Símablaðið - 01.01.1950, Síða 5
3S0.i'
/íma-| \JM
>ladid
idi: dJéíaq íí lenzht
la^ lilenznra óiryiamanna
XXXV. ÁRG. - REYKJAVÍK 195D
Árið sem er að líða er merkisár í sögu símamannastéttarinnar. Á þvi ári
eru 35 ár liðin frá stofnun félagssamtaka okkar — einnig frá því, að málgagn
félagsins hóf göngu sína. En það er nú elzta stéttarblað á Islandi, þeirra sem
vinna að hagsmunamálum.
Svo oft hefur baráttusaga F. 1. S. verið rakin hér í blaðinu, að ekki
þykir ástæða til að gera það nú. En á það má benda hinum fjölda mörgu
yngri félaga, sem ekki hafa kynnt sér þá sögu, að gera það. Því of oft verð-
ur þeim á að vanmeta samtökin og gera sér ekki ljóst, hve mikils virði þeim
er að geta notið óvaxtanna af starfi félagsins.
Símamannastéttin er að breyta um svip. Starfssvið símastofnunarinnar
verður víðtækara með ári hverju. Stórir starfsmannahópar bætast við síma-
mannastéttina í einu og fjöldi nýrra einstaklinga kemur árlega og setur nýjan
svip á hinn eldri hóp. Þessu fólki þarf að kynna sögu félagsins og árangur
starfs þess, svo það verði sem fyrst góðir félagar, sem taka virkan þátt í starfi
þess. Sé þessa ekki nægilega gætt, er hætt við því að margt af þessu fólki festi
ekki rætur í félagslífinu, og þeim hóp fjölgi, er með afskiptaleysi sínu veikja
félagið — eða þá með gagnrýni, sem byggð er á ónógri þekkingu á sögu fé-
lagsins. Um leið og félagið leggur nú upp í nýjan áfanga, er nauðsynlegt að
þessi fræðsla sé einn þátturinn í starfi þess. Þáttur, sem of lítil rækt hefur verið
lögð við undanfarið, en verður því þýðingarmeiri liður í félagsstarfinu, sem
stofnunin verður fjölþættari og starfsmannahópurinn stærri og sundurleitari.
Þessi kynning er undirstaða þeirrar samheldni, sem á ýmsum tímum hefur
verið styrkur félagsins, — og sem einkenna verður félagsstarfið í framtíðinni,
eigi það að geta tekið á hagsmunamálum stéttarinnar af þeim myndugleik, sem
nauðsynlegt er.
LAN0S3ÓKASAFN
JVl i 8 1225
TSLAMiS