Símablaðið - 01.01.1950, Qupperneq 13
SlMABLAÐIÐ
9
Ferð með Gullfossi til Ameríku
fyrir 30 árum.
Mér er enn í fersku minni kvöldið 21.
febrúar 1919. Vonskuveður var á og því
ekki um annað að gera, en að taka á sig náð-
ir.
Mér var hugsað til sjómannanna á haí-
inu, þeir væru ekki öfundsverðir á þessari
stundu, eða að minnsta kosti vildi ég ekki
taka að mér þeirra hlutverk. Mitt í þessum
hugleiðingum var barið á hurðina og inn
kemur sendiboði frá Landssímanum, með
skilaboð frá Friðbirni, að ég væri beðinn
að koma strax til viðtals niður i Iðnó.
Ég vissi að Friðbjörn var staddur þar
á dansleik símamanna og brá því skjótt við.
Er þangað kom var það erindi Friðbjarnar
að grennslast eftir hvort ég myndi vera fá-
anlegur til að fara með Gullfossi næsta
morgunn, sem loftskeytamaður til Ameríku,
þar eð Garðar loftskeytamaður hefði veikst
og ekki væri öðrum til að dreifa en okkur
Guðmundi Jóhannessyni. Annar væri sæmi-
legur í sendingu en hinn þolanlegur við mót-
töku. Hann sagðist vera fullviss um að búa
mætti til einn sæmilegan loftskeytamann iir
okkur tveim. Ég gat ekki gert að því, að
þetta setti mig i mikinn vanda, þar sem við
vorum aðeins rúmlega hálfnaðir með nám
okkar á loftskeytamannanámskeiði er Lands-
síminn starfrækti þennan vetur. Ekki var
laust við að beigs gætti hjá mér, bæði gagn-
vart starfinu og einnig óttaðist ég sjóveik-
ina, þar sem ég hafði enga reynslu á sjón-
um. Þó var það nú ákveðið þarna, að við
reyndum að takast þetta á hendur, en ekki
var mér svefnsamt um nóttina.
Snemma morguns var ég á fótum. Veður
var mjög svipað kvöldinu áður. Gullfoss,
sem þá var einasta íslenzka skipið, sem
búið var þráðlausum firðtækjum, lá úti á
ytri höfn. Ég var fljótur að útbúa mig, og
eftir stutta stund vorum við komnir um
borð í Gullfoss. Eitthvað lítilsháttar var
okkur sagt um tæki stöðvarinnar og starfs-
svið þeirra, en sú tilsögn mun hafa verið
mjög takmörkuð, og kviðum við því að allt
færi í handaskolum hjá okkur. Undir há-
degi var lagt af stað, var þá kominn suð-
austan rokstormur með hríðaréljum. Fljót-
lega kom að þvi að ég gat ei haldist á fót-
um. Ég læddist í koju mína sárþjáður og
iðraðist glópsku minnar, en þó var mér það
bót í máli, að ég þóttist vita að Guðmundur
væri sjóhetja mikil. Undir miðnætti skreidd-
ist ég samt upp í loftskeytaklefa. Var þá
Guðmundur þar fyrir, hetja í mínum aug-
um og ef til vill að sínu áliti líka. Það man
ég, að við þóttumst báðir miklir menn er
við náðum sambandi við Reykjavíkradio.
bæði sendum við og tókum við skeytum á
fyrsta sólarhring, og höfðum samband við
Reykjavíkradio eftir það meðan langdrag
stöðvarinnar leyfði.
Lífið um borð fannst mér frekar bragð-
dauft. Voru það einkum rokstormar af ýms-
um áttum, með miklum sjóum, er gerðu
dagamun og framleiddu hjá mér alla til-
breytni sjóveikinnar, er ég losnaði ekki við
meðan ég var starfandi loftskeytamaður á
Gullfossi. Skreyddist ég þó oftast til vinnu
minnar, en mun hafa borið þess merki
hvernig ástand mitt var, eða svo mun
starfsfélaga mínum hafa virzt, eins og eftir-
farandi kveðskapur hans ber með sér, er beið
mín í móttökuherberginu í loftskeytaklef-
anum við ein varðskiptin:
Grímur vanburða glápir,
getur nú ekki étið.
Matarlyst hefur missta,
menn jsar um spýju kenna.
Segginn hefur hún sigrað,
sárt leikið halinn keika.
Burtu er blóð úr kinnum,
boginn í keng hann gengur.
Guðmundur bar sig borginmannlega þegar
á sjóveiki var minnzt og glingraði allmikið
við skáldgyðjuna á kostnað minn. Er sú
framleiðsla fallin í gleymsku, enda tæplega
prenthæf. Getur verið að Guðmundi hafi