Símablaðið - 01.01.1950, Side 18
14
SlMABLAÐlÐ
VINNUGLEÐI.
ÁriS 1899 tók ungur amerikumaður,
Willoughby M. McCormick, á leigu lítið
húsnæði og hóf framleiðslu á kryddvörum
og bragðbætisefnum. Að 28 árum liðnum
hafði fyrirtækið eignast stórar verksmiðjur
í Baltimore og velti miljónum dollara ár-
lega. Það verður ekki sagt honum til lofs
að hann hafi verið góður atvinnuveitandi,
því að hann leit á starfsfólk sitt eins og
hverja aðra verzlunarvöru og yrði einhverj-
um það á að vera honum ekki sammála og
láta álit sitt í ljós, þá mátti sá hinn sam:
ganga að því vísu, að verða samstundis
rekinn. Það var aðeins einn starfsmannanna,
sem þorði að andmæla honum og það var
bróðursonur hans, Charles P. McCormick.
Hann hafði byrjað starf sitt sem skrifstofu-
nemi, og hafði unnið sig upp í gegn um
allar deildir fyrirtækisins. Á þessu tímabili
rak frændi hans hann sjö sinnum, en réði
hann alltaf aftur vegna þess hve honum
þótti hann tillögugóður.
Árið 1932 fór að harðna í ári hjá McCor-
mick & Co., og fyrirtækið varð fyrir þung-
um áföllum. Heimskreppan var í algleym-
ingi, en hún út af fyrir sig virtist ekki vera
aðalorsökin í óförum fyrirtækisins. Charles
McCormick hélt því fram, að starfsfólkið
hefði misst kjarkinn; það bar sáralítið úr
býtum og lifði í stöðugum ótta við atvinnu-
missi. Þriðjungur starfsfólksins hætti störf-
um eða var sagt upp á hverju ári vegna sí-
felldra deilna og ósamkomulags, og fyrir-
tækið hafði árlega stórútgjöld af því að
æfa nýja menn til starfa. Gamli McCormick
brýndi fyrir starfsfólkinu að herða á sultar-
ólinni, og smám saman lækkaði hann launin
um 25%. Dag nokkurn kallaði hann bróð-
urson sinn á fund sinn og tjáði honum að
nauðsynlegt væri að lækka launin ennþá
um 10%. Það var árangurslaust fyrir unga
McCormick að malda í móinn; en áður en
honum vannst tími til þess að tilkynna launa-
lækkunina, fékk gamli McCormick hjarta-
slag og dó. Á stjórnarfundi fyrirtækisins
var Charles McCormick kosinn framkvæmd-
arstjóri og aðeins 36 ára gömlum hafði
honum verið fengið það erfiða hlutverk að
koma fótunum undir hið fallandi fyrirtæki.
Fyrsta verk hans var að halda fund með
starfsmönnum fyrirtækisins, 500 að tölu.
Hann tilkynnti þeim, að fyrirtækið væri á
barmi gjaldþrots; eina lausnin væri að auka
og bæta framleiðsluna, en honum væri það
ljóst, að því marki yrði ekki náð með lágum
launum og löngum vinnutíma. Hann hefði
því ákveðið að hækka launin um 10% og
að stytta vinnutímann úr 48 stundum í 44
stundir á viku. Héðan af mundi hagur
hvers einstaks starfsmanns vera nátengdur
hag fyrirtækisins. Þetta skeði árið 1932,
þegar launalækkanir og atvinnuleysi lá eins
að vera ljóst, að með slíkum vélum má vinna
ýmis verk á mjög stuttum tíma, sem annars
tæki ár, og fela megi þeim verkefni, sem
annars væri látin óunnin vegna vöntunaar á
vinnukrafti, fé til framkvæmda o. þ. h.
Nú vill svo til, að vélakostur þessi er til
hér á landi, á Hagstofu Islands, og væri
það kannski ekki úr vegi fyrir Landssímann
að grennslast eftir, hvort hægt væri að ein-
hverju leyti að fá afnot af þessum tækjum.
Þess skal getið, að aðeins 5 stúlkur vinna
að því að „gata“ inn á spjöldin allar þær
upplýsingar, sem gefnar hafa verið við
manntalið í Danmörku, sem vél þessi er
látin vinna úr.
Af þessu má sjá, að Landssímanum ætti
að nægja að láta eina stúlku vinna að því í
hjáverkum að festa á spjöld þær upplýs-
ingar, sem til greina gæti komið að láta
vinna skýrslur úr, eins og t. d. kaupgreiðslur.
efniskaup, birgðanotkun o. m. fl.
Sem dæmi skal nefnt, að með þessu móti
mundi, með tilliti til skattaframtals, vera
hægt að fá uppgefið árskaup hvers starfs-
manns hjá Landssímanum á fáeinum klukku-
stundum í stað allrar þeirrar vinnu sem það
kostar nú.
Að lokum skal þess getið, að spjald það,
sem sett hefur verið hér til skýringar, er
spjald Friðriks Danakonungs, eins og það
mun líta út samkvæmt skýrslu þeirri, er hann
hefur gefið til manntalsins, B. B.