Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 36

Símablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 36
14 S t M A B L A Ð 1 Ð Sögnin n ni Atantis og sæsíminn. í þúsundir ára liafa liíað ummæli, — beggja megin Atlantshafsins, — um mikiS dand, er sokkið hafi í sæ að mestu leyti, við ægileg eldsumbrot, og sé það nú botn Atlantshafsins. Hafa hinar rómantisku sagnir um At- lantis, — hið horfna land, — og menningu þjóðarinnar er byggði það lengi verið ó- tæmandi brunnur rithöfunda og skálda. En sönnunin fyrir því, að þetta land hafi nokkurn tima verið annað en hugarburður, hefur lengi vantað. Fyrir skáldin hefur það þó skipt minnstu máli. Hitt var þeirn meira virði, aö sögnin, eins og hún barst frá kynslóð til kyn- sióðar, gaf hugmyndaflugi þeirfa lausann tauminn. Að sjálfsögðu eru sagnirnar urn hið horfna land og þjóð á marga vegu, eftir því hvar þær hafa fóstrast. í löndum við Miðjarðarhaf lifa æva- gamlar sagnir um vol'duga menningarþjóð, sem búið hafi á Atlantis. Þar ríktu, eftir þeirn sögnum, miklir herkonungar, sem sendu herfylkingar sínar austur yfir haf, en grískur her hrakti þær til baka, og frelsaði þjóðirnar við Miðjarðarhaf frá áþján. En þetta skeði ekki fyrr en undir lokin, Lengi vel var þjóðin starfsöm og gædd mörgum dyggðum. Konungarnir vorú komnir frá sjálfum Poseidon og gerðu rniklar kröfur — bæði, til sjálfra sin og þegnanna. — um gjöfugt líferni, dreng- skap og löghlýðni. Enda komst menningin á hátt stig, og þjóðin var hamingjusöm. Byggingar voru miklar og fagrar. Hallir og musteri voru skreyttar með filabeini og dýrustu málmum. Á torgurn borganna voru fagrir gosbrunnar og Iíkneski. En við blöndun óæðra kynstofns fór þjóðinni aftur og smátt og srnátt tapaði hún hinum upprunalegu dyggðum sínum. Allskonar lestir fóru að þróast með henni, -— valdafýkn og ágirnd hófu innreið sína. Og þá reið ógæfan yfir. Æðri rnáttar- völd tóku í taumana. Atlantis sökk mest- allt í sæ af völdum eldsumbrota, og hin spillta þjóð týndist gersamlega. Þannig hljóðar þessi sögn utn Atlantis, í stórum dráttum. Munnmælin gátu ekki einu sinni unnt tveim útlægum elskendum lengst norður i óbyggðum hins fordæmda lands að lifa af hamfarir náttúrunnar og vera sjónar- vottar að þessum rnikla harmleik — eða lita hina fyrstu dögun yfir „Einbúanum í Atlantshafinu“, sem máttarvöldunum þóknaðist að skilja eftir ofansjávar. Margir vísindamenn hafa brotið heilann um sannleiksgildiJpessarar sagnar. Telja þeir ýmsar þær rannsóknir, sem fram hafa farið færa sönnur á það, að sögnin um hið horfna land eigi við rök að styðjast. Hér skal aðeins getið einnar rannsóknar, og sem þvkir hafa tekið af öll tvímæli hér um. En hún er tengd við símann. Sæsiminn milli Evrópu og Ameríku hafði bilað norður af Azoreyjunt, og varð að taka hann upp á miklu dýpi. Kom þá upp með honttm bruna-hraunsglerjungur, sem aöeins myndast við áhrif lofts, í staö þess að hann kyrstallast á sjávarbotni. Töldu vísindamenn með þessu fengna sönnun fyrir því, að sjávarbotninn sé myndaður við eldsumbrot ofan sjávar. Hitt var áður vitað, að norður frá Azor- eyjum liggur rnikill neðansjávar fjallgarð- ur, þar sem eldsumbrot liafa víða komrð við sögu. Þíefur síminn því átt þátt i að ráöa jarð- fræðilega gátu. Ert skyldi hann eiga eftir að klófesta ein- hverjar minjar um líf og menningu, sem fylgt hefur þessu horfna landi niður á hafsbotn, og draga þær upp úr djúpinu? A. G. Þ. A. : „Peninga á ég enga. Skynsemin er aleiga mín.“ B. : „Aumingja maðurinn. Ósköp eruð þér fátækur.“ Drengurinn: „Dýralæknirinn er kominn til að skoða nautið.“ Bóndinn: „Já, ég kem strax.“ •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.