Símablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 49
9
S I M A B L A Ð I Ð
meir eöa minna, haldist þeim átölulaust
uppi framferði sitt.
En umræddri grein í Tímanum er fyrst
og fremst beint aS starfsfólki Landssímans
í Reykjavík.
Um -áratugi hefur Landssíminn gengið
á úndan öðrum opinberum stofnunum í
skýrslugerð um fjarveru og stundvísi
starfsfóks sins.
Það er þvi eðlilegt aS þeir, sem vilja
gagnrýna opinbera starfsmenn á þessu
sviði, velji þá stofnunina sem dæmi, — sem
ýtarlegastar skýrslur hefur þar um.
En þeim ber þá skjdda til aS gæta
þess, aS túlka þær skýrslur rétt, og kynna
sér hvað á bak viS tölurnar liggur, áður
en'dómur er kveðinn upp. En þai? brestur
niikiö á, aS svo sé í umræddri grein.
ASalinnihald hennar er þetta:
Sú saga hefur gengið manna milli, að
árið 1946 hafi verið svo mikið um veik-
indaforföll hjá Landssímanum, að þau
hafi svarað til vinnutíma 15 manna allt
árið. Allmikið af veikindaforföllunum er
sagt þannig til komið, að starfsmaður er
fjarverandi 1—2 daga í einu, svo að or-
sökina er ekki að rekja til alvarlegra
veikinda, enda liggur sá grunur á, að þessi
veikindi sé oft afleiðing skemmtana. Þess-
ar fjarverur kosta Landssímann of fjár
svo mikið, að það er ekkert launungarmál,
að þau eru — ásamt reglugerð um auka-
vinnuþóknun — ein helzta orsökin til hinn.
ar lélegu rekstrarafkomu Landssímans,
þrátt fyrir hinar miklu símgjaldatekjur.
Þessar upplýsingar — segir í greininni
— munu byggjast á skýrslu þingnefndar.
Mér er nú ekki kunnugt um hvort þær
upplýsingar, sem hér eru gefnar, eru í
samræmi við fjarveruskýrslur Landssím-
ans. En hitt má fullyrða, að bak við þær
lig'gja staðreyndir, sem sleppt er að skýra
frá. Skal bent á nokkrar þeirra.
1. Margt af starfsfólki stofnunarinnar
hefur að baki sér áratuga heilsuspillandi
starf og er farið að eldast. Óhjákvæmi-
lega verður alltaf um meiri eða minni
langvarandi veikindi að ræða í hópi
]æss.
2. Við ýms símastörf er mikil slysahætta
og hafa oft orðið slys, sem valda löng-
um fjarverum.
*27
3. Símaþjónusta er talin mjög heilsuspill-
andi starf. Við það bætist svo, að á
stríðsárunum og fram á síðasta ár hef-
ur verið lögð meiri vinna á hvern ein-
stakling, en forsvaranlegt er. Afleiö-
ingarnar hafa orðið ofþreyta og veik-
indi. Má vera að það mál verði rætt
ítarlegar hér í blaðinu síðar.
Árið 1946 var svo mikið um langvar-
andi veikindi nokkurra einstaklinga, að
þar í er að finna megin hlutann af veik-
indadögum starfsfólksins, en ekki í
1—2ja daga veikindum, eins og greinar-
höf. vill vera láta. Af 330—340 starfsm.
við símann í Reykjavík voru t. d. 9
starfsmenn svo lengi veikir að það svar.
aði til ársfjarveru 5^2 manns.
4. Þá ber á það að líta, þegar lagður er
dómur á veikindafjarverur símafólksins,
að sá undarlegi háttur liefur verið hafð.
ur á um skráningu veikindadaga, að þar
í eru taldir fjöldi frídaga. Er órannsak-
að mál hve miklu þeir nema. En það
verður á þann hátt, að allir frídagar,
sem fylgja á eftir veikindadegi eru tald-
ir til veikindadaga, þó viðkomandi
starfsmaður rnæti til vinnu strax er hon-
um ber að frídögum loknum. Þannig,
getur 1 veikindadagur valdið því, að
skráðir séu allt að 6 veikindadagar hjá
viðkomandi starfsmanni. '
Ef greinarhöf. hefði kynnt sér þessar
staðreyndir og fleiri, sem öllum ættu
að vera augljósar, hefði honum væntan.
lega skilizt, að við slíka stofnun sem
Landssímann, verða veikindaforföll
jafnan fniklu fleiri en við flestar aðrar
stofnanir, og að til þess lig'gja eðlilegar
orsakir. —- Það þarf ekki að vera um
nein vinnúsvik að ræða, jafnvel ekki
þó mikið væri um ,, 1——2 daga veikindi“.
—o—*-
Iíöf. umræddrar greinar telur það ekkert
launungarmál, að þessi veikinda-faraldur
sé ein aðalorsök hinnar lélegu rekstraraf-
komu Landssímans.
Símablaðið hefur ekki hingað til lagt
það í vana sinn að gagnrýna fjárhagslegan
rekstur stofnunarinnar og mun ekki gera
það að þessu sinni. En það vill fullyrða.
að orsakarinnar til hinnar „lélegu rekstrar-
afkoniu Landssímans" er að leita á allt