Ægir - 01.02.2002, Síða 45
45
N Ý T T F I S K I S K I P
Það er útgerðarfélagið Ístún sem
gerir út Guðna Ólafsson, en að
því standa Þróunarfélag Íslands,
Burðarás, Sjóvá-Almennar, Skelj-
ungur, Sæhamar, Hekla, Net-
hamar, Friðrik A. Jónsson, Radi-
omiðun, Pétur Björnsson, Verk-
fræðistofan Fengur og Sigmar G.
Sveinsson, skipstjóri skipsins.
Skipið er 51,2 metra langt, 12,2
metra breitt, aðalþilfar er 5,40 m
djúpt, efra þilfar er 8,10 m djúpt
og bakkaþilfar 10,5 m. Verk-
fræðistofan Fengur ehf. hannaði
skipið, en um eftirlit á smíðatíma
höfðu Hallgrímur Rögnvaldsson
og Sigmar G. Sveinsson.
Guðni Ólafsson VE er með
tvær frystilestar undir aðalþilfari.
Fyrir túnfiskinn er 355 rúmmetra
frystilest en hefðbundna frysti-
lestin er 325 rúmmetrar.
Vinnsluþilfar er 175 fermetrar að
stærð. Íbúðir eru fyrir 24 í skip-
inu, tíu tveggja manna klefar og
fjórir eins manns. Að auki er
sjúkraklefi í skipinu svo og skrif-
stofa.
Vélar
Aðalvélar Guðna Ólafssonar VE
eru tvær af gerðinni Caterpillar
3606TA. Niðurfærslugír er af
gerðinni Scana Volda ACG
68/525, sem Hekla hf. hefur um-
boð fyrir. Fjögurra blaða skrúfa
2900 mm er Volda CP 68/4,
snúningshraðinn er 214 sn/mín.
Ljósavélin er af gerðinni Ca-
terpillar 3412 DITA, afköst 590
kW, 440 V, 60 Hz við 1800
sn/mín.
Stýrisvél skipsins er af gerðinni
Scan Stering MT 5000. Hliðar-
skrúfan að framan er frá Schottel -
STT 110 LK, 270 hestöfl. Um-
boðsaðili er Naust Marine. Sjó-,
lensi- og brunadælur eru af gerð-
inni Itur, sem Framtak hefur um-
boð fyrir hér á landi. Akkeris-
vinda skipsins er af gerðinni
Línu-, neta- og túnfiskveiðiskipið Guðni Ólafsson VE 606:
Verður að veiðum
á úthafinu
Guðni Ólafsson VE 606 er rúmlega 1500 brúttólesta línuveiðiskip og er
ætlunin að það verði gert út á línuveiðar á Rockall-svæðinu og einnig á
túnfiskveiðar suður af landinu seinnipart sumars. Skipið var smíðað í
Huangpu skipasmíðastöðinni í Guangzhou í Kína, eins og svo mörg
önnur nýsmíðaskip sem hafa komið til Íslands á síðustu misserum.
Guðni Ólafsson VE
606 í innsiglingunni í
Vestmannaeyjahöfn.
Mynd: Sigurgeir Jónasson/Vestmannaeyjum