Símablaðið - 01.01.1950, Side 14
10
SlMABLAÐIÐ
þótt vænlegt aÖ grípa til þessa rá'Ös til
hömlunar aðsteÖjandi sjóveiki. FjórÖa nótt-
in á útleið var þó sögulegust. NorÖan hvass-
viÖri var á og sjór mjög úfinn. SkipiS valt
mikið. Ég lá í koju minni í þilfarsklefa aftur
á skipinu stjórnborÖsmegin, en Guðmund-
ur var á verði í loftskeytaklefa. Allt í einu
skellur hurðin upp með braki og brestum
og inn um dyrnar fellur kolblár sjór, er
færir mig þvi sem næst í kaf. Sem betur fór
féll sjórinn aftur út um dyrnar, þegar
skipið tók gagnstæða veltu, en hnéhár
þröskuldur klefans var þó sem varnargarð-
ur fyrir því, að sjór rynni allur út. Var þess
vegna eftir alldjúpt stöðuvatn á gólfinu er
gutlaði upp um veggi eftir veltum skipsins.
Skömmu eftir að þessi atburður skeði kom
Guðmundur af verði, en leizt ekki betur
en það á blikuna, að hann hvarf aftur upp
i loftskeytaklefann eftir að hafa gengiÖ
rammbyggilega frá hurðinni og mér innilok-
uðum eins og seiði í klakkistu. Brátt tók
að birta af degi. Lægði þá storminn og
slétti sjóinn. Strax og bjart var orðið tók-
um við til óspilltra málanna, þurjusum klef-
ann og komum öllu í samt lag. A8 því loknu
rökuðum við okkur í fyrsta sinn síðan við
stigum á skipsfjöl. Upp frá þessu bauð ég
sjóveiki og sjógangi byrginn og lét aldrei yf-
irbugast. Eftir þrettán daga útsiglingu kom-
um við til hafnar í New York. Þar lágum
við í næsta hálfan mánuð vegna hafnarverk-
falls er stóð þar yfir. í New York þótti okk-
ur, sem aldrei höfðum séð stærri borg en
Reykjavík, stórkostlegt um aÖ litast. Hvert
tækifæri sem gafst var notað til ferðalaga
um borgina með viðkomum á skemmtistöð-
um, eftir því sem lítil efni leyfðu. En það
er önnur saga. Á heimleið vorum við sextán
daga að meðtaldri tveggja daga viðdvöl í
Halifax. Sjóveikin þjáði mig á ný fyrstu
dagana, en brátt dró úr henni, þó að storma-
samt væri, enda var Gullfoss fullhlaðinn og
fór betur í sjó en á útleiÖ, með tómar lestar.
Er við komum í kallfæri við Reykjavík-
radio, skeði sá atburður er mér mun seint
úr minni líða. Hvernig sem við kölluðum
Reykjavíkradio, gátum við ekki heyrt neitt
svar. Ekki var unnt að reyna tækin við skip,
af þeim ástæðum, að engin skip, búin þráð-
lausum tækjum, voru í okkar kallfæri. Við
vorum, sem eðlilegt var, órólegir út af þessu,
ekki sizt vegna þess, að okkur fannst liggja
í loftinu að þetta væri okkur viðvaningunum
að kenna. Var það einnig álit okkar að sú
væri orsökin. Við kölluðum út seint og
snemma með stuttu millibili. OXR de OZU.
Biðjið Friðbjörn koma um borð strax og
skipið kemur í höfn.
Loks kom sá dagur að Gullfoss skreið inn
á leguna. Brátt sást til tollbátsins. Tollþjón-
ar komu um borð. Þá var það að viÖ beind-
um þeirri spurningu til tollþjóns eins, hvort
nokkuð hefði komið fyrir á loftskeytastiið-
inni. Hann lét ekki standa á svarinu: „Loft-
skeytastöðin er sprungin i loft upp“, en tók
sig nú fljótt á aftur og kvað eldingu hafa
slegið niður og eyðilagt senditækin, og stöð-
in myndi óstarfhæf i bráð. Þó skömm sé
frá aÖ segja, þá hefði mér ekki þótt aðrar
fregnir ákjósanlegri eins og á stóð. Það upp-
lýstist síðar að loftskeytastöðin hafði alltaf
heyrt til okkar, aðeins ekki getað svarað, af
ofangreindum orsökum.
Þetta er mín fyrsta og að líkindum sú síð-
asta ferð, sem starfandi loftskeytamaður á
skipi. Hm.
SLÉTTUBANDAVÍSA.
Mætir Unndór sjaldan seinn,
sífellt störfin vinnur.
Kætir vini, aldrei einn,
allra hugi finnur.
Atl.
Skrifuð á desemberreikning símastöðvar-
innar í Grafarholti 1950, af B. B.
Hver sem rýnir reikning minn
ræða má svo gjarna:
Hálftíræður hornkarlinn
hefur flaskað þarna.