Símablaðið - 01.01.1950, Page 8
4
S 1 M A fí L A Ð I Ð
Loftskeytastengurnar
á Melunum og flugvélarnar.
Hinar gömlu loftskeytastengur á Melun-
um eru nú orðnar mikill ásteitingarsteinn
þeirra, sem viÖ flugmál fást, enda mun
þvi ekki að neita, að flugvélum stafi af þeitn
hætta.
Hefir sú skoðun látið æ meir á sér bæra,
að rífa beri stengurnar af þessari ástæðu, og
er það mál nú komið fyrir Alþingi.
Þegar loftskeytastengurnar voru reistar,
voru þær ekki tákn hættunnar, heldur hins,
að henni mætti afstýra. — Loftskeytastöð-
in var fyrst og fremst byggð til öryggis
skipaflotanum, og er það enn.
Hvort staður sá, er henni var á sínum
tíma valinn, er nú heppilegur, skal ekki rætt
hér. Að dæma þar um, er einungis á valdi
sérfræðinga.
En það er full ástæða til hins, þegar
þeir menn, sem stjórnað hafa flugmálum
okkar, eru að amast við gömlu loftskeyta-
stöngunum, að láta þá vita það, að þúsund-
ir manna í þessum bæ eru þeim algerlega
ósammála um að þær eigi að víkja vegna
flugumferðarinnar.
Aftur á móti myndu tugþúsundir krefj-
ast þess, ef samtök yrðu hafin þar um, að
flugvöllurinn yrði fluttur það langt burtu
frá höfuðborginni, að henni stafaði ekki
hætta af nálægð hans, ef til styrjaldar kynni
að koma.
Sú hugmynd, að byggja flugvöll fast við
ir að öðru meira og betra og margir íélags-
menn hafa sýnt sérstakan áhuga á þvi að
koma upp þessu félagsheimili, og lagt fram
mikið og gott starf. Starfsfólkinu liefur
verið lofað, að þegar byggt verði við Lands-
símahúsið fái það salarkynni þar til ráð-
stöfunar. Við verðum að vona að sú bygg-
ing hefjist sem allra fyrst.
Freistandi væri að ræða ýmis önnur á-
hugamál stéttarinnar, en þetta verður látið
nægja að sinni.
Við verðum að efla félagið eftir mætti,
því þannig eflum við okkar eigin hag.
Gleðilegt nýár!
Steingrímur Pálsson.
bæinn, og sem áhugamenn í flugmálum áttu
á sínum tíma upptök að, olli strax mikilli
andúð, þó samtök vantaði þá til mótmæla,
sem máske hefði getað komið í veg fyrir
það, að henni væri komið á framfæri við
setuliðið á sínum tíma. — Um það þýðir
nú ekki að fást. En Reykvíkingar eru ekki
búnir að gleyma þeim ótta, sem þeir áttu
við að búa öll hernámsárin, vegna legu flug-
vallarins, þó gæfan héldi þá yfir okkur
verndarhendi. Og við höfum ekki leyfi til
að treysta á hana öðru sinni í þeim efnum.
Að vísu er því haldið fram ,að því fari
fjarri, að Reykjavík stafi hætta af nálægð
flugvallarins í ófriði, jafnvel sé að því ör-
yggi, — heldur sé það höfnin, sem hættan
stafar fyrst og fremst af. Fjöldi manna
mun þó vera þeirrar skoðunar, að bæði þessi
mannvirki bjóði hættunni heim, og að það
sé óafsakanlegt grandvaraleysi, að gera ekki
ráðstafanir til þess að afstýra henni. — En
það verður aðeins gert með því, að eyði-
leggja flugvöllinn, og byggja hann fjarri
bænum, og gera öruggar ráðstafanir til þess
að höfnin verði aldrei notuð fyrir herskipa-
höfn, eða til upp- né útskipunar hergagna.
Að gerðum þessum ráðstöfunum hefði eng-
inn stríðsaðili minnstu ástæðu til árása á
þennan bæ.
Til okkar berast stöðugt fréttir um ráða-
gerðir nágrannaþjóða okkar um fram-
kvæmdir til öryggis borgurunum, ef stríð
kynni að brjótast út.
Hér á landi heyrist vart minnst á slíkt.
Enn virðist gamli hugsunarhátturinn okkur
í blóð borinn, að setja á guð og gaddinn.
En hér er of mikið í húfi. Þó við vonum
og trúum því, að ekki komi til þriðju heims-
styrjaldarinnar, ber okkur, eins og öðrum
þjóðum, að búa okkur undir það versta.
Hér í Reykjavík býr V3 hluti þjóðarinnar,
hér eru saman komin verðmæti sem þjóð-
inni væri óbætanlegt, ef eyðilögð væri. —
Hér eru öll söfn og helztu skóla- og vís-
indastofnanir, miðstöð pósts og síma, fjöldi
stórbygginga á íslenzkan mælikvarða, —
aðalbankarnir og nær allur sjúkrahúsakostur