Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 7

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 7
SlMABLAÐlÐ 3 náms, áður en þeir taka grunnlaun sín, en starfsmenn eins og lögregluþjónar, tollverð- ir, póstmenn, sem enga sérmenntun þurfa að hafa, taka strax á fyrsta ári sín grunn- laun, og eru þvi 3 til 4 árum fyrr komnir á hámarkslaunin, og þannig mætti telja áfram ýmislegt óréttlæti, sem alls ekki má endurtaka sig. Við verðum að treysta því að launamálanefnd þeirri er bandalagsþingið kaus, takist að leiðrétta þessi atriði og önn- ur. Annað mesta hagsmunamál stéttarinnar er „Réttindi og skyldur opinberra starfs- manna“. Forsaga þessa máls er vel kunn, þvi það er búið að vera lengi á döfinni. Nú er loksins búið að ganga frá frumvarpinu, og talið er sennilegt, að það komi fram á Al- þingi á sama tíma og launalagafrumvarpið. Það sérkennilega i sambandi við þetta mál er, að samtök opinberra starfsmanna hafa ekkert fengið um það að fjalla, og útaf fyrir sig spáir það ekki góðu, enda er farið með frumvarpið sem trúnaðarmál til að fyrir- byggja, að það verði rætt á opinberum vett- vangi áður en til kasta Alþingis kemur. Þó hefur sérstakri nefnd er bandalagsþingið kaus verið leyft að glugga í frumvarpið, en engin ákvörðun um það tekin hvort væntan- legar tillögur þessarar nefndar verði teknar til greina. Þó opinberir starfsmenn séu óá- nægðir með þessa málsmeðferð, að fá ekki að semja um sín réttindi og skyldur, þá eru þó margir, sem fagna frumvarpinu, af því þeir hafa aldrei haft bókstaf fyrir réttindunr sínum. Það er athyglisvert, að aðeins tvö félög opinberra starfsmanna hafa viður- kenndan samningsrétt, það er okkar félag og póstmannafélagið. Jafnvel heildarsam- tökin, BSRB, hafa hæpinn samnings- rétt. Það sáum við glöggt á s.l. sumri, þegar Alþingi þverbraut eina samningsákvæði launalaganna, með því að lengja vinnutíma skrifstofufólks, án þess að ræða orð við samtökin. Þá voru réttindi okkar vissulega fyrir borð borin, og þrátt fyrir kröftug mót- mæli, daufheyrðist ríkisstjórnin og fór sínu fram. Hitt þarf naumast að taka fram, að heppilegast væri fyrir alla aðila að hafa skýr og glögg lagaákvæði um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, en það verður aðeins hægt með því að virða samningsrétt heildar- samtakanna og semja við þau. Þá þarf að tryggja að þau félög, sem nú þegar hafa öðlast meiri réttindi en frumvarpið gerir ráð fyrir, haldi þeim óskertum. Við verðunr að standa vel á verði um þetta hagsmuna- mál, og vera vel samtaka í þvi að hrinda öll- um árásum, sem gerðar kunna að verða á áunnin réttindi okkar. Til þess að félagið verði ávallt traustur vörður um hagsmunamálin, er nauðsynlegt að örva og efla félagslifið og félagsþrosk- ann enn meira. Það getum við gert t. d. með því að hafa myndarlegt málgagn, því miður hefur verið mikill misbrestur á út- gáfu Símablaðsins undanfarin ár, alltof margir vilja ásaka stjórnina eða ritnefnd blaðsins fyrir sofandahátt, en þetta er rangt. Stjórnin og ritnefndin hafa vissulega fullan áhuga fyrir þvi að gefa blaðið út oftar, þrátt fyrir ýmiskonar örðugleika við útgáf- una, en þá mætti yfirstíga, svo framarlega sem félagsmenn sýndu áhuga í verki á því að efla Simablaðið. Við skulum muna, að út- ávið verður stéttin metin að miklu leyti eftir málgagninu. Annað, sem háð hefur félagsstarfinu mik- ið, eru húsnæðisvandræðin. Öll stærri einka- og ríkisfyrirtæki telja það skyldu sína að sjá starfsfólkinu fyrir rúmgóðum salarkynn- um. Því miður er þessu ekki að heilsa hjá Landssímanum. Fyrst þegar flutt var í Landssímahúsið fékk starfsfólkið bæði vist- lega kaffistofu og rúmgóða lesstofu til af- nota, og mæltist það auðvitað ákaflega vel fyrir, en nú er búið að taka þetta allt rf starfsfólkinu aftur, og er það glöggt vitni um stóra afturför. Þegar Landssiminn byggði stórhýsið við Sölvhólsgötu, eygði starfsfólkið þann möguleika að fá salinn þar á efstu hæð til ráðstöfunar, en sú von brást, sá salur er nú notaður sem geymsla fyrir hálf ónýt radíótæki og annað rusl. Og flestum er ráðgáta, hvers vegna svona dýrmætt húsnæði skuli þannig notað. Síma- málastjórnin hefur þó ekki alveg úthýst fé- laginu, því það hefur fengið til bráðabirgða leyfi til að nota lítið hús í Aðalstræti, sem Landssíminn á, en þetta hús á að rífa strax og viðbótarbyggingin við Landssímahúsið hefst. í þessu húsi eru salarkynnin alltof litil fyrir félagið, þvi þar rúmast ekki fleiri en 30—40 í einu, enda er húsnæðið ekki sem vistlegast. Samt sem áður er þetta vís-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.