Símablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 46
24
SÍMABLAÐIÐ
un, fannst mér þaS mikill munur aö þurfa
ekki að bíSa vi'S hverjar húsdyr, lengri eSa
skemmri tíma, meðan yiSkomandi var að
leita sér að gleraugum, staS þar sem hann
gæti sezt niSur til að framkvæma sína
nafnskrift eSa þá einhverjum scm gæti
kvittaS fyrir hans hönd.
Ég kom aS húsi og bankaSi; út kom ung
og lagleg stúlka, og brosti til mín ylhlýju
brosi. Ég kvaSst vera hér meS JólakveSjur
og þuldi upp heihnörg nöfn. „Ó, guS! en
sá búnki“. Innar í ganginum kom húsmóS-
irin í ljós, fögur og'virSuleg kona. ,,Ósköp
held ég' aS þiS hafiS inikið að gera núna,
aumingjarnir,“ sagSi hún, „kvittaSu fyrir
þetta, Dísa mín,“ bætti hún viS. Ég flýtti
mér aS segja, aS þaS þyrfti ekki. „Jæja,
eru þeir orSnir svona skynsamir þarna niS-
urfrá“. Ég hafSi lokiS viS aS láta hina
ungu og fallegu stúlku taka viS öllu sem
átti aS fara í húsiS, og tafSist viS andar-
tak á tröppunum, ef ske kynni aS hana
langaSi að segja viS mig „takk‘ , en í staS
þess skatl hurSin aS stöfum og ég rölti
minn veg.
Efst á Bragagötunni kom gildvaxin
kona til dyra eftir aS ég hafSi bariS nokk-
ur högg á hurSina, því dyrabjallan var
biluS. „Hverslags andskotans læti eru
þetta, geturSu ekki hringt bjöllinni,“
hreytti hún út úr sér. Ég afsakaSi mig og
reyndi aS koma henni í skilning um aS
bjallan hringdi ekki. Ég afhenti frúnni
lítiS símskeyti og baS hana gjöra svo vel
og kvitta. „HvaS er þaS mikiS?“ spurði
hún um leiS og hún tók viS skeytinu. Ég
benti henni á aS þetta væri bara símskeyti.
,,Nú, já, klukkan hvaS?“ spurði hún. Ég
endurtók þaS sem eg' hafSi sagt, aS þetta
væri bara símskeyti, sem hún ætti aS lesa
og baS hana gjöra svo vel og kvitta. Hróp-
aSi hún þá á einhvern Jóa og-baS hann
kvitta fyrir sig. Fram i dyrnar kom föngu-
legur maSur og spurSi hvort þaS væri ekki
á þenna snepil sem á aS skrifa. Eg helci
að þaö sé sarna hvernig þetta er gert, krot-
aSi eitthvaS sem líktist nafni, rétti mér
siSan blaSiS um leiö og hann sagBi: „Þetta
er fullgott“.
Mér sóttist vel aS bera út, enda kunuugur
þarna í krók og kima, sérstaklega fannst
mér mikill munur, þegar ég þuifti ekki aS
láta kvitta fyrir og ég óskaSi meS sjálfum
mér, aS sú regla yrSi upptekin aS hætta
öllum kvittunum fyrir almennum skeyt-
um. Um vinnuafköstin efaöist ég ekki, þau
mundu aukast.
Ég hafði lokiS þessari ferS og sagan
endurtók sig. Matarhlé var á milli 12—1,
en kaffi og kvöldmat var hagaS svo til, aS
hægt var að skreppa heim um leiö og ver-
ið var í ferS.
Seint um daginn var ég stadclur vestur á
Öldugötu og drap aS dyrum á stóru húsi,
út kom glæsileg kona. Ég innti eftir ákveS-
inni persónu. „Hún er ekki hér,“ var svar.
iS og hurSin átti aS skella aftur, en af þvi
aS ég var lítilsháttar oröinn vanur mis-
jöl'num viStökum liafði ég annan fótinn á
þrepskildinum, svo hurSin stanzaSi þar
viS og til öryggis og eins til aö hlífa fæt-
inum, rétti ég höndina á rnóti hurSinni sem
átti aS skella aftur og endurtók spurningu
mína, og hvort hún kannaSist nokkuS við
hlutaöeigandi persónu, en viS mótþróa
minn varS nú frúin allt önnur. Hún opnaöi
hurSina upp á gátt, bauS mér inn á gang
og benti mér á dyr um leiS og hún sagði:
„Hún býr þarna.“
Um kvöldiS hitti ég félaga minn sem
hafSi fariö í NorSurmýrina um morgun-
inu og hafSi hann nú frá ýmsum tíSindum
aö segja, sérstaklega varö honum tíðrætt
um viSmót og framkomu fólksins, sem var
misjöfn eins og gengur, surnir tóku honum
vel, aðrir rniSur. Eina sögu sagöi. hann
mér er var á þá lund, að hann kom meS
skeyti er hafSi tafist af einhverjum ástæð-
um, svo þaS var orðiS á eftir sendandanum
norðan úr landi. ViStakandinn hafSi i hót-
unum aS klaga þetta sleifarlag. ÞaS væri
ekki nógu dýr þessi sími, svo hægt sé aö
hafa einhver not af honum. Þaö er nú eins
og allt annaS í þessari stoínun. Félagi minu
sagSist hafa reynt að afsaka þetta. Þetta
hlyti að vera fyrir mistök einhvers, en fekk
þá það svar, aS auövitaS væri það ekki
hans sök. Ég veit aö þú getur ekkert að
því gert. ÞaS eru þeir þarna niður frá.
Sannarlega kom okkur saman um það,
aö ólíku var saman aö jafna um það, að
bera út þaS sem ekki þurfti aS kvitta fyrir
og hitt sent kvittun fylgdi, aS vísu undraði
okkur á, hvers vegna eiginlega nokkurn