum að ræða.
Surtla, Linophryne lucifer, 16 cm, 500-800 m.
Serklingur, Melamphaes microps, 10 cm, 500-800 m.
F I S K A R
42