Símablaðið - 01.01.1950, Síða 15
SlMABLAÐlÐ
11
Olav E. Forherg
iVoAAror min 11 intjar.
Fyrir tæpum 80 árum, eÖa þann 22. nóv-
ember 1871, fæddist þeim hjónum Turris
Forberg kaupmanni og konu hans Ingeborg
(f ædd Dahl), sem búsett voru í Maasþy, son-
ur, sem var vatni ausinn og hlaut í skírn-
inni nöfnin Olav Elias. Maasþy var lítið
sjávarþorp i Vestur-Finnmörk i Noregi og
þar stundaði faÖir Olavs verzlun, en Olav
litli hjálpaÖi föður sínum á allan þann hátt
sem honum var unnt og af þeim dugnaði,
sem síðar átti eftir að verða svo frægur hér
heima á íslandi. Stundum var hann innan-
búðarpiltur hjá föður sínum, léttadrengur
eða fékkst við fermingu og affermingu skipa.
Þegar Olav náði 15 ára aldri, var hann
sendur til Oslóar, sem þá var kölluð Krist-
iania, til náms þar, og stundaði hann nám
sitt af skyldurækni og alúð. Litlu síðar gerð-
ist hann nnemandi við Riksteiegrafens Höye-
re Telegrafskole, sem einkum stefndi að því
að sérmennta nemendur sína í símamálum,
og var Olav Forberg þar, sem og oftast í
lífi sínu meðal hinna fremstu.
Seinna varð Forberg símastjóri í Væbl-
ungsnes og jafnframt hafði hann yfirum-
sjón með línulagningum og línuviðgerðum
í nágrenni stöðvar sinnar, einkum þó á há-
fjöllum þar sem vandinn var mestur og
traustið því dýrmætara. Olaf Forberg gift-
ist 14. ágúst árið 1900 Jenny Olsen, símritara
frá Vadsþy. Frú Forberg var fædd 8. ágúst
i875-
Urðu þau hjónin því fyrstu símritarar
þessa lands og því brautryðjendur á því
sviði hér á íslandi sem og fleirum. Hann
var fyrsti forstjóri Landssímans, svo sem
öllum er kunnugt. Þeim er þessar línur rit-
ar, er það enn minnisstætt, hversu okkur
hinum símriturunum þótti það ánægjulegt
og eitthvað svo heimilislegt, þegar frú For-
berg kom inn á ritsímastofuna, og maður
hennar var staddur í embættiserindum á
annarri ritsímastöð og sagði: „Maa jeg faa
tala med manden min“, og það var ósvikin
símritun sem framfór á milli þeirra hjóna.
Olav E. Forberg.
Þau voru prýðilegir símritarar bæði. En
þetta var einungis innskot frá minni hálfu
í sögu þeirra hjóna. Hér má telja, að rakin
hafi verið í stuttu máli saga þeirra, eins og
hún gerðist í Noregi.
Söguþættirnir úr lífi Forbergs hér á ís-
landi eru öllu kunnari. Skulu þeir þættir lít-
illega raktir hér vegna hinnar yngri kyn-
slóðar, sem nú starfar hjá Landssíma ís-
lands og sem hefur aukist og margfaldast.
Mun ég í því efni aðallega styðjast við Minn
ingarrit það sem gefið var út 1926. Ókunn-
ugir munu spyrja: „Því var rit þetta ekki
gefið út þegar Landssíminn átti 25 ára af-
mæli?“ Við þessu er því að svara, að For-
berg hafði þá tekið þá veiki, sem hann, og
þeir sem hann þekktu, vissu að honum yrði
að aldurtila fyrir árið 1931. Var því minn-
ingarritið og veizluhöldin 23. september
1926, jafnvel, eða öllu heldur viðurkenning
og kveðja til þessa mikla brautryðjanda
stofnunarinnar.
Þegar loksins var ráðið að leggja sæsíma
og landssíma um Island, að undangengnum
miklum æsingum og rifrildi um þau mál bæði
utanþings og innan (því auðvitað var „póli-
tík“ hleypt inn í það eins og öll góð fram-
faramál), var farið að svipast eftir manni
til að taka að sér undirbúning og lagningu
landlínunnar. Var því skrifað til Danmerk-
ur og leitað þar trausts og ráða, því þaðan